Píratar halda að samningur sé ekki samningur

Allt eignasafnið var góður hluti jarðeigna í landinu og eignirnar voru og eru verðmiklar. Hvernig á að meta eign Garðakirkju nú, þ.e. landið undir öllum Garðabæ? Hvernig á að meta land undir öllum húsum í Borgarnesi, land Borgarkirkju? Hvernig metum við verðmæti Þingvalla – þó ekki sé nema kristalstært vatnið í Þingvallahrauni? 

Þetta segir Sigurður Árni Þórðarson, prestur í Hallgrímskirkju í afar rökfastri grein í Fréttablaði dagsins. Í henni ræðir hann um þingsályktunartillögu sem Píratar hafa lagt fram á Alþingi um að ríkið segi einhliða upp samningi við þjóðkirkjuna.

Sigurður bendir á að ríki og kirkja gerðu samning sín á milli og árið 1997 var risastórt eignasafn hennar afhent ríkinu sem endurgjald fyrir launagreiðslur og árlegs fjárframlags til kirkjunnar.

Menn geta haft mismunandi skoðanir á þessum samningi og jafnvel haldið því fram að ríkið hafi samið af sér þar sem ekki er fyrir hendi nein ákveðin fjárhæð sem samið er um. Það er hins vegar aukaatriði. Samningur er samningur og getur ríkið alls ekki sagt einhliða upp samningi. Það getum við, almennir borgarar eða fyrirtæki landsins, ekki heldur gert. Samningur stendur.

Píratar eru í eðli sínu popúlistaflokkur, uppfyllir flest þau skilyrði sem um slíka eru til. Stefna þeirra byggist ekki á öðru en það sem þeir telja til vinsælda fallið. Ljóst má þó vera að ekki eru allir á því að atkvæði falli til þingmanna sem eru fljótfærir, orðljótir, óskynsamir og þekkingarsnauðir. Hið síðasta væri nú svo sem allt í lagi því smám saman lærir fólk, leitar sér upplýsinga og tekur afstöðu byggða á fyrirliggjandi staðreyndum.

Má vera að seinheppni Pírata rjátlist af þeim fari ekki svo að þjóðin víki þeim af þingi í næstu kosningum.

Má vera að það sé skynsamlegt að þingmál sem lögð eru fram á einu þingi þurfi ekki að endurflytja á því næsta. Píratar vilja breyta lögum til að þetta sé hægt. Gallinn er hins vegar sá að stjórnarskráin leyfir þetta ekki.

Má vera að samningur ríkis og kirkju frá því 1997 sé ósanngjarn og vondur og því beri að segja honum upp. Það er hins vegar ekki hægt nema með samþykki beggja aðila, lög og jafnvel stjórnarskrá heimila ekki slíkt.

Næst má ábygglega búast við því að Píratar leggi fram þingsályktun þess efnis að ökumaður bíls þurfi að stöðva ekki við rautt umferðaljós sé ekkert ökutæki nærri. Sniðug hugmynd en ...

 


Bloggfærslur 10. mars 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband