Jón Þór Ólafsson hótar og hótar enda hót fyndinn

Forseti Íslands sem hefur sagt að hann: „vænti þess að þingið vindi ofan af þessari ákvörðun [Kjararáðs]“ getur gefið út að hann muni setja bráðabirgðalög áður en þing komi saman nema Kjararáð lækki launin eða hann fái það staðfest frá formönnum allra flokka að Alþingi muni vindi ofan af ákvörðuninni. Ef þessir þrír aðilar bregðast allir þá mun ég kæra ákvörðun Kjararáðs til dómstóla og hef nú þegar fengið til þess lögfræðing.

Þetta sagði þingmaður Pírata, Jón Þór Ólafsson, í grein í Fréttablaðinu fyrir rúmu ári. Hann var svo mikið á móti ákvörðun Kjararáðs um hækkun launa alþingismanna og embættismanna að hann þáði hana, þó ekki með þökkum, en þáði engu að síður.

Jón Þór virðist unna kærum eða hann hótar kærum, hann er sumsé orðinn hótfyndinn. Í grein sinni í Fréttablaðinu sagðist hann ætla að kæra ákvörðun Kjararáðs til þessara aðila:

  • Forseta Íslands
  • Formönnum þingflokka
  • Dómstóla

Síðan er liðið rúmt ár og þó hann hafi verið kominn með lögfræðing í kærumálið hefur hann ekkert gert, engin kæra hefur fylgt hótunum hans.

Jón kann ábyggilega vel að meta launahækkunina, hún nemur hvorki meira né minna en 4.059.048 krónum fyrir þetta ár plús verðbætur og annað smálegt.

Fjögurra milljón króna ástæða er fyrir því að Jón Þór Ólafson, þingmaður og eldhugi, kærði ekki. 

Auðvitað er maðurinn ekki að gera neitt nema auglýsa sjálfan sig og um leið vaknar efi í huga lesandans, hvort vegi meira, sjálfsauglýsingin eða óánægjan með niðurstöðu Kjararáðs.

Þegar nánar er litið á feril þingmannsins kemur í ljós að hann hefur ekkert gert í vinnunni en tekur fyrir það rúmlega 13 milljónir króna á ári frá skattgreiðendum. 

Á þinginu 2014 til 2015 greiddi Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata ekki atkvæði í 623 skipti af þeim 968 atkvæðagreiðslum sem hann átti að vera viðstaddur. Þar að auki var hann fjarverandi í 174 atkvæðagreiðslum.

Slóðin eftir manninn er þessi:

  • Já atkvæði: 138, 17%
  • Nei-atkvæði: 33, 4%
  • Greiðir ekki: 623, 64%

Væri ekki sanngjarnt að frá launum Jóns Þórs drægjust 64% fyrir að kunna ekki að greiða atkvæði?

Vandséð er hvort Jón Þór Ólafsson eigi eitthvað erindi inn á þing en hann býður sig engu að síður fram - og það sem verra er, einhverjir ruglast og kjósa manninn.

Nú hótar maðurinn að kæra Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, haldi hún embætti sínu eftir stjórnarskiptin.

Takið eftir, hann hótar að kæra ef ... Hafi hann einhver efni til að kæra þá ætti hann auðvitað að kæra ráðherrann. En nei, hann hótar bara. Það segir nú dálítið um manninn, málstaðinn og stefnufestuna. Þvílík hótfyndni.

 


mbl.is Jón Þór boðar vantraust á Sigríði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. nóvember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband