Áróður gegn Bjarna Benediktssyni vegna kosninganna

Stundin og breska blaðin The Guardian birtu fyrir viku ávirðingar á forsætisráðherra sem reyndust tóm vitleysa og rugl. Því var haldið fram að Bjarni Benediktsson hafi haft innherjaupplýsingar úr Glitni og getað þar af leiðandi komið fé sínu í skjól. Annað hvort voru þetta ekki innherjaupplýsingar eða Bjarni Benediktsson sé svo skyni skroppinn að hann nýtti ekki tækifærið og flutti fé sitt úr bankanum. Þess í stað hafði komið í ljós að hann flutti féð úr einum sjóði í annan í bankanum. Og bankinn fór á hausinn.

Afar auðvelt er að gera þetta tortryggilega sem og hversu mikið fé Bjarni hafi umleikis og það hefur verið miskunarlaust gert, teygt, togað og sett á hvolf.

Menn geta reynt að sverja af sér einhverjar annarlegar hvatir vegna birtingarinnar. Staðreyndin er einfaldlega sú að búið var að efna til kosninga og birtingin olli Bjarna Benediktssyni og Sjálfstæðisflokknum vandamálum. Það sést best á skoðanakönnunum.

Auðveldara er að setja fram ásakanir en að verjast þeim, sérstaklega í pólitísku umhverfi.

Þetta veit ritstjórn Stundarinnar og blaðamaður The Guardian.

Þetta lið fer fram eins og Richard Nixon forðum daga þegar hann notaði ruddalegar yfirlýsingar til að berja á pólitískum andstæðingum sínum. Hann sagði einfaldlega: „Let the bastard deny it“, láttum helvítis manninn neita þessu. Ertu hættur að berja konuna þína? er dæmi um gildishlaðna spurningu sem útilokað er að svara án þess að eyðileggja mannorð sitt.

Mörgum þótti Nixon ekki merkilegur forseti og þeir spurðu: „Would you buy a used car from this man.“ Svona er auðvelt að berja á fólki með því að fara frá rökum og gera eins og „virkir í athugasemdum“, kasta einhverju fram sem enginn fótur er fyrir. Þannig verða til falsfréttir og afleiðingin er sú að enginn sér sannleikann, sjá bara það sem þeir vilja.

Þegar efnt hefur verið til kosninga hafa skipta allar fréttir um frambjóðendur máli. 


mbl.is Segir ummæli Bjarna kolröng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband