Heillandi loftmyndir af hraunum

ÖskuhraunGóđir ljósmyndarar eru margir hér á landi, atvinnumenn og ekki síđur leikmenn. Einn af ţeim merkilegustu er fyrirtćkiđ sem myndar landiđ úr lofti, Loftmyndir ehf. Á vegum ţess eru teknar gullfallegar og stundum  stórkostlegar myndir af landinu. Jafnvel ţó ţađ sé ekki beinlínis ćtlunin ţá ćxlast hlutirnir ţannig

Mig langar til ađ sýna hér nokkrar myndir sem ég hef klippt út úr stórum myndum af hraunum landsins.

Úr lofti séđ mynda hraun, rennsli ţeirra og straumar afar sérkennilegar myndir. Einna helst er hćgt ađ bera ţau saman viđ ćđar í laufblađi.

Hraun hafa runniđ hér á landi frá ţví löngu áđur en land var numiđ og halda ţví áfram svo lengi sem virkni jarđar leyfir. Ţau hreyfast tiltölulega hćgt og á endanum storkna ţau og sýna ţá nákvćmlega stöđuna ţegar ţađ gerđist.

BláfelldarhraunHér fyrir ofan er klippa af Holuhrauni hinu nýja. Takiđ eftir svip hraunsins og „eyjunum“ ţremur sem ţađ hefur ekki náđ ađ renna yfir. Samt er hrauniđ ábyggilega á fjórđa metra á ţykkt ţarna.

Bláfeldarhraun á sunnanverđu Snćfellsnesi er einstaklega fallegt. Hrauniđ kemur úr eldsprungum í um 560 metra hćđ og hefur falliđ niđur í miklum fossi og dreift sér fagurlega á láglendi. Bćrinn Bláfeldur er ţarna vinstra megin á myndinni, í skjóli undir hraunjađrinum.

Á Snćfellsnesi eru gígar oftast kallađir kúlur og ţćr eru nokkuđ margar. Ofan viđ hraunflćmiđ er Rauđakúla. Í henni eru tveir gígar međ stefnuna NA-SV. Beggja vegna viđ hana eru eldsprungur og virđist sem meira hraun hafi falliđ úr ţeim heldur en Rauđukúlu.

Feđgar viđ HekluOfar eru ađrar eldsprungur. Má vera ađ eldvirknin hafi veriđ á ólíkum tímum. Mig minnir ađ hafa einhvers stađar lesiđ ađ Bláfeldarhraun sé um 7000 ára gamalt.

Í kringum Heklu er fjöldi hrauna sem runniđ hafa frá henni eđa nálćgum eldstöđvum. Segja má ađ hún sé haldin sírennsli.

Á ţriđju klippunni eru tveir hrauntaumar og á milli er lítiđ fell. Hér erum viđ komin norđvestan viđ Heklu. Á korti er felliđ nefnt Feđgar og á hugsanlega viđ bćđi fellin sem ţarna sjást. Á gamla Atlaskortinu eru ţessi fell og eitt ađ auki nefnd Móhnúkar og er ţađ réttnefni.

Hekla, SVFagri hraunstraumurinn vinstra megin rann í Heklugosinu áriđ 1845 og sá vinstra megin tćpri öld áđur eđa í gosinu á árunum 1766 til 1768. Sléttlendiđ eru vikrar.

Einu sinni, fyrir löngu síđan, ćtluđum viđ tveir tvítugir strákar ađ ganga á Heklu en ţekktum ekki réttu leiđina.

Viđ álpuđumst um ţessar slóđir og upp á Litlu-Heklu ţađan langleiđina á tindinn. Snérum svo viđ og enduđum á ţví ađ tjalda viđ móbergsfelliđ á myndinni. Ţađ var ekki góđ hugmynd, algjörlega vatnslaust ţarna en viđ fundum um síđir fornan snjóskafl sem viđ gátum kroppađ úr og brćtt á gasprímus. Sá dreitill dugđi til morguns.

Nokkru vestar er hraun sem sést á fjórđu klippunni og er viđ Suđurbjalla. Ţađ er hugsanlega á ţriđja hundrađ ára gamalt. Ofan á ţví, neđarlega á klippunni, er hrauniđ sem rann 1947 og líklega er ţađ eldra en hrauniđ frá 1766.

Snćfellsjökull

Nćsta mynd er af hlíđum Snćfellsjökuls. Hann er eldkeila og frá toppgígnum hafa falliđ ótrúlegur fjöldi hraunstrauma. Ţarna eru ţeir eins og dökkt kertavax sem lekur niđur kertastjakann, hver straumurinn á fćtur öđrum. Alveg heillandi sjón.

Jón Helgason, skáld og frćđimađur, ort kvćđiđ Áfanga sem ég hef í dálitlu uppáhaldi. Í kvćđinu fer hann um marga áfangastađi og yrkir til ţeirra. 

Hann yrkir um Lakagíga og líkir eldunum viđ ljós á kertastjaka, en í stađ ţess orđs býr hann til orđiđ „gígastjaka“. Tćr snilld.

Eldflóđiđ steypist ofan hlíđ,
undađar moldir flaka;
Lakagígarlogandi standa í langri röđ
ljósin á gígastjaka;
hnjúkarnir sjálfir hrikta viđ,
hornsteinar landsins braka,
ţegar hin rámu regindjúp
rćskja sig upp um Laka.

Síđasta klippan er einmitt af hrauni norđarlega viđ Lakagíga. Gígarnir sjást líka og hrauniđ sem frá ţeim rennur er bárumyndađ og streymir sjáanlega í nćstum allar áttir.

Ég hef mikla ánćgju af ţví af landakortum og nota mest örnefnakort frá Landmćlingum jafnt og loftmyndir frá Loftmyndum. Mćli međ ţví ađ lesendur mínir skođi vefsíđur beggja fyrirtćkjanna.

 

 

 


Bloggfćrslur 16. apríl 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband