Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2012

Vinnslustöðin snýst til varna

Vinnslustö#99E17

Loksins hefur útgerðarfyrirtæki gripið til skynsamlegra varna vegna gengdarlauss áróðurs ríkisstjórnar, þingmanna hennar og ýmissra annarra. Á vegum ríkisstjórnarinnar er vegið harkalega að fyrirtækjum í útgerð og fiskvinnslu með því að hóta nýrri skattlagningu undir yfirskini auðlindagjalds. Þessi nýja skattlagning er hins vegar ekkert annað en landsbyggðaskattur. Hann mun að langmestu leyti hafa lamandi áhrif á fólk og fyrirtæki í stórum og smáum byggðum í kringum landið og valda flótta til SV hornsins. Munum að svokallað auðlindagjald er skattu og ríkisstjórnin mun taka stærsta hluta hans í eyðsluhít sína.

Allir mótmæla, heimamenn og ekki síður fræðimenn en ríkisstjórninni verður ekki haggað. Í dag birtist mjög lagleg auglýsin frá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Í henni segir fyrirtækið frá stefnu sinni í rekstrinum undir yfirskriftinni Virðing, sjálfbærni, velferð. Þó svo að betur hefði mátt vanda textagerð í auglýsingunni er markar hún tímamót og er andsvar á hóflegum nótum sem byggja á samfélagslegri ábyrgð.

Ég efsast ekki um að rekstur Vinnslustöðvarinnar sé í anda þess sem segir í auglýsingunni:

Gildi stjórnenda og starfsmanna Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum eru að hafa virðingu, sjálfbærni og sanngirni að leiðarljósi í starfsemi sinni til að skapa félaginu og samfélaginu velferð og farsæld. Það gerist meðal annars með því að 

  • umgangast og nýta auðlindir hafsins með virðingu og skynsamlegri sókn.
  • stjórna ferli veiða, vinnslu og markaðsmála allt til neytandans þannig að saman fari kröfur um gæði, ábyrgð og afrakstur í starfseminni.
  • stuðla að sjálfbærni auðlinda og samfélags, styrkja innviði byggðarlags síns og velferð þjóðarinnar allrar.
  • leitast við að láta gagnkvæma sanngirni ríkja í samskiptum, jafnt inn á við sem út á við.
  • stuðla að arðsömum rekstri svo menn njóti ávöxtunar af vinnuframlagi sínu og skapi um leið forsendur þess að félagið fái staðið undir samfélagslegri ábyrgð sinni.
  • bera virðingu fyrir neytendum sjávarfangs og leitast ætíð við að tryggja að vörumerkið VSV sé öruggt tákn um góðar og hollar afurðir.
  • virða hvert annað, einnig þá sem starfa í sjávarútvegi og í þjónustu- og viðskiptagreinum sjávarútvegsins. 

 




Fara þarf eftir dómum hæstaréttar

Skil á lyklum er ekki lausn, slíkt er neyðarúrræði fyrir afar lítinn minnihluta. Verkefnið er miklu stærra en ríkisstjórnin hefur reynt að þegja það í hel. Málið snýst um að vinda ofan af skuldavandanum rétt eins og margir dómar hæstaréttar hafa hnigið. Bankar og fjármálastofnanir þurfa að fara eftir þeim eða knýja þá til þess. Ríkisstjórnin er hluti vandans, við þurfum að koma henni frá sem fyrst.
mbl.is Skuldarar geti skilað lyklunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Traustur og góður maður gefur kost á sér

920101_Fimmv_r_4D497

Ég gæti vel hugsað mér að styðja Ara Trausta Guðmundsson til forseta. Þekki hann ekki persónulega en hef haft örlítil samskipti við hann í gegnum árin. Hann er sonur Guðmundar frá Miðdal, Einarssonar, sem var einn af forvígismönnum Fjallamanna á sínum tíma. Við Útivistarmenn eignuðumst skála Fjallamanna á Fimmvörðuhálsi og endurbyggðum hann árið 1990 til 1991. Að skálabyggingunni kom Ari Trausti og bróðir hans Egill, sem er arkitekt og teiknaði hann nýja skálann í anda þess gamla samkvæmt óskum okkar.

Í tuttugu ár hefur þessi skáli staðið í tæplega 1100 metra hæð fjölda ferðamanna til trausts og öryggis og mikilsverð minning um Fjallamenn og Guðmund frá Miðdal.

Fyrir um tíu árum gaf ég út bók um gönguleiðina yfir Fimmvörðuháls. Ari Trausti var svo vænn að lesa handritið yfir og gerði hann nokkrar góðar athugasemdir sem ég tók fullt tillit til. Fyrir það er ég mjög þakklátur ekki síst vegna þess að bókin verður gefin út aftur núna í byrjun maí.

Ari Trausti hefur víða komið við. Hann er vandaður maður, góður vísindamaður, vel ritfær og hefur einstaklega góða rödd eins og þeir þekkja sem hlustað hafa á hann í útvarpi eða sjónvarpi. Svo er hann góður fjallamaður sjálfur og hefur víða of farið rétt eins og hann á kyn til.

Þó svo að hann sé gamall kommi veit ég að margir sjálfstæðismenn geta hugsað sér að styðja hann í komandi forsetakosningum. Dæmi eru um að undarlegustu vinstri menn hafi bara reynst ágætir forsetar. 


mbl.is Ari Trausti ætlar í framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar, góður dálkur í Mogganum

Embla

„Íslendingar“ nefnist dálkur í Morgunblaðinu sem dyggir lesendur þess hafa áreiðanlega tekið eftir. Hann er að mínu mati einn skemmtilegasti hluti blaðsins, skrifaður af mikilli útsjónarsemi og góðum stíl.

Hvernig er hægt að gera ættfræði áhugaverða? Jú, á þann hátt sem umsjónarmaður dálksins, Kjartann Gunnar Kjartansson, blaðamaður og sagnfræðingur gerir. Auðvitað hefur ættfræðin liðið fyrirumfjöllunarefnisins. Hver hefur áhuga á dánu fólki, forfeðrum okkar aftur úr öldum? Jú, eftir því sem við verðum eldri og skynsamari vex áhuginn á eigin uppruna og annarra. Kjartan setjur ættfræðina í samband við samtímann og blandar um leið saman gömlu og nýju. Með því móti nær hann áreiðanlega til yngra fólks. 

Í dag fjallar hann um hina geðþekku knattspyrnukonu Emblu Grétarsdóttir, sem þó er varla orðin þrítug en er mikil afrekskona. Hann rekur ættir hannar á einfaldan hátt með ættartré og á síðan viðtal við hana. Embla fæddist á elliheimili ... en vakti ung athygli hjá Sindra fyrir knattspyrnuhæfileika sína. Meira að segja ég man eftir henni frá því að ég bjó á Höfn fyrir um þrettán árum. Auðvitað man ég betur eftir Grétari Vilbergssyni, föður hennar, hressari og skemmtilegri maður er vart til. Sama á við hana Ragnhildi, eiginkonu hans og móður Emblu.

Meginuppistaða dálksins er ein stór viðtalsgrein. Síðan ef lítill þáttur sem nefnist Merkir Íslendingar, í dag er til dæmis sagt frá Indriða G. Þorsteinssyni, rithöfundi og blaðamanni, föður Arnaldar metsöluhöfundar og Friðrik, fréttamann á Stöð2.

Maður staldrar alltaf við dálkinn hans Kjartans og skoðar hann, fræðist og hefur ánægju af.  


Góð grein Tryggvar Þórs um auðlindagjaldið

Ef ekkert er gert myndi fjara undan fyrirtækinu og það verða gjaldþrota á 3-4 árum. En auðvitað væri það óábyrgt hjá stjórnendum fyrirtækisins að fljóta á þann hátt sofandi að feigðarósi. Líklegra er að þeir myndu leita allra leiða til að hagræða og losna við skuldir sem reksturinn stendur ekki lengur undir. Sennilega væri skynsamlegt að selja frá sér kvóta til að greiða niður skuldirnar. Við það þyrfti að fækka skipum og draga saman í landvinnslu. Segja upp fólki. Þá væri hægt að selja eitthvað af skipum og greiða enn meira af skuldum.
 
Tryggvi Þór Herbertsson skrifar afskaplega málaefnalega og skilmerkilega grein í Moggann í morgun sem hann nefnir „Fall Fjarðarbyggðar“. Í henni rekur hann líklegar afleiðingar frumvarpa ríkisstjórnarinnar um breytingar á fiskveiðilögum og er ofangreind tilvitnun úr greininni.
 
Tryggvi tekur rekstrarreikning útgerðarfyrirtæksins Ramma hf. á Siglufirði og heimfærir upp á hann afleiðingar frumvarpanna. Þá kemur í ljós að hagnaður fyrirtæksins upp á 638 milljónir króna breytist í tap uypp á 74 milljónir. Og reiknaður tekjuskattur og veiðileyfagjald hækkar aðeins um 203 milljónir króna, fer úr 357 milljónum í 916 milljónir.
 
Eigendur fyrirtækisins geta auðvitað ekki sætt sig við taprekstur og munu því leita leiða til að koma fyrirtækinu í rekstrarhæft horf. Það verður ekki gert öðru vísi en að selja tvo þriðju tæplega 14000 tonna kvóta, segja upp 200 starfsmönnu sem í dag eru 300 og því mun án efa fylgja minni umsvif og samlegðaráhrif fyrir Fjallabyggð.
 
Þetta er í hnotskurn sú staða sem útgerðarfyrirtæki landsins standa frammi fyrir verði frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á fiskveiðilögum að veruleika. Eins og ég hef áður rakið eru þessi frumvörp lög um skattheimtu undir því viðkunnalegu heiti auðlindagjald en eiga ekki sameiginlegt með auðlindarentu. Hér er um að ræða gamaldags aðferð stjórnmálamanna til að deila og drottna. Taka af þeim sem „græða allt of mikið“ og færa þeim sem ekkert græða. Niðurstaðan af þessu brölti er fyrst og fremst sú að allir tapa. Þróaðar fiskveiðar og framleiða sjávarafurða taka breytingum, markaðir tapast.
 
Þetta má ekki gerast. Við höfum ekki efni á tilraunastarfsemi á þessum erfiðum tímum. En þegar öllu er á botninn hvolft er þetta barátta við ríkisstjórn sem hefur lagst gegn atvinnulífinu, barist gegn leiðréttingu skulda heimilanna, reynt að skuldsetja ríkissjóð með Icesave og ekkert getað gert til að draga úr atvinnuleysi. Þetta er gjaldþrota ríkisstjórn hvernig sem á málin er litið. 

Förum með ruslið í ráðhúsið

Það er göfugt markmið og gott að hreinsa til í kringum sig, skiptir engu hvaðan ruslið kemur. Hins vegar má velta vöngum yfir því hvernig stendur á þessu átaki, „Allir út með ruslapoka“. Er það vegna þess að Reykvíkingar eru sóðalegri en áður og kasti frá sér rusli? Eru kannski nýjar kynslóðir komnar fram sem gleymst hefur að ala upp í góðum síðum? Eða gæti verið að almenningur þurfi að gera það sem borgaryfirvöld hafa vanrækt.

Hvert sem svarið er þá skiptir mestu að fylla svörtu pokanna og fara með þá niður í ráðshús Reykjavíkur og skilja þá eftir hjá Jóni Kristinssyni, borgarstjóra. Hann og borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar bera ábyrgð á því hvernig borgin lítur út. Hún er orðin ferlega sóðaleg og afar ógeðfelld. Skattarnir hafa greinilega farið í allt annað. Förum með ruslið í ráðhúsið, þar á það heima.


mbl.is Allir út með ruslapoka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eina málið

Mál Jóhnönnu

Mikla ánægju hef ég oftast af því að lesa Staksteina Morgunblaðsins. Höfundurinn er stórskemmtilegur og sér skoplegu hluta tilverunnar en háðið er oft meinlegt. Hér eru Staksteinar dagsins:

Það sjást merki þess að landinn sé að ná sér á strik.

Taktarnir minna á það sem var er sveiflan var mest á óskabörnum þjóðarinnar, frá klappstýru og niðrúr.

Þá keyptu snillingarnir ómálaða mynd af hirðskáldi sínu fyrir á þriðja tug milljóna.

Sjálfsagt hefðu þeir líka keypt óort ljóð af hirðmálurum sínum fyrir svimandi upphæðir, ef tími hefði gefist til.

Uppboðin eru byrjuð aftur.

Og eins og forðum er Samfylkingin nálæg þegar notið er lífsins.

Nú var plastmál boðið upp og fór það á 105 þúsund krónur.

Upphæðin er aðeins skugginn af því sem var, en þó í áttina.

Plastmálið fékk aukið verðgildi vegna þess að Jóhanna Sigurðardóttir úr gömlu „hrunstjórninni“ hafði drukkið úr því.

Listunnendur á Akureyri keyptu málið.

En málið hefur ekki aðeins listrænt gildi heldur einnig pólitískt gildi.

Því þetta er eina málið sem Jóhanna hefur klárað á kjörtímabilinu. 


Auðlindagjald er ekkert annað en aukinn tekjuskattur

Það er pólitísk ákvörðun hvort taka eigi upp nýja skattstofna og fela þá undir öðru nafni, í þessu tilviki auðlindagjald. Sumir hafa gjörsamlega misst sig í þessari umræðu og skilja hana ekki. Þeim er tíðrætt um að þjóðin eigi fiskinn í sjónum. Færð hafa verið rök fyrir því að þetta er tómt rugl. Við, þjóðin, njótum ekki eignaréttar í hefðbundnum skilningi þess orðs. Eignaréttur er allt annað hugtak.

En finnum út hvort það sé vilji þjóðarinnar að mergsjúga atvinnuvegina og jafnvel skekkja rekstrargrundvöll þeirra vegna þess að þeir leggi ekki nóg fé í sameiginlegan sjóð þjóðarinnar, sem er ekkert annað en ríkissjóður. Munum samt að almenningur á engan rétt í þann sjóð, eignarétturinn er ekki þar til staðar.

Í sannleika sagt er ekki hægt að breyta umræðunni á þann veg að krefjast auðlindagjalds nema því aðeins að eitt skuli yfir alla ganga. Allur rekstur byggist á auðlind á einn eða annan hátt. Ljóst er að auðlind landbúnaðarins er landið sjálft, skiptir engu hvort það er undir beinum, hefðbundnum eignarétti eða ekki. Jafnvel versluninn byggir á þeirri auðlind sem er almenningur. Ferðaþjónustan byggir á landi og fólki, hvort tveggja er auðlind hennar. Svona má lengi telja.

Eitt er hins vegar víst. Auðlindagjald er skattur, ekkert annað, skiptir engu hversu fjálglega talað er með „sautjándajúníanda“ hreimnum. 

Mikil ósköp, sumir græða meira en aðrir. Er það ekki bara hið besta mál? Fjármagnið leitar alltaf út í þjóðfélagið, það gerist fyrr eða síðar. Þeir sem ætla að hlífa Landsvirkjun við auðlindagjaldi en leggja það með fullri hörku á Brim, Granda og önnur sjávarútvegsfyrirækin eru í hreinræktaðri herferð gegn sjávarútvegnum. Næst kemur auðlindagjald á Kynnisferðir, Icelandair, Vélsmiðju Skagastrandar, Trex, Hótel Rangá, Icelandic Adventures, hjólbarðaverkstæðin og svo framvegis. 

Áður en þetta mál fer út í öfgar þá verðum við að skilja það. Hóflegt gjald fyrir auðlindina getur verið réttlætanlegt svo fremi sem það byggir hana upp, eflir rannsóknir og skilning á henni. Sem skattstofn á borð við tekjuskatt á auðlindagjaldið ekki rétt á sér. Það skemmir en byggir ekki upp.


mbl.is Þyrfti að greiða 7,5 milljarða í auðlindagjald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrr eða síðar mun hann átta sig á glæpum sínum

Norski fjöldamorðinginn virðist barnalegur. Hann lifir í gömlum tíma, telur að einhver handahreyfing setji hann á stall með öðrum álíka sem halda í hávegum „kveðju“ sem líkist þeirri sem nasistar brúkuðu hér áður fyrr. Í dag hefur svona vings enga þýðingu. Ef glæpurinn væri ekki svona alvarlegur myndi maður segja að þetta væri beinlínis hlægileg framkoma.

Auðvitað er maðurinn geðveikur. Fram hefur komið að hann hefur lifað í gerviheimi tölvuleikja, misst þar fótanna og gerir sér ekki lengur grein fyrir raunveruleikanum.

Verst er hins vegar staðan fyrir ábyrgt og gott þjóðfélag Norðmanna, að maður geti komist upp með svona glæp án þess að til hans hafi sést við undirbúninginn. Enn verra er forherðing mannsins, sem gerir sér ekki grein fyrir verkum sínum, skilur þau ekki.

Einhvern tímann, fyrr eða síðar, mun hann átta sig, og þá þarf hann örugglega á mikilli hjálp að halda. Hversu mikið sem sjálfsálitið er þá er útilokað annað en að innst inni skilji hann stöðuna.

Langverst við þetta allt er að í hverju þjóðfélagi kunna hugsanlega að fyrirfinnast einn eða tveir eins og sá norski. 


mbl.is Réttarhöldunum lokið í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tíminn stendur í stað

timinn_daudur.jpgÉg fæ ekki betur séð en að vefritið timinn.is sé dautt. Tíminn, sem skreytir sig með hinu forfræga haus gamla dagblaðsins Tímans, hefur ekki verið uppfærður lengi.

Skýringuna veit ég ekki en vefritið var ansi skemmtilegt, margir góðir pennar skrifuðu í það og fréttir voru oftar en ekki jákvæðar og uppbyggilegar. 

Af Tímanum er sjónarsviptir sé hann horfinn sömu braut og dagblaðið.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband