Skjálftahrinan viđ Herđubreiđ og tengslin viđ Holuhraun

Herđubreiđ2

Skjálftahrina hefur veriđ undanfarnar tvćr vikur í suđvestan viđ Herđubreiđ. Mjög algengt er ađ litlir skjálftar séu í kringum fjalliđ, sérstaklega suđvestan og norđaustan viđ ţađ. Ţó vakti ţađ athygli mína fyrir nokkrum dögum ađ ţeir voru ađeins stćrri en venja er til.

Svo bćttist í á fimmtudaginn, ţá hófst skjálftahrinan fyrir alvöru:

  • Á fimmtudaginn voru 49 skjálftar
  • Á föstudaginn mćldust ađeins 22 skjálftar
  • Í dag, laugardag, hafa mćlst 113 skjálftar.

HerđubreiđAlls hafa ţví um 184 skjálftar mćlst í ţrjá daga. Stćrđarskiptingin er ţessi:

  • Minni en 1 alls:  120
  • 1 til 2 alls:  60
  • 2 til 3 alls:  4
  • 3 alls:  0

Sem sagt viđ nánari athugun er enginn skjálfti stćrri en 3 stig.

Herđubreiđ er móbergsstapi. Hann varđ til í miklu eldgosi, einu eđa fleirum, undir jökli fyrir um 10.000 árum. Viđ gosiđ rann ekkert hraun í fyrstu vegna ţess ađ hitinn brćddi jökulinn í kring og kvikan splundrađist í brćđsluvatninu og myndađi gjósku. Eftir ţví sem á gosiđ leiđ náđi fjalliđ upp úr vatnsborđinu. Ţá tók ađ renna hraun.

Ţetta er skýringin á ţví ađ hraun er efst í fjallinu. Eftir ađ gosi lauk ţéttist gjóskan og myndađi móberg en jökullinn hélt enn ađ rétt eins og gerist ţegar kaka er bökuđ í formi. Ţetta er ástćđan fyrir fallegri lögun Herđubreiđar og álíkra fjalla eins og Hlöđufells og Skriđunnar. Góđar upplýsingar um Herđubreiđ er ađ finna á Vísindavefnum.

Ţađ sem mér ţykir einna forvitnilegast međ skjálftana suđvestan viđ Herđubreiđ er tvennt. Annars vegar ađ ţeir hafa teygt sig frá fjallinu og lengra í suđvestur. Hitt er ađ stefna ţeirra er hin sama og á Herđubreiđartöglum, ţau liggja í suđvestur-norđaustur.

LínanSvo má til gamans nefna ađ sé stefna skjálftasvćđisins notuđ til draga línu í suđvestur ţá liggur hún ... já haldiđ ykkur ... hún liggur yfir nýju gígana í Holuhrauni.

Og ţađ sem meira er, kvikan sem kom upp í gosinu í Holuhrauni kom úr Bárđarbungu. Ţar varđ til stóreflis berggangur sem hćgt og rólega teygđi sig í norđaustur og út á Flćđur Jökulsár á Fjöllum, ţar sem gosiđ kom upp. Línan liggur eftir ţessum berggangi.

Og hvađ segir ţetta okkur? Tja ... eftir ţví sem ég best veit: Ekki neitt. Líklega bara skemmtileg tilviljun.

Eđa hvađ ...? (sagt međ dimmri og drungalegri röddu sem lćtur ađ einhverju liggja sem enginn veit). 

Líklegast er ţó ađ skjálftarnir viđ Herđubreiđ séu einungis hreyfingar í jarđskorpunni, ekki vegna kvikuhreyfinga eđa vćntanlegs eldgoss. Eđa hvađ ...? 

Draumspakt fólk fyrir norđan og austan hefur átt afar erfiđar nćtur undanfarnar vikur.

Myndir:

  1. Efsta myndin er af suđurhliđ Herđubreiđar.
  2. Grćna kortiđ sýnir dreifinu skjálftanna fyrir suđvestan Herđubreiđ. Kortiđ er fengiđ af vef Veđurstofu Íslands.
  3. Neđsta korti sýnir línuna sem um er rćtt í pistlinum. Kortiđ er frá Landmćlingum Íslands.

mbl.is Fjöldi skjálfta viđ Herđubreiđ í nótt
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 18. mars 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband