Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

Þýðir gleði vondu kallana að við hin töpuðum?

Þeir geta vart hamið kæti sína, forstjórar fjármögnunarfyrirtækjana. Þeim var ljóst að gengistryggingin var töpuð og næst skársti kosturinn var að fá eitthvað í líkingu við það sem ríkisstjórnin lét Seðlabankann og Fjármálaerfitlitið messa um. Þeim varð að ósk sinni.

Nú er ríkisstjórnin hamingjusöm og fjármögnunarfyrirtækin hafa tekið gleði sína á ný. Ljóst er að bankakerfið hrynur ekki, ríkissjóður þarf ekki að punga út neinun peningum og allir eru hamingjusamir ... Eða er það svo? 

Enn á ný þarf almenningur að blæða fyrir bankakerfið. Aftur er seilst í vasa almennings og hann látinn borga við ónýtt bankakerfi. Fyrst þurftum við að borga skaðabæturnar fyrir hrunið bankakerfið rétt eins og við værum sökudólgarnir. Við þurfum líka að borga himinnháa skatta, vorum við þó ekki sökudólgarnir ...

Síðan er verslað milli ríkisstjórnar og nýrra banka með gengistryggðu lánin sem bankarnir vilja ekki kaupa nema gegn verulegum afföllum.

Og núna þegar ljóst er að gengistryggðu lánin eru ólögleg hefur Hæstiréttur Íslands ákveðið að almenningur taki skellinn enn og aftur. Skilja ekki allir hvers vegna topparnir í bönkunum og viðskiptaráðherra höfðu tíma til að brosa núna seinni partinn í dag?

Veit einhver skuldari hvað þetta þýðir fyrir hann? Er þetta ekki bara þannig að höfuðstóllinn á 3 milljón króna gengistryggðu bílaláni sem komið var upp í 5,5 milljónir lækkar um eina milljón. Eða gengistryggða íbúðalánið sem nú lækkar frá því að vera tuttugu milljónir og verður framvegis 17 milljónir. Skiptir niðurstaðan einhverju fyrir mig og mína líka?

Hvers vegna er óbragð í munninum á mér jafnvel þó ég viti ekkert hvernig lánið mitt stendur eftir dóminn? Af hverju er ég með ólund og hvers vegna sé ég ekki ástæðu til að fagna eins og Árni Páll, viðskiptaráðherra, og Halldór Jörgensen, forstjóri Lýsingar? Er ég kannski í hinu liðinu, því sem tapaði?  

Ríkisstjórnin, Seðlabankastjóri, Fjármálaeftirlitið, bankarnir og fjármögnunarfyrirtækin fagna sigri, hlægja sig máttlausa. Við hin eigum eftir að reikna niðurstöðuna og bera saman við lánin okkar. 

Getur verið að vonda liðið hafi vitað um niðurstöðuna? Var hún kannski pöntuð?

Nei, fjandakornið. Það getur ekki verið. Ég trúi ekki á samsæriskenningar ... En samt ... 


mbl.is Fyrir öllu að fá niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslensk pólitík eins og sú evrópska

Kritur milli forseta Frakklands og kommisara í Evrópusambandinu minna nú á samstarf stjórnarflokkanna á Íslandi. 

Kommissar nokkur sem unnið hefur lengi í ESB og ráðið þar öllu líklega jafnlengi og sambandinu hefur verið neitað um áritanir endurskoðenda, finnst ljótt af Frökkum að reka hóp sígauna úr landi.

Litli Frakklandsforsetinn geltir á móti og segir að kommissarinn, virðuleg frú frá Lúxemborg, eigi að sjá til þess að heimaland hennir taki þá á móti þessum minnihlutahóp. Ríkisstjórn Luxemborgar rekur upp stór augu og veit ekki til þess að ríkið eigi í útisstöðum við Frakka.

Hér á skerinu er annar stjórnarflokkurinn búinn að sækja um aðild að ESB þvert gegn vilja hins stjórnarflokksins sem engu að síður samþykkti umsóknina. Og svo deila einstakir ráðherrar í miklum vinskap um stöðu umsóknarinnar og stinga hvora aðra í bakið svo ekki fari á milli máli hversu sammála þeir eru.

Og þannig líkist íslensk pólitík þeirri evrópsku en við, almenningur, skiljum æ minna í þessum málum.


mbl.is Lúxemborg taki við sígaununum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er mögulegt að kjafta sig út úr nefndarálitinu?

Stendur til að Samfylkingin breyti um skoðun varðandi ákæruatriði eða ákæruna yfirleitt hvað varðar fyrrum formann flokksins? 

Má búast við því að þinglfokkur Samfylkingarinnar bjóði fleirum ákærðum að mæta á fund sinn og skýra út sitt mál?

Gæti hugsast að Vinstri grænir taki upp vinsamlegar yfirheyrslur á þeim sem nefndin hefur ákært?

Er mögulegt að hægt sé að afgreiða þessi „smámál“ með óformlegum fundum innan þingflokka ríkisstjórnarinnar? 

Er sem sagt mögulegt að kjafta sig út úr nefndarálitinu? 

Það er greinilegt að Samfylkingin er þverklofin vegna ákæru á fyrrverandi ráðherra og niðurstaðan er sú, til að friða þingmenn, að kalla til óformlegs þingfundar svo viðkomandi geti fengið leyfi til að tjá sig. Að sjálfsögðu er allur þessi málatilbúnaður stórkostlega vanbúinn og það lýsir sér í því að Samfylkingin er ekki tilbúin til ákæru frekar en VG væri það stæði sá flokkur í sömu sporum. Munurinn er hins vegar sá að Vg er með blóðbragð í munninum en Samfykingin finnur aðeins beiskju. Skyldi engan furða. 


mbl.is Ingibjörg Sólrún ræðir stöðu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vildi Steingrímur „reynslumeiri braskara“?

Þeir skríða nú upp á yfirborðið og segjast vita allt um hrunið. Besserwisserarnir koma alltaf eftir á og vita hvernig hefði átt að standa að verki í ljósi þess sem síðar gerðist.

Svona náungi er Steingrímur J. Sigfússon. Eina markmið hans er að koma höggi á pólitíska andstæðinga. Hann veit jafnvel og við hin að dreifð eignaraðild hefur ekkert að segja. Meira að segja hér á landi hafa menn hvatt almenning til að selja sér hluti í fyrirtækjum sem þó áttu að vera í dreifðri eign.

Ýmsir hafa kvartað undan því að söluverð bankanna við einkavæðingu þeirra hefði verið of lágt. Dettur einhverjum í hug að hægt hefði verið að fá meira fyrir þá með sölu á einstökum hlutum til almennings?

Einkavæðing bankanna var ekki vandamál. Ríkisendurskoðun hefur farið yfir hana og ekki gert nokkra athugasemd sem skiptir máli.

Steingrímur talar um „reynslulita braskara“. Vildi hann „reynslumikla braskara“? Þeir náðu að minnsta kosti sér í mikla reynslu á því sviði áður en yfir lauk.

Grínlaust sagt er varhugavert að gera þá kröfu til hlutafjáreigenda að þeir séu sérfróðir á einhverju sviði. Hefðu bankarnir verið seldir í dreifðri eignaraðild eins og það er kallað átti þá að krefjast þess, að Jón og Gunna væru með einhverja sérstaka reynslu, menntun eða þekkingu, þegar þau borguðu?

Markmið Steingríms, Lilju Mosesdóttur og annarra í VG er að koma höggi á pólitíska andstæðinga sína. Þeim er velkomið að reyna en engin mistök voru gerð við einkavæðingu bankanna jafnvel þó sitt sýnist hverjum um kaupendurna í ljós reynslunnar. Benda má á að margir þeirra sem urðu t.d. kjölfestan í Glitni eru þeir sem keyptu sig inn í hann eftir margfaldar sameiningar og nafnabreytingar.

Staðreyndin er bara sú, að ekki einu sinni í ríkiseign, er hægt að komast framhjá þeim sem misnota eign sína eða annarra. Einhvern tímann var spurt hvers vegna hundur elti bíl og svarið var einfaldlega það að hann getur það. Sumir eru þannig innréttir að þeir misfara með eignir annarra og þeir nýta sér takifærið. Um þá eru sérstök heiti.

Rannsókn á einkavæðingu bankanna verður einfaldlega til þess að ríkið pungar út nokkrum tugum eða hundruðum milljóna til að fá það staðfest sem allir vita nú þegar. Höfum við ekkert annað þarfara að gera með fé ríkissjóðs? 


mbl.is Seldu reynslulausum bröskurum bankana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver á að rannsaka rannsakendurna?

Staðreyndin er sú að Ríkisendurskoðun hefur farið nákvæmlega í saumana á einkavæðinug bankana. Þar er örugglega fátt sem ekki er ljóst. 

Sé nú vilji fyrir því að fara enn nánar ofan í saumana á einkavæðingu ríkisbankanna þurfa þeir sem það vilja gera það upp við sig hvort Ríkisendurskoðun hafi ekki unnið verkefni sitt á sínum tíma nægilega vel. Sé sú niðurstðan þá er jafnframt verið að fullyrða að stofnunin standi sig ekki í stykkinu. Á hún þó að vera Alþingi til aðstoðar, ekki framkvæmdavaldinu. Er þá ekki kominn tími á rannsókn á Ríkisendurskoðun? Hver á svo að rannsaka rannsakendurna?

Í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir um einkavæðingu Fjárfestingabanka atvinnulífsins:

Reynslan af sölu FBA sýndi m.a. að ríkið getur aðeins í tiltölulega skamman tíma náð fram markmiðum um dreifða eignaraðild. Ef það vill girða fyrir að hlutir safnist á fárra hendur sýnist verða að lögbinda slíkar takmarkanir.

Engar athugasemdir voru gerðar af hálfu Ríkisendurskoðunar þó hún segi að um sölu á ráðandi hlut í Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands í einu lagi að:

 „... verði að teljast óheppilega. Í fyrsta lagi var ekki komin reynsla á þá söluaðferð sem valin var og í öðru lagi gaf hún mini möguleika á að viðhalda samkeppni milli áhugasamra kaupenda.

Þetta er allt of sumt um þá gagnrýni sem Ríkisendurskoðun hafði á einkavæðinguna. 

Ég hef ekki nokkra trú á því að neitt nýtt komi fram þó ný rannsókn verði samþykkt. Mér finnst hins vegar nóg komið. Á meðan á annan tug þúsunda Íslendinga eru án atvinnu, efnahagur þjóðarinnar er í molum, verðmætasköpunin þjóðarinnar vex ekki, fyrirtæki fara unnvörpum í gjaldþrot, þá finnst ríkisstjórninni og meirihlutanum á þingi og jafnvel fleirum þörf á því að standa í nornaveiðum, búa til sakamenn án þess að hægt sé að benda á refsiverða háttsemi sem leitt hafi til bankahrunsins.

Einkavæðing bankanna var eðlilegur þáttur í framþróun þjóðfélagsins. Fyrirkomulagið sem gilti fyrir tíma þeirra var gjörsamlega gagnslaust. Ekki nokkur maður með viti vill fara aftur til þeirra ára er þingmenn sátu í bankaráðum og bankastjórar voru skipaðir pólitískt.

Um leið ættu allir að vita að bankar eru í einkaeigu víðast um öll lönd, engin krafa hefur verið gerð um breytingar á því fyrirkomulagi. Vandinn í bankarekstri, eins og í öðrum rekstri, er að misjafn sauður er í mörgu fé. Einkavæðing bankanna mistókst ekki, en þeir sem eignuðust þá og ráðandi hluti í þeim fóru með þá á hausinn. Svo einfalt er málið.

Fyrirtæki sem rekið er í þrot er á ábyrgð þeirra sem það eiga. Þannig er það í stórum dráttum. Svo geta menn haft þá skoðun á málunum sem þeir vilja, kennt framkvæmdastjóranum eða forstjóranum um, utanaðkomandi aðstæðum og svo framvegis. 

 


mbl.is Möguleg samstaða um rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er forysta Sjálfstæðisflokksins?

Íslands óhamingju verður nú allt að vopni. Vonlaus ríkisstjórn er þjóð sína lifandi að drepa og stjórnarandstaðan er gjörsamlega týnd og tröllum gefin. Ætti hún þó að standa í lappirnar og berja á helv... ríkisstjórninni og þeim óhæfuverkum sem hún stendur fyrir.

Hvar er Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins? Hvers vegna er hann ekki fremstur meðal sinna jafningja og leggur fram rökstutt vantraust á ríkisisstjórnina? Hvers vegna krefst hann ekki þingkosninga? Hvers vegna lýsir hann því ekki yfir að Sjáflstæðisflokkurinn vilji í ríkisstjórn? Hvers vegna leggur hann ekki fram ítarlegar tillögur um þær aðgerðir sem flokkurinn mun standa að komist hann í ríkisstjórn?

Þess í stað erum við með ríkisstjórn með úreltum stjórnmálamönnum sem brúka úreltar aðferðir við stjórn landsins, drepur atvinnulífið í dróma, skiptir sér ekkert af atvinnuleysinu, kemur í veg fyrir alla uppbyggingu og dregur nú upp úr vinstri vasanum allt það sem þeir fengu ekki fylgi við alla tíð frá því að lýðveldi var stofnað á Íslandi.

Við krefjumst þess að forysta Sjálfstæðisflokksins komi aftur til starfa. 


Hótun og hefnd er æ meira ráðandi

Er ekki ástæða til að kalla fulltrúa skosku heimstjórnarinnar hingað til lands og brýna hana í því að standa við stóru orðin?

Grínlaust sagt, hefndaraðgerðir eru æ meira ráðandi í samskiptum milli þjóðarhópa. Fæstir nenna að fara samningaleið að málunum, miklu frekar er brandinum veifað og hótanir ganga á milli aðila. Þetta er alls ekki sæmandi og allra síst skosku heimastjórninni. Dreg það stórlega í efa að stríð sé efst í huga Skota, heldur að hér er sá duglegi laxmaður, Alex Salmond forsætisráðherra heimastjórnarinnar, að sýna dugnað sinn og eldmóð fyrir fjölmiðlum og hagsmunahópum.

Þegar hótanir og hefndaraðgerðir verða ráðandi milli þjóða eða hópa innanlands þá er stutt í að menn fari hreinlega að láta hendur skipta. Höfum við byggt upp þjóðfélög í Evrópu frá því allt logaði í ófriði og slátrun fólks til þess eins að sagan endurtaki sig í smáum stíl og eitri samskipti milli fólks?

Hefur enginn áhyggjur af þessari þróun? 


mbl.is Sögð geta hindrað ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei, þetta stuðlar ekki að stöðugleika

Stuðlar eftirfarandi að stöðugleika?

 

  • Nærri 15.000 manns eru án atvinnu 
  • Óvirkir gjaldeyrismarkaði
  • Takmarkanir á viðskiptum með gjaldeyri
  • Markaðir íbúðir, bíla og fleira eru því sem næst óvirkir
  • Landsframleiðsla dregst saman
  • Byggingariðnaðurinn fær lítil verkefni
  • Skuldir ríkissjóð svour í lok síðasta ár 660 milljarðar króna
  • Skattahækkanir virka letjandi á launþega 
  • Skjaldborgin um heimilin hrunin
  • Ríkisstjórnin reynir að fá að borga Icesave skuldir einkabanka
  • Vanhugsaðar breytingar á stjórnarráðinu
  • Ríkisstjórn vinstri manna
  • Ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar

 

 


mbl.is Hægt og bítandi að endurheimta stöðugleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getur fjármálaráðherra haft forystu um atvinnusköpun?

Svo lítur út fyrir að fjármálaráðherra ætli sér að finna upp hjólið enn á ný. þar af leiðandi verður málið enn flóknara. En rétt eins og Elín Ragnheiður Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir, er einfaldast að líta til fordæma í öðrum löndum og hvernig málið er leyst þar.

Fordæmið sem verið er að skapa hér á landi verður vonandi ekki þannig að ríkisvaldið loki á væntanlega fjárfesta og rekstraraðila vegna þess að hann getur ekki haft forystu um atvinnusköpun á landinu. Því miður virðist ráðheerran vera nú orðin fremstur kerfiskalla á Íslandi.


mbl.is Málið flóknara en látið er í veðri vaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Nonni borgarstjóri umhverfissinni?

Eitthvað hljóta landsmenn að hafa misst úr eða hvenær varð Jón borgarstjóri umhverfissinni? Ekki skal dregið úr því að hann sé bjartur og glaður en um stefnuna hefur vissulega vantað.

Svo er það þetta með Brussel. Líklega kallar sú borg fram það versta í mönnum og því allt henni að kenna og ekkert Jóni borgarstjóra.


mbl.is Ætlar aldrei aftur til Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband