Bifreið, bifreið, bíl, bifreð ... stolið

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir bifreið númer JJ-P44, sem stolið var í gærkvöldi úr vesturbæ Kópavogs, á Facebook síðu sinni.

Bifreiðin er af gerðinni Toyota Land Cruizer 200 og er hún svört að lit en bíllinn er 2010 árgerð. Bifreiðin er með skíðaboga of mikið af skíðabúnaði og öðru í bifreiðinni, þar sem fjölskyldan sem á bifreiðina var á leið í ferðalag þegar bifreðinni var stolið.

Lögreglan óskar eftir því að hringt sé í neyðarnúmerið 112 ef að sést til bifreiðarinnar.

Þetta er stutt frétt á visir.is. Sá sem svona skrifar er ekki að þjónusta lesendur, hann er bara hroðvirkur.

Átta sinnum er getið um bifreið („bíl“, „bifreð“) í fréttinni. Einu sinni hefði dugað. Þar af fjórum sinnum í einni málsgrein.

Bifreiðin er með skíðaboga of mikið af skíðabúnaði og öðru í bifreiðinni, þar sem fjölskyldan sem á bifreiðina var á leið í ferðalag þegar bifreðinni var stolið.

Settu punkt sem oftast, hljóðar eitt gott ráð til þeirra sem sitja við skriftir. Fréttina hefði auðveldlega mátt stytta, til dæmis svona: 

„Lögreglan hefur á Facebook-síðu sinni lýst eftir svartri Toyota Landcrusier bíl sem stolið var í vesturbæ Kópavogs í gærkvöldi.

Fjölskyldan sem á bílinn var á leiðinni í skíðaferð. Í honum var meðal annars mikið af skíðabúnaði. Þeir sem hafa séð bílinn eru beðnir að hringja í neyðarnúmerið 112.“

Nei, þess í stað er eitthvað hripað niður, enginn les yfir hvorki höfundur né annar. Fjölmiðlar, prentaðir eða á vefnum, veita lesendum þjónustu. Þeir eru ekki fyrir blaðamenn eða aðra sem að útgáfunni koma. 

 

 


Bloggfærslur 24. febrúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband