Skilgreininar kratans á feminismanum
3.4.2012 | 09:14
́Ég veit þó það að þegar einhver segir ég er femínisti, þá er það álíka ónákvæm skilgreining og ef einhver segir ég er pólitískur. En pólitískur hvað kommúnisti, kapítalisti, sósíaldemókrati, falangisti? Allir þessir flokkar ætla sér eins og femínistar að bæta líf einstaklinga og þjóða.
- Frjálslyndur femínismi tekur einstaklinginn fram yfir samfélagið. Þar á konan sig sjálf. T.d. er það hennar einnar að taka ákvörðun um fósturvöxt í eigin líkama.
- Kommúnískur femínismi hafnar skilgreiningu frjálslyndra femínista um rétt og frelsi einstaklinga. Hjá kommúnískum femínistum felst leið konunnar til frelsis í möguleikum hennar til vinnu utan heimilis. Því er móðurhlutverkið skilgreint sem fjötur á konum, sem samfélaginu ber skylda til að leysa. Kommúnískir femínistar hvetja til að konur hafi börn sín á uppeldisstöðvum og heimsæki þau eftir þar til settum reglum.
- Kristinn femínismi herbergjar mörg afbrigði af ólíkum skoðunum kirkjudeilda og einstaklinga á stöðu konunnar og á frjálsum vilja hennar og siðferðisvitund. Er frjáls siðferðisvitund syndsamlegur farvegur freistarans að mannssálinni eða er hún leiðin að uppfyllingu fyrirheita um samfélag með Guði?
- Póstmódernískur femínismi gagnrýnir og hafnar patentlausnum þeirra sem höggva í stein einfaldaðan stórasannleika og skúffukenningar um orsakir kvennakúgunar. Gagnrýni þeirra getur orðið svo óvægin að talsmenn annarra gilda verða orðlausir.
Þegar einhver segir ég er femínisti finnst mér eðlilegt að spyrja: femínisti hvað?Að auki hendir að fólk þjakað af refsihneigð og flengingaþörf reynir að göfga vanlíðan sína undir hylmingu femínisma og svala henni þannig með árásum á einstaklinga.Það fólk veldur skaða og kemur óorði á femínisma eins og ofneytendur á brennivín.
Davíð heilsaði ekki forseta Hæstaréttar, ja hérna ...
3.4.2012 | 08:48
Vonsku Davíðs Oddssonar, fyrrum forsætisráðherra, virðast hafa verið lítil takmörk sett. Nú hefur blaðamaður farið ofan í pólitískar stöðuveitingar í Hæstarétti og fundið út að allt hafi þar riðlast vegna mannsins. Í morgunútvarpi rásar 2 mátti heyra eitthvað um greinina sem birtast mun á morgun og viðtal var við Sigríðu Dögg Auðunsdóttur, blaðamann og höfund greinarinnar.
Hún rakti málavexti allt aftur til dóma Hæstaréttar 1998 og 2001 sem Davíð á að hafa mislíkað.
Hún á þó að hafa rætt við núverandi og fyrrverandi starfsmenn réttarins. Hæstaréttardómarar eru 12 en voru 8 meðan Davíð var forsætisráðherra. Allt eru þetta nafnkunnir menn og konur og því gagnslítið að skýla sér á bakvið nafnleynd nema því aðeins að höfundur hafi talað við t.d. helming dómara. Lítur þá málið öðru vísi út.
Höfundur nefnir að Davíð hafi ekki heilsað Guðrúnu Erlendsdóttur, forseta hæstaréttar, við opinber tækifæri í heilt ár eftir að tiltekinn dómur féll. Vá ... Hver skyldi hafa verið til frásagnar um þetta, Guðrún eða einhver annar?
Bandalag ku hafa myndast innan Hæstaréttar, Markús Sigurbjörnsson, sem er núverandi forseti réttarins, gegn Ólafi Berki Þorvaldssyni og Jóni Steinari Gunnlaugssyni. Sem sagt Markúsarmenn og Davíðsmenn. Jón Steinar mun hafa verið með meira en helming sérálita í dómum réttarins frá því hann var skipaður þangað. Sé það merki um flokkadrætti að Jón Steinar hafi skilað séráliti þá skil ég það ekki né heldur hvernig það snertir Davíð Oddsson.
Allt finnst mér þetta dálítið sérkennilegt hjá höfundinum og því bíð ég auðvitað eins og aðrir spenntur eftir enn einni árásinni á Davíð Oddsson og hvernig hann hefur stundað skemmdarstarfsemi innan Hæstaréttar, til dæmis með því að heilsa ekki forseta réttarins.
Í lokin var Sigríður Dögg spurð að því hvort hún hefði talað við Davíð við gerð greinarinnar.
Hún svaraði stuttlega, nei!
Þá hafa líklega fleiri en ég brosað út í annað.
En það er flott PR að fara í morgunútvarpið og kynna blaðagrein sem birtast á daginn eftir. Og ekki er ég hissa á útvarpsmönnum að falla fyrir enn einni sönnuninni um vonsku Davíðs.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hlýr vetur að baki
2.4.2012 | 09:38

Sumum hefur fundist þessi vetur harla erfiður og kaldur. Má vera að svo sé miðað við þá sem að undan hafa gengið. Hins vegar held ég að við Íslendingar séum orðnir of góðu vanir og viljum eiginlega hafa sumarhita að vetrarlagi. Ég geri hins vegar kröfu um kaldan vetur og mikla snjóa.
Sá ágæti bloggari Emil Hannes Valgeirsson skrifaði skemmtilegt blogg í gær um vetrarhita og birtir þar þetta súlurit yfir hitastig vetrarins frá því í nóvember og út mars.
Af myndinni má ráða að allt þetta væl um kaldan vetur fær eiginlega ekki staðist. Yfirgnæfandi fjöldi vetrardaga var hlýr og bara nokkrir kaldir, þá helst þarna yfir mánaðarmótin nóvember-desember. Niðurstaðan er því sú að þetta hefur hingað til verið fínn vetur, en honum er allst ekki lokið. Apríl getur verið grimmastur mánaða, eins og fram kemur í bloggi Sigurðar Þórs Guðjónssonar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vanhæfur stjórnarmeirihluti klúðrar málum - enn einu sinni
30.3.2012 | 08:40
Þetta mun ekkert stoppa okkur í því að hafa samráð við fólkið í landinu um gerð stjórnarskrár.
Þetta segir Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis, þegar ljóst var að stjórnarmeirihlutinn hafði klúðrað atkvæðagreiðslunni um drug stjórnlagaráðs um stjórnarskrá.
... samráð við fólkið í landinu ... Þetta kemur frá forystumanni í norrænu velferðarstjórninni sem hefur sjálfstætt og óhikað lækkað meðallaunin í landinu, hækkað skatta, reynt að veðsetja landið margsinnis vegna Icesave, ekkert gert til að lækka atvinnuleysið, hrakið atvinnulausa út úr landi, neitað að styðja við bakið á skuldsettum heimilum vegna ólögmætra gengislána, neitað að koma til móts við almenning vegna verðtryggingar húsnæðislána og listinn er miklu lengri.
Varðandi stjórnarskránna. Hefur enginn leyfi til að tjá sig á Alþingi um stjórnarskrárbreytingar nema stjórnlagaráð? Að minnsta kosti hefur þingmönnum ríkisstjórnarinnar verið bannað að gera það.
Það sjá allir í gegnum svona orðavaðal eins og hjá Valgerði Bjarnadóttur. Málið var illa undirbúið, spurningar leiðandi og fyrirsjáanlegt að ekkert var hægt að gera við niðurstöður úr skoðanakönnuninni samhliða forsetakosningunum. Málatilbúnaðurinn var allur í þá átt að beina athygli landsmanna frá vanhæfri ríkisstjórn.
Hins vegar eru margir þess fullvissir að ekkert mun stoppa ríkisstjórnarmeirihlutann í vegferð hans gegn lífskjörum almennings.
![]() |
Ekki kosið samhliða forsetakjöri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er nóg að vera snoppufríður frambjóðandi?
25.3.2012 | 17:21

Útsvar, Kastljós og fréttakynningar í sjónvarpi opna leiðina í forsetaembætti fyrir snoppufríðar stelpur. Hinar sitja eftir, þær sem ekki teljast hafa útlitið með sér og þær sem ekki hafa fengið svona fína sjónvarpsþætti til að spóka sig í. Og hvað hefur Þóra Arnórsdóttir sér til ágætis? Ugglaust er það fjölmargt rétt eins og allir aðrir sem þó hafa ekki haft sjónvarpið til hjálpar.
Hins vegar er ekki svo að hún hafi kynnt sig með öðru en spurningalista sem aðrir hafa samið, fréttapistlum sem hún eða aðrir eiga höfundaréttinn að og lestur frétta annarra. Niðurstaðan er einfaldlega sú að sjónvarpið opnar dyr jafnt fyrir þá sem ekkert hafa til brunns að bera sem og þá sem hafa það. Og hvað veit fólk um konuna. Þegar öllu er á botninn hvolft vita fæstir neitt um Þóru, hún er bara þekkt nóboddí eins og sumir fjölmiðlamenn segja stundum um óþekkta einstaklinga.
Vissulega vakti Kristján Eldjárn athygli á sér fyrir þættina Muni og minja í sjónvarpinu. Munurinn á honum og öðrum er að að hann var höfundurinn, samdi þættina og kynnti. Hann var þekktur í sínu starfi, höfundur bóka og rita í faginu. Ekki var hann beinlínis snoppufríður enda aldrei spurt um það á þeim tíma.
Hver ertu og hvað hefurðu gert? hljóta kjósendur að spyrja - en margir gera það ekki. Sumir lesa bara fyrirsagnirnar, hlusta ekki á fréttir, þekkja bara fræga fólkið í gegnum Séð og heyrt og lesa Allt for damene.
Því miður hefur enginn hefur farið þess á leit við Sigmar Guðmundsson að hann gefi kost á sér til forseta. Hann er líklega ekki nógu snoppufríður til að eiga hættu að að skorað verði á hann. Veltum því fyrir okkur eitt stundarkorn hvernig leikar myndu nú fara ef þau tvö Útsvars- og fréttamennirnir Þóra og Sigmar myndu gefa kost á sér. Ég myndi veðja á Fríðu en ekki dýrið en persónulega myndi ég kjósa hvorugt, frekar einhvern sem ég þekkti einhver deili á. Gef sem sagt ekkert fyrir útlitið, snoppufrítt eða hitt.
![]() |
Kurteisi að íhuga framboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvulinkir sem auðvelda manni lífið
25.3.2012 | 12:22
Ég á mér mörg áhugamál og nota tölvuna óspart til að halda tölu á öllum áhugaverðum tenglum sem ég hef komið mér upp. Ætla má að ég sé með hátt í eitt þúsund tengla á Safari vafranum mínum. Þá hef ég flokkað eftir efni.
Daglega fer ég inn á fjölmarga vefi, en reyni helst að nýta mér RSS þjónustuna. Flestir bloggarar hafa sett RSS linka á síðuna sína og því kemur sjálfkrafa tilkynningu um nýja pistil. Þetta er til mikils hagræðis og þæginda. Reyndar veldur það mér ferlegum leiðindum að nokkrir góðir pistlahöfunda gera þetta ekki og þar af leiðandi gleymir maður þeim oft.
Hér til hliðar hef ég sett nokkra af mínum eftirlætisbloggum. Ég hef flokkað þau í
- Áhugavert
- Fjármál
- Fyrirtæki
- Jarðfræði
- Stjórnmál
- Sveitarfélög
- Veðurfræði
Eflaust get ég bætt við enn fleiri flokkum. Ég nota Makka tölvu og er með tugi tengla um þessar tölvur og nota suma reglulega. Fjölda tenglar eru í flokkum um ferðaþjónustu, fjöll og landsvæði, hlaup, ljósmyndir, náttúruvernd, óbyggðir og örnefni, útiveru og ferðalög, byggðamál og fleira og fleira. Það er langt í frá að ég fari reglulega inn á fjölmarga tengla en mér þykir gott að geta náð í efni og upplýsingar með skömmum fyrirvara ef á þarf að halda.
Eru Húnavellir í eða á Svínavatni?
24.3.2012 | 18:15
Varla munu Húnvetningar samþykkja upphaf þessarar frétta enda skjöplast Mogganum mínum enn einu sinni í landafræðinni og það ekki í fyrsta sinn.
Húnavellir eru að minnsta kosti rúman einn kílómetra frá strönd Svínavants eins og glögglega má sjá á meðfylgjandi korti frá Samsýn á ja.is. Gula línan er mælilína sem ég setti inn á kortið og er nákvæmlega 1,15 km.
Fyrir utan þessa meinlegu villu er ekki hægt að segja að vélsleðamaður hafi farið niður um ís á Svínavatni á Húnavöllum nema því aðeins að Húnavellir séu á ísnum eða fljótandi á vatninu sem er vissulega ekki reyndin.
Svo efast ég um að lesendur viti hvað F1-Rauður er, því sagt er að björgunarsveitirvoru kallaðar út á F1-Rauðum þar sem óttast var að maðurinn myndi kólna hratt niður í vatninu. Kannski er sá rauði bíll, fjórhjól eða jafnvel snjóbíll. Hver veit?
Hitt er nokkuð auðskiljanlegt að sá sem fellur í vök á ísilögðu vatni mun án efa kólna mjög hratt (hvorki upp né niður).
![]() |
Annríki hjá björgunarsveitum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Má ég biðja um Sigurð Árna í embætti biskups?
23.3.2012 | 21:32

Sr. Sigurður Árni Þórðarson, prestur í Neskirkju, er mikill kennimaður, sómamaður og ljúfur í eðli sínu. Hann er margfróður enda víðlesinn.
Ekki aðeins er hann góður prestur heldur þekkir vel til um allt land, hefur ferðast og gengið á fjöll og ann náttúru landsins rétt eins og títt er um þá sem þekkja hana af eigin raun.
Ég hef verið þess heiðurs aðnjótandi að kynnast sr. Sigurði Árna og Elínu konu hans. Eftir þau kynni tel ég hann nafna minn verða góðan biskup þó svo að ég hafi það nú ekki beinlínis á takteinum hvernig góður biskup á að vera. Veit þó það að hvur setur mark sitt á það starf sem hann gegnir og viss er ég um að eðlislægir kostir Sigurðar eru slíkir að hann mun verða embættinu til mikils sóma.
Þó Sigurður sé drengur góður á hann sér betri hlið og það er hún Elín Jónsdóttir, kona hans. Hún er mikill skörungur, skarpgreind og eins og maður hennar, víðlesin og margfróð.
Þau Sigurður og Elín kynntust fyrir algjör tilviljun í fjallaferð með Ferðafélagi Íslands. Þá var eins og æðri máttarvöld hefðu tekið sig til og fært þau saman. Þó hér hafi verið stiklað á heldur háfleygan hátt um þau skötuhjú verður þá að fylgja með að þeim fylgir engin mærð eða vella. Þau eru hláturmild, hafa gaman af græskulausu gamni og ekki síst taka þau sig mátulega hátíðlega.
Mikið væri nú gaman að breyta svolítið til og fá nýja kynslóð í embætti biskups, helst náunga eins og Sigurð Árna, mann sem hlustar og skilur og getur fært kirkjuna nær þjóðinni. Þá yrði breyting sem skiptir máli. Persónulega held ég að biskupskjör sé ekki spurning um kynferði heldur mannkosti.
![]() |
Vilji til að sjá konu sem biskup |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
PR snillingurinn sem fór að pissa
23.3.2012 | 08:45
Hér áður fyrr fyrir tíma fésbókarinnar hefðum við Össur Skarphéðinsson gert okkur erindi og gengið út til að ,,pissa«, en í leiðinni hringt erindið til fréttamanna og engum þótt merkilegt að svo stór frétt færi strax í loftið.
Þetta segir Guðni Ágústsson, fyrrum landbúnaðarráðherra og alþingismaður. Hann lagði grunn að tilveru sinni sem stjórnmálamanni með því að leka fréttum í fjölmiðla. Hvers vegna þjáðist hann af þessum króníska lekanda? Einfaldlega vegna þess að hann vildi upphefja sjálfan sig. Mörgum þingmönnum nægði ekki að komast í fréttir af verðleikum sínum, þeir trönuðu sér fram í fjölmiðlum eins og þeir mögulega gátu.
Þingmaður einn í liði Sjálfstæðisflokksins átti það til að fara af þingflokksfundum á salernið og gall þá oft í samflokksmönnum hans: Jæja, nú kemur þetta í DV!
Eða þingmaður Alþýðubandalagsins sem aldrei gat setið á sér og lak öllu sem tengst gat nafni hans á jákvæðan hátt í fjölmiðla. Sá gegnir nú háu embætti.
Í þennan hóp er Guðni Ágústsson. Snillingurinn í PR málum sem fór af fundum til að pissa en lak í fjölmiðla. Skammgóður vermir ... eða var hann varanlegur.
![]() |
Guðni Ágústsson: Nú þykir mér týra á tíkarskarinu, á Alþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Valgerður á móti þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave
22.3.2012 | 14:27
Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, var ósátt við að þingmenn vildu ekki samþykkja ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur um breytingar á stjórnarskrá, á hundavaði.Á Alþingi í gær [miðvikudag] sagði Valgerður:
Við erum hér að leita álits þjóðarinnar og ætlum að gera það 30. júní ef að þingið samþykkir. Og ég skora á þingmenn að vera ekki hræddir við fólkið í landinu og skoðanir þess.
Hér skal látið liggja á milli hluta að hin ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla hefði í raun orðið marklaus, miðað við þær spurningar sem Valgerður Bjarnadóttir vildi að lagðar yrðu fram. En það er hreint magnað að þingmaður sem lagðist gegn því að Icesave III yrði borin undir þjóðina skuli væna þingmenn, sem hafna því að fara á hundavaði yfir stjórnarskránna, um að hræðast fólkið í landinu og skoðanir þess.Allir þingmenn Samfylkingarinnar, þar með talin Valgerður Bjarnadóttir, ásamt flestum þingmönnum VG, felldu tillögu Péturs H. Blöndals, 16. febrúar 2011 um að Icesave-samningurinn (nr III) myndi ekki öðlast gildi nema með samþykkti meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá hræddist Valgerður og ríkisstjórnin öll fólkið í landinu og skoðanir þess. Og það ekki að ástæðulausu.Stundum er talað um að kasta steinum úr glerhúsi.
Hér er tekið undir hvert orð Óla Björns.
Norðurljósin draga að eins og hvalirnir
22.3.2012 | 10:10

Norðurljósin eru svo sjálfsögð í augum og skilningi okkar Íslendinga að við áttum okkur ekki alveg á þörf eða löngun fólks sem býr sunnar á hnettinum í að skoða þetta furðufyrirbæri. Og það er rétt að norðurljósin eru furðufyrirbæri rétt eins og regnboginn eða skýjafarið. Og hverju skyldi nú hafa dottið í hug að gera þessa þörf að féþúfu.
Fyrir tæpum tuttugu árum datt einhverjum í hug að bjóða ferðamönnum upp á siglingu í til að skoða hvali. Þetta gerðu til dæmis þeir Tryggvi Árnason á Höfn í Hornafirði og Ásbjörn Björgvinsson á Húsavík. Á síðarnefnda staðnum hefur hvalaskoðun orðið að stóreflis rekstri sem veltir gríðarlegum fjárhæðum. Frá Höfn reyndist hvalaskoðunin erfiðari og lagðist fljótt af.
Á meðfylgjandi súluriti má sjá hversu gríðarlegur vöxtur hefur verið í aðsókn að hvalaskoðun á landinu frá því 1995. Á síðasta ári voru farþegar í þessum ferðum meira en 120.000.
Hver veit nema aðsókn í að skoða norðurljósin vaxi með álíka hraða? Árið 1997 voru til dæmis farþegar í hvalaskounarferðum aðeins 20.000 manns, svipað eins og komu í fyrra í norðurljósaskoðun.
![]() |
22.000 farþegar skoðuðu norðurljósin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Svona má ljúga með hálfsannleika
21.3.2012 | 13:39

Varð næstum fyrir bíl ...
21.3.2012 | 09:09

Mikið óskaplega er fréttamat DV gott og drjúgir eru blaðamenn þess í rannsóknarblaðamennsku sinni. Blaðið á skilið að fá öll þau verðlaun sem í boði eru fyrir þessa frétt:
Söngkonan Anna Mjöll Ólafsdóttir lenti næstum því fyrir bíl í síðustu viku í stórborginni Los Angeles þar sem hún býr. Söngkonan gekk í makindum sínum yfir götu og tók ekki eftir hraðskreiðum bíl sem nálgaðist á ógnarhraða. Blessunarlega náði bifreiðin að snarhemla rétt við fætur Önnu Mjallar.
Þetta hefði verið algjörlega mér að kenna, skrifar söngkonan á Facebook-síðu sína á dögunum. Hún segir að atburðurinn hafi verið vakning.Eins og greint hefur verið frá skildi Anna Mjöll nýrverið við hinn 91 árs gamla milljarðamæring Cal Worthington eftir nokkurra mánaða hjónaband.
Í heita pottinum í gær sá ég að maður nokkur fór á kaf. Illa hefði getað farið ef hann hefði ekki komið tímanlega upp. Þarf endilega að hafa upp á nafni hans og senda á DV.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Litla skrefið hans Ögmundar
21.3.2012 | 08:58
Hvorki þingsályktunartillaga Sivjar né frumvarp Ögmundar ganga eins langt og gert var ráð fyrir í mínu frumvarpi. Það má segja að menn séu sammála um nauðsyn þess að auka heimildir lögreglu en það er raunverulegur eðlismunur á þeim tillögum sem nú eru til umræðu og því sem ég var með í höndunum, sagði hann. Um frumvarp Ögmundar sagði hann: Fyrir Ögmund er þetta stórt skref en þetta er lítið skref fyrir þá sem hafa hugsað málið á öðrum nótum.
Þetta segir í grein um glæpastarfsemi í Morgunblaðinu í morgun og inni í það eru tilvitnuðu orðin hér að ofan við Björn Bjarnason fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Fyrir nokkrum árum var hreinlega hraunað yfir Björn sem leyfði sér að hafa áhyggjur af þessum málum. Forvirkar rannsóknir var frasinn sem fór svo illa fyrir brjóstið á vinstri mönnum. Þeir héldu að Björn ætlaði að stofna leyniþjónustu sem ætti að rannsaka starfsemi vinstri manna. Þetta hentaði þá í pólitíkinni en nú blasir við sú mynd sem hinum forvirku rannsóknum var ætlað að koma í veg fyrir að birtist nokkurn tímann.
Vandinn er glæpastarfsemin og til henni þarf að verjast. Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur látið hafa það eftir sér að sú glæpastarfsemi sem varað var við fyrir um tíu árum er hingað komin.
Og hvernig á að taka á málum nú. Telja menn virkilega að sú hugmynd að banna vélhjólasamtök skapi öryggi meðal almennra borgara? Getur úrsögn úr Schengen skipt einhverju máli? Eða þarf að taka til og byggja upp róttækar aðgerðir til að verjast þessum ófögnuði.
Víst er að innanríkisráðherra þarf að greikka sporið og taka þau stærri til að verjast þessum ófögnuði sem skipulögð glæpastarfsemi er.
VG hefur brugðist öllum meginmarkmiðum sínum
20.3.2012 | 08:48
Menn sem verja ekki sín helgustu vé eiga að víkja, þeir hafa misst trúnað og traust fjölmargra félaga sinna og skv. skoðanakönnunum helming kjósenda sinna. Forustan hefur brugðist öllum meginmarkmiðum sem Vinstri græn voru stofnuð til. Það er brýnt að skipta um forustu hjá VG og boða til kosninga þegar í haust. Að ári gætum við hreinlega þurrkast út af Alþingi Íslendinga. Það er eðlileg lýðræðisleg niðurstaða þegar forustan hefur yfirgefið öll meginmarkmið sem Vinstri græn voru stofnuð til að halda vörð um.
Afskrifaðir voru 14 milljarðar vegna Hörpunnar sem er slík sóun á almennafé að fáheyrt er. Jafnvirði Héðinsfjarðarganga. Forusta VG brást í Magma-málinu. Fjármálaráðherrann lá á málinu og Svandís Svavarsdóttir lét sér vel líka þrátt fyrir stór orð. Tvennar þjóðaratkvæðagreiðslur um Icesave (98% höfnuðu lögunum 6. mars 2010, kjörsókn 62,7%) vöktu fjármálaráðherrann ekki til meðvitundar á hvaða villigötur hann var kominn. Þingflokkurinn átti að kokgleypa Icesave-sullið á hálftíma. Forseti Íslands bjargaði okkur frá því að kyngja þeim beiska bikar og fól þjóðinni að velja sín örlög.
Jarðfræðingurinn Steingrímur þoldi ekki hugmyndir hagfræðingsins Lilju Mósesdóttur. Þær máttu ekki koma til skoðunar. Steingrímur og Katrín lögðu til í þingflokknum að Jón Bjarnason, ráðherra landbúnaðar og sjávarútvegs, viki úr ríkisstjórninni til að gera samstarfið liprara og geðþekkara forustu ESB. Þá var mælirinn fullur.
Ég hef lengi undrast langlundargeð hins almenna flokksmanns í Vinstri grænum, hversu mikið hann lætur yfir sig ganga. Ljóst má vera af orðum Harðar Ingimarssonar að honum þykir nóg um. Hins vegar er þó alveg skýrt að forystan fer sínu fram hvað svo sem Hörður segir. Þannig hefur það verið á fundum að flokkurinn kokgleymir allt sem forystan vill og menn eins og Hörður hafa hvorki styrk eða dugnað til að standa upp í hárinu á afvegaleidri forystunni. Og flokksmenn rétta síðan upp hönd og samþykkja loðnar yfirlýsingar sem leyfa Steingrími og félögum að fara sínu fram. Hjarðhegðun flokksmanna VG er með ólíkindum.
Þrátt fyrir allt tuðið í Herði hefur hann rétt fyrir sér að einu leiti þegar hann segir: Að ári gætum við hreinlega þurrkast út af Alþingi Íslendinga. Staðreyndin er nefnilega sú að enginn annar flokkur hefur farið jafn illa með flokksmenn sína, þingmenn, almenna félaga og kjósendur, á jafn stuttum tíma eins og Vinstri grænir. Svikið eiginlega allt sem einn stjórnmálaflokkur ætti að halda í heiðri. Slíkur flokkur fær slæma útreið í kosningum.
Ríkisstjórnin lofar og lofar en ekkert breytist
19.3.2012 | 09:36
Birgir Ármannsson, alþingismaður, færir rök fyrir því að atvinnuástandið í landinu hafi ekkert breyst þrátt fyrir hina norrænu velferðarstjórn. Hann tekur saman fjölda þeirra sem eru með fulla atvinnu og segir þá hafa verið í þessum mánuðum:
- 160.700 í febrúar 2012
- 160.600 í febrúar 2011
- 163.700 í febrúar 2010
- 163.800 í febrúar 2009
Og Birgir segir þetta:
Frá því núverandi ríkisstjórn tók við völdum fyrir rúmum þremur árum hefur forsætisráðherra hvað eftir annað gefið yfirlýsingar um að atvinnumálin séu í forgangi og að aðgerðir stjórnarinnar muni skila þúsundum starfa á næstu misserum.
Hann telur síðan upp loforð Jóhönnu Sigurðardóttur sem eru þessi:
- Í mars og apríl 2009 talaði forsætisráðherra um að nýjar tillögur í atvinnumálum myndu skila 6.000 ársverkum á næstunni, þar af um 2.000 í tengslum við orkufrekan iðnað.
- Haustið 2010 var forsætisráðherra svolítið varkárari og talaði um 3.000-5.000 ný störf á næsta ári (2011).
- Í febrúar 2011 ræddi ráðherrann sérstaklega um uppbyggingu í orkuöflun og nýtingu og aðrar stórframkvæmdir, svo sem í samgöngumálum. Þá sagði hún: Þessi verkefni öll gætu skapað 2.200 til 2.300 ársverk fljótt og 500 til 600 varanleg störf við framtíðarrekstur.
- Við sama tækifæri sagði hún líka: Við verðum að skapa hér 10 til 15 þúsund ný störf á næstu árum.
Í ljósin þessara fullyrðinga vekur furðu að þeir sem eru með fulla atvinnu séu ekki um 10.000 fleiri, þ.e. tæplega allir þeir sem eru nú á atvinnuleysisskrá.
Niðurstaða hins hógværa og málefnalega þingsmann, Birgis Ármannssonar, er þessi:
Ljóst virðist að í þeim tilvikum sem ný störf hafa orðið til á þessum þremur árum hafa önnur tapast. Sú niðurstaða hlýtur að verða bæði ríkisstjórn og Alþingi umhugsunarefni á næstunni. Það er ekki nóg að tala um að fjölga beri störfum ef raunveruleg stefna stjórnvalda og lagasetning á Alþingi miðar í aðra átt. Það er til lítils að lofa atvinnuuppbyggingu en stórauka á á sama tíma álögur á atvinnulífið, hamla gegn fjárfestingu og reisa sífellt hærri þröskulda gagnvart öllum framkvæmdum í landinu. Stjórnarstefna af því tagi skilar ekki neinum árangri. Hún er ávísun á áframhaldandi stöðnun.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er hægt að sakfella mann fyrir "eitthvað"
16.3.2012 | 15:15
Það er að sjálfsögðu annað form á meðferð þessara mála heldur en í hefðbundnum sakamálum.Sigríður segir ekki hafa verið ástæðu til skýrslutöku eða sjálfsagðrar rannsóknar þegar búið var að ákveða ákæru með þingsályktun. Sigríður segir að sem saksóknari hafi hún verið bundin við ályktun þingsins um það hvað mátti ákæra fyrir.
Krafan á Geir er að hann hefði átt að grípa til einhverra aðgerða til að draga úr tjónshættu, draga úr stærð bankanna, segir Sigríður.
![]() |
Yfirlýsing Geirs H. Haarde |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ákæruvaldið fullyrðir án vitneskju
16.3.2012 | 10:33
Það verður ekki ráðið að rannsakað hafi verið á nokkurn hátt af hálfu ákæruvaldsins að hvaða leyti þessar aðgerðir voru raunhæfar. Hvaða áhrif hefði t.d. stórfelld eignasala fyrir tilstilli stjórnvalda getað haft á orðspor bankanna. Ákæruvaldinu bar að rannsaka þetta. Sakfelling verður ekki byggð á hreinum getgátum eða eftiráskýringum. Umrædd hætta sem steðjaði að ríkissjóði hvergi skilgreind.
Svo segir Andri Árnason, lögmaður Geirs H. Haarde fyrrum forsætisráðherra, fyrir landsdómi í morgun í endursögn blaðamanna Morgunblaðsins. Í þessum orðum endurspeglast stór hluti málssóknar meirihluta Alþingis. Hér er um að ræða atlögu að pólitískum andstæðingi. Saksóknari veit það en engu að síður heldur hann málinu áfram - eiginlega í blindni. Orð eru marklaus ef engin rök fylgja.
Tiltölulega auðvelt er að færa sönnur á að gáleysislegt aksturlag bílstjóra hafi getað skapað hættu fyrir aðra í umferðinni. Eða að meðferð eldfimra vökva hafi verið ábótavant. Allir vita hvaða afleiðingar slíkt getur haft.
Málið þegar á að sýna fram á hvað fyrrum forsætisráðherra hefði átt að gera til að koma í veg fyrir hrunið. Átti hann og meirihluti Alþingis að ráðast að bönkunum með löggjöf sem hefði knúð þá til sölu á eignum eða flutning úr landi á hluta eða öllu leyti. Hætt er við því að afleiðingarnar hefður orði þær að bankarnir hefðu fallið, svo illa sem þeir sannarlega stóðu á árinu. Hver bæri þá ábyrgðina?
Það er einfaldlega ekki hægt að ákæra mann og segja að hann hefði átt að gera eitthvað. Útskýring og nánari rökstuðningur á þessu einhverju þarf nauðsynlega að fylgja.
Hins vegar er þessi röksemdafærsla Andra lögmanns í bergmáli frá tísti blaðamanna Morgunblaðsins alveg óborganleg:
Bankar eiga engan lögvarinn rétt á því að fjármunum skattborgara sé varið til björgunar þeirra.
Er þetta ekki kjarni málsins?
![]() |
Brot á góðri ráðsmennsku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Höfuðsynd hve fast hann blés í flautuna
16.3.2012 | 09:14
Í nýlegri mynd um Margréti Thatcher bendir hún andstæðingum sínum í breska þinginu á að beina athyglinni að því hvað hún segi, fremur en að því hvernig hún segi það. Telur járnfrúin að skoðanir hennar myndu við það verða andstæðingum hennar að meira gagni.
Fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri er sakaður um að bera ábyrgð á hruninu, sem Geir H. Haarde er sakaður fyrir Landsdómi um að hafa ekki gert fullnægjandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir.
En í raun er höfðusynd Davíðs Oddssonar ekki fólgin í því hverju hann varaði við né hve fast hann blés í flautuna. Honum er fyrst og fremst legið á hálsi fyrir að vera það sem hann er. Hann var stjórnmálamaður sem stýrði Íslandi á lengsta efnahagslegu framfaratímabili í sögu lýðveldisins. Slíkt er ófyrirgefanlegt. Á þeirri vegferð allri kom í ljós að maðurinn var ekki skaplaus. Honum rann í skap, þegar hann sá árangrinum, sem þjóðin hafði náð undir hans stjórn, stefnt í voða. Og hann virðist hafa skipt skapi þegar hann fékk fátækleg viðbrögð við áhyggjum sínum. Mörgum hefur hitnað í hamsi af minna tilefni.
Viðvörunum seðlabankastjóra bar að hennar mati að taka með fyrirvara. Skipti þá engu að Seðlabankinn og bankastjórnin í heild stóð í einu og öllu að baki þess mats að mikil hætta steðjaði að ís- lensku efnahagslífi vegna veikrar stöðu bankanna. Utanríkisráðherrann þáverandi var ekki einn um að láta persónulega afstöðu sína og andúð á seðlabankastjóra auka sér dómgreindarleysi. Menntamálaráðherrann taldi ekki ástæðu til að seðlabankastjórinn dramatíseraði þegar ríkisstjórnin var komin sýnu nær bjargbrúninni haustið 2008!Dómgreind beggja brást vegna þess hver talaði og hvernig. Skilaboðin náðu ekki eyrum þeirra vegna fordóma. Það sem er þó athyglisverðast er að þetta dómgreinarleysi ráðherranna hlýtur eins konar löggildingu í rannsóknaskýrslu Alþingis, sem er grundvallarplagg fyrir Landsdómi.
Þjóðarsátt um vanhæfa ríkisstjórn
15.3.2012 | 14:29
![]() |
Vill þjóðarsátt um gjaldmiðil |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |