Ţegar götulýđur ákćrđi og dćmdi Steinunni Valdísi

Ofstćkiđ í fjölda manna gagnvart Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, fyrrum borgarfulltrúa og ţingmanns var hryllilegur. Fjöldi fólks sat um heimili hennar og enn fleiri leyfđu sér ađ sakfella hana og dćma á einhverjum vafasömum grundvell.

Ţann 20. apríl 2010 var mér nóg bođiđ og skrifađi ţennan pistil hér á ţessum vettvangi:

Ef eitthvađ er verra en sönnuđ sök á Steinunni ţá eru ţađ rangar sakagiftir. Sök er alltaf vond, hvort sem hún hefur veriđ sönnuđ fyrir dómstóli eđa međ ţví ađ viđurkenning liggur fyrir. Sök er vond ţví hún hefur áhrif á samfélagiđ en viđ ţví er ekkert ađ gera.

Verst af öllu er sú árátta margra ađ kanna ekki málavöxtu heldur sakfella og dćma. Ţegar slíkt er gert er litiđ framhjá siđferđilegum gildum og ákćrandinn verđur verri en sá sem fingurinn bendir á. Honum skiptir ţađ engu hvort sektin er sönnuđ. Hann hefur kveđiđ upp sinn dóm. 

Í öllum frumstćđum ţjóđfélögum hefur veriđ til fólk sem taldi sig mega sakfellfella, dćma og refsa. Ţannig var fariđ ađ á miđöldum ţegar galdraofsóknirnar stóđu sem hćst. Ţannig gerđist ţađ ţegar gyđingar voru hundeltir um alla Evrópu og teknir af lífi. Ţannig fóru menn ađ í suđurríkjum Bandaríkjanna er svörtu fólki var kennt um glćpi og refsingin var aldrei í neinu hlutfalli viđ meinta sök. Nú er nákvćmlega hiđ sama er ađ gerast á Íslandi ţegar leitađ er uppi stjórnmálamenn og ţeir kallađir mútuţegar fyrir ţá sök eina ađ hafa fengiđ styrki frá fyrirtćkjum útrásarvíkinga.

Ţannig hagar sér illa upplýst fólk, lýđurinn, dómstóll götunnar, ţeir sem vilja sjá blóđ renna. Slíkir leita ekki sannleikans heldur taka ţátt leiksins vegna. Ţetta er sama fólkiđ og barđi á lögreglumönnum í búsáhaldabyltingunnu-i, braut rúđur, kveikti elda og felldi jólatré međ undir tryllingslegum fagnađarlátum. Slíkt fólk er ekki ţjóđin. 

Ég er langt í frá sammála Steinunni Valdísi Óskarsdóttur í stjórnmálum en ég hef enga trú á ţví ađ hún hafi ţegiđ mútur og gengiđ erinda útrásarvíkinga. Hún er ekki verri ţó hún hafi fengiđ styrki frá fyrirtćkjum sem viđ metum núna lítils. Fleiri en hún fengu styrki og eru ekki verri fyrir ţá sök.

Ţađ er bara ekki ţannig ađ ţeir sem voru í sama herbergi og svokallađir útrásarvíkingar hafi orđiđ fyrir einhverju smiti og sé síđan óalandi og óferjandi.

Mótmćli fyrir utan heimili fólks sem hvorki hefur veriđ ákćrt né saksótt er ógeđfelldur leikur sem verđur ađ hćtta.

Ţó ţví sé ekki saman ađ jafna má minna á ofsóknir götulýđs gagnvart öđrum stjórnmálamönnum og einstaklingum. Lýđurinn hefur safnast saman fyrir utan heimili fleiri stjórnmálamanna en Steinunnar Valdísar, ţó enginn hafi orđiđ fyrir öđrum eins viđbjóđi og hún.


mbl.is „Öskureiđ ađ rifja ţetta upp“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 3. desember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband