Gjörsamlega óþörf virkjun á Ófeigsfjarðarheiði nyrst á Ströndum

Virkjuninni fylgja engin störf í Árneshreppi þar sem virkjunin verður mannlaus, samgöngur við Árneshrepp munu ekki batna við framkvæmdirnar og raforkan mun ekki bæta afhendingaröryggi rafmagns á Vestfjörðum svo neinu nemur þar sem raforkan kemur inn á Mjólkárlínu sunnan við bilanasvæðin, og engin hringtenging er í sjónmáli.

Stórkostleg náttúruspjöll verða unnin í Ófeigsfirði og Eyvindarfirði og milljónum lítra af olíu verður brennt við framkvæmdirnar, án þess að dragi úr olíubrennslu við framleiðslu varaafls á Vestfjörðum til frambúðar.

kort VestfÞetta segir Pétur Húni í grein sinni sem nefnist „Staðreyndir um spuna HS Orku, sjá hér.

Greinin fjallar um fyrirhugaða virkjun á þremur ám, nyrst í Árneshreppi, á algjörum eyðislóðum þar sem engir vegir eða mannabústaðir eru. Árnar eru Rjúkandi, Hvalá og Eyvindarfjarðará.

Ég hef komið að þeim öllum og hef dáðst að þeim, umhverfið er stórbrotið og fagurt.

Sjáanlega byggist áhuginn á að virkja árnar ekki á að bæta raforkuöryggi á Vestfjörðum. Með því að líta eitt augnablik á meðfylgjandi kort sést að Vestfirðingar fá ekkert tryggara rafmagn heldur en frá Blönduvirkjun eða Smyrlabjargarárvirkjun í Suðursveit.

Engin hringtenging rafmagns er á Vestfjörðum. Línunni frá Ófeigsfjarðarheiði yrði stungið í samband í Kollafirði. Vestfirðingar myndu eftir sem áður búa við sama öryggisleysið

Öryggi raforkuafhendingar utan Vestfjarða byggist meðal annars á hringtengingu. Rofni línan einhvers staðar verður landið ekki rafmagnslaus því orkan fer ekki eftir fyrirfram ákveðinni stefnu, hún bara streymir fram og til baka svo framarlega sem hún er framleidd.

RjúkandiPétur segir í grein sinni:

Þéttbýlið á norðanverðum Vestfjörðum er eins og botnlangi í raforkukerfi landsins. Aðeins ein lína liggur þangað frá byggðalínnunni og hún fer yfir erfiðar heiðar þar sem allra veðra er von og stærsta ógnin við raforkuöryggi á svæðinu eru útföll  þegar línur falla og far í sundur í illviðrum. Þegar línan fer í sundur á þessari leið fer rafmagn af öllu kerfinu norðan við bilunina, eins og Vestfirðingar þekkja af illri raun.

Ég sé ekki að virkjun á Ófeigsfjarðarheiði öðru en að hún eyðileggur land eða eins og Pétur segir í grein sinni:

Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta ekki mjög flókið. Virkjuninni fylgja engin störf í Árneshreppi, þar sem virkjunin verður mannlaus, samgöngur við Árneshrepp munu ekki batna við framkvæmdirnar og raforkan mun ekki bæta afhendingaröryggi rafmagns á Vestfjörðum svo neinu nemur þar sem raforkan kemur inn á Mjólkárlínu sunnan við bilanasvæðin, og engin hringtenging er í sjónmáli.

Stórkostleg náttúruspjöllll verða unnin í Ófeigsfirði og Eyvindarfirði og milljónum liítra af olíu verður brennt við framkvæmdirnar, an þess að dragi úr olíbrennslu við framleiðslu varaafls á Vestfjörðum til frambúðar.

DSC_7173 CÉg er á móti henni. Það er svo einfalt. Engin rök eru fyrir henni.

Hins vegar hló ég þegar ég las athugasemd Ómars Ragnarssonar við grein Péturs. Hann segir þó í fullri alvöru:

Það virðast engin takmörk vera fyrir því sem borið er á borð fyrir Vestfirðinga og þjóðina í þessu máli eins og sést vel á ofangreindri lýsingu. Við hana má bæta því, að fjöldi kvenna í barneign er besti mælikvarðinn á stöðu byggðar. Þær eru fimm í Árneshreppi. Virkjunin skapar ekkert starf eftir byggingu hennar. Við Vatnajökulsþjóðgarð vinna 50 manns, þar af 70 prósent konur á barneignaaldri. Drangajökulsþjóðgarður yrði að vísu minni en gæfi sömu atvinnumöguleika.

Á Facebook-síðu þeirra sem leggjast gegn virkjuninni á Ófeigsfjarðarheiði má finna ótrúlega mikinn fróðleik og fjölda ljósmynda og hreyfimynda af svæðinu. Þar sést svo greinilega að þetta er hrikalegt land, ægifagurt. Forgöngumenn fyrir umfjölluninni þar eru Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson og hafa þeir unnið þarft verk.


Hafa kjósendur gleymt fortíð Katrínar og Vinstri grænna?

171006Fjögur ár eru frá því að Vinstri grænir fengu 10,9% fylgi í Alþingiskosningum og var þá grimmilega refsað fyrir veru sína í ríkisstjórn. Hún hafði háleit markmið.

Rifjum upp nokkur atriði og pælum svo í því hvort Vinstri grænum sé treystandi í ríkisstjórn.

  1. Icesave I
  2. Icesave II
  3. Icesave III
  4. Móti þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB árið 2009
  5. Samþykkti aðildarumsókn að ESB árið 2009
  6. Kostnaður vegna ESB umsóknarinnar er talin hafa verið 3 milljarðar króna
  7. Árnapálslögin (nr. 151/2010) til varnar fjármagnseigendum og gegn skuldurum
  8. Lagðist ekki gegn loftárásum NATO á Líbýu
  9. Samþykkti leyfi til olíuvinnslu á Drekasvæðinu
  10. Veitti stóriðju á Bakka við Húsavík undanþágu frá skattalögum
  11. Veitti ríkisábyrgð á Vaðlaheiðagöngum
  12. Hefndardómsmál í Landsdómi gegn Geir H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra
  13. Hleypti Alþjóðagjaldeyrissjóðnum inn á gafl í stjórnarráði Íslands
  14. Skattahækkanir á almenning í kjölfar hrunsins
  15. Gerði ekkert vegna skuldastöðu heimilanna í kjölfar hrunsins
  16. Ófrægingarherferðin gegn Ríkisendurskoðun vegna kaupa á bókhaldskerfi fyrir ríkið
  17. Íslandsbanki gefinn kröfuhöfum
  18. Arionbanki gefinn kröfuhöfum
  19. Norðmaður ráðinn í embætti Seðlabankastjóra
  20. Sparisjóður Keflavíkur, fall hans og endurreisn kostaði almenning 25 milljarða króna

Hvað skyldi hafa breyst frá því á þessum fjórum árum sem liðin eru sem réttlætir að VG fái nærri 30% fylgi í skoðanakönnunum?

Jú, Steingrímur þótti afar fráhrindandi í sjónvarpi og dró ekki fylgi að flokknum. Þess vegna var Katrín Jakobsdóttir munstruð upp og gerð að formanni. Hún er forkunnarfögur og brosir út í eitt og segir allt svo sennilega. Engu að síður stóð hún óhikað að öllum þessum átján málum sem talin eru upp hér að ofan.

Er Katrín svo traustvekjandi að kjósendur haldi að Icesave hafi bara verið ein mistök sem engu skipti. Samt voru þau þrjú, Icesave-málin. Í tvö skipti tapaði Katrin í þjóðaratkvæðagreiðslu sem haldnar voru gegn vilja hennar.

Gamalt íslenskt orðtak segir að oft sé flagð undir fögru skinni. Þó hér sé ekki ástæða til að vega að Katrínu Jakobsdóttur persónulega verður vart annað sagt en að fortíð hennar ætti að vera kjósendum víti til varnaðar.

Í dag styður hún öll góðu og fallegu málin. Hún segist styðja þjóðaratkvæðagreiðslu, en stóð þó grjóthörð gegn því að þjóðin fengi að segja álit sitt á aðildarumsókn að ESB.

Katrín er á móti leyndarhyggju ... Hver er það ekki? Hins vegar var hún gallharður andstæðingur ESB fyrir kosningarnar 2009 en daginn eftir þær var hún allt í einu hlynnt aðildinni, sem sagt hún og aðrir Vinstri grænir seldu sig fyrir ráðherrasæti. Árni Páll Árnason, fyrrum samráðherra Katrínar, segir að um það mál hafi verið samið í reykfylltum bakherbergjum.

Hún þykist núna vera málsvari almennings en stóð engu að síður gegn heimilunum með því að samþykkja Árnapálslögin sem voru samin þeim til höfuðs.

Katrín þykist vera friðarins maður og á móti styrjöldum. Hún hreyfði samt hvorki legg né lið þegar Ísland samþykkti loftárásir Nató í Líbíu og var hún þó ráðherra á þeim tíma.

Katrín stóð að því að einkavæða bankanna þegar þeir voru gefnir kröfuhöfum eftir hrunið en hefur þó alltaf sagst vera fylgjandi ríkiseigu á bönkum.

Já, gerum betur segja Vinstri grænir í auglýsingu í dagblöðum og birta mynd af Katrínu sem er óneitanlega mun kosningavænni, hárprúðari og laglegri en Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi. Munum þó það að flestir samverkamenn Katrínar eru enn í aftursætunum, Steingrímur, Svandís Svavarsdóttir og Lilja Rafney. Ólíkt Katrínu er þetta þungbrýnda fólkið, sósíalistarnir, sem aldrei brosir, nema auðvitað þegar einhver meiðir sig.

Sá sem vill kjósa Katrínu kýs óheiðarleikann og fær í kaupbæti aftursætisbílstjóranna.


Bloggfærslur 7. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband