Stórkostleg mynd af hrikalegu landi

Norđan VatnajökulsHér er ein hrikalegasta mynd sem ég hef séđ. Auđvitađ er hún af einu afskekktasta svćđi landsins, norđan Vatnajökuls og sunnan Öskju.

Tók myndina leyfislaust af Facbook-síđu Eldfjalla- og jarđvárhóps Háskóla Íslands. Vonandi er mér fyrirgefiđ. Bćtti inn á hana helstu örnefnum.

Takiđ eftir ţessum hrikalegu „götum“ í landslaginu, Trölladyngju og gígnum á Urđarhálsi. Sannarlega tröllslegt og ógnandi. Sólin ađ segjast í norđvestri og varpar löngum skuggum á landslagiđ. 

Eitt sinn var vorum viđ ţrjú á ferđ ţarna međ yngri syni mínum, ţá fjögurra ár. Kvöldsett var og viđ ţau fullorđnu vorum eđlilega ađ tala um eldgos, hraun og óáran sem fylgir. Tók ég ţá allt í einu eftir ţví ađ litli drengurinn minn var kominn úr aftursćtinu og niđur á gólf í bílnum ţar sem hann lá í hnipri. Hann hafđi einfaldlega skelfst viđ ţetta tal okkar og hélt ađ á öllu vćri von.

Auđvitađ stoppađi ég bílinn, tók hann í fangiđ og útskýrđi fyrir honum ţađ sem um hafđi veriđ ađ rćđa. Hann sagđist bara hafa viljađ lenda í neinu eldgosi og taldi sig öruggari á gólfinu en í sćtinu ...

Núna um tuttugu og einu ári síđar sýnist mér ađ hann hafi ekki boriđ varanlega skađa af ţessu atviki. Held ađ hann muni ekki einu sinni eftir ţví. Ţori varla ađ spyrja.

Til gaman má geta ţess ađ viđ ókum ekki lengra ţetta kvöld og sváfum í pallhúsinu um nóttina. Nítján árum síđar rann Holuhraun yfir ţennan stađ. Dálítiđ sérstakt miđađ viđ söguna hér á undan.

Myndin kallast í daglegu tali loftmynd. Ţađ minnir mig á ađ einn vinur minn sem rak verslun međ ljós og rafvörur mátti ekki auglýsa „loftljós“ (ljós sem hanga í lofti húsa) í Ríkisútvarpinu eina og sanna. Gáfumenn ţar héldu ţví fram ađ slík ljós vćru einfaldlega ekki til. Nokkuđ til í ţví. Held samt ađ ţetta sé loftmynd nema ţví ađeins og hún sé ekki til ... Ţá myndi nú sannarlega kvikna á perunni hjá mér.wink


KR-ingar trúir sauđalitunum ...

MemeKR-ingar sjá lífiđ í svart-hvítu, nema ţegar ţeir nota varabúninginn sem er langt frá ţví ađ vera fallegur en er ţó talsvert skárri en hinn langröndótta skyrta.

Nike, sem hefur lengi talist hafa nokkuđ vit á hönnun og ţar međ litasamsetningum gerđi KR tillögu um ađ nútímavćđa ţessa afgömlu skyrtu í sauđalitunum. Trútt upphafinu hafnađi félagiđ henni en skađinn var skeđur. Sagt er ađ fjölmargir KR-ingar á besta aldri séu enn á gjörgćslu og nokkrir ţeirra muni aldrei ná sér ţrátt fyrir ađ rauđa röndin hafi ađeins átt ađ vera örmjó.

Í austurhluta Reykjavíkur er félag sem varpar öndinni léttar enda telja međlimir ţess ţađ eiga fyrsta veđrétt í skyrtu međ rauđri rönd, ađ vísu nokkuđ breiđari en Nike gerđi tillögu um.

Breytingar á KR-búningnum hafa greinilega meiri og alvarlegri áhrif á félagiđ en slakt gengi ţess í tuđrusparki.

Myndin er af lömbum ... ţau eru ađ hluta til í KR-litunum.


mbl.is KR búningur án rauđra randa
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 11. apríl 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband