Er réttlát reiđi frétt en lygafrétt ekki?

Hvađ er ađ ţví ţótt menn fyllist réttlátri reiđi? Ekkert, alls ekkert.

Trúnađur á ritstjórn Fréttablađsins er svo slakur ađ ţar inni lúta sumir svo lágt ađ leka „frétt“ til keppinautarins um atburđ innandyra.

DV, Pressan og Eyjan reka harđan áróđur gegn Sjálfstćđisflokknum. Ţar ţykist menn hafa himinn höndum tekiđ ţegar einhver fullyrti í eyru fréttabarnanna ţar ađ formađur Sjálfstćđisflokksins, Bjarni Benediktsson, hafi reiđst blađamanni á ritstjórn Fréttablađsins fyrir rangan fréttaflutning á vefnum visir.is.

Nú telst ţađ „frétt“ ađ Bjarni hafi reiđst, en reynt er ađ sneiđa framhjá ţví ađ visir.is hafi fariđ međ rangt mál. Hér eru endaskipti höfđ á hlutunum.

Róginn sem rekja má til ritstjórnar Fréttablađsins og visir.is og birtur er á dv.is er pólitísk árás. Ekkert annađ. Tilgangurinn er ađ gera lítiđ úr Bjarna Benediktssyni i ţeirri von ađ ć fćrri kjósi Sjálfstćđisflokkinn.

Allt skynsamt fólk hlýtur ađ sjá í gegnum svona áróđur. Hann byggist á ţví sama og var lćtt svo ísmeygilega ađ fólki fyrir nokkrum vikum, ađ Sjálfstćđisflokkurinn verndađi barnaníđinga. Um leiđ var talađ um leyndarhyggju og ólýđrćđislegar ađgerđir til ađ hrekkja almenna borgara.

Hin blákalda stađreynd er sú ađ enginn vćri ađ bera bull á borđ landsmanna nema vegna ţess ađ sumir eiga ţađ til ađ falla fyrir honum. Ţá er hinum pólitíska tilgangi náđ og ţađ vita rógberarnir. Ţetta eru almannatengsl međ skítlegum formerkjum.


Bloggfćrslur 11. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband