Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Blaðamenn standast ekki freistinguna

Ruddaskapur ýmissra blaðamanna ríður ekki við einteyming. Á visir.is lýtur blaðamaður svo lágt að nota fyrirsögnina „Svanasöngur Geirs á Alþingi“ með fréttinni um síðasta dag Geirs H. Haarde á Alþingi. Blaðamaðurinn getur ekki staðist freistinguna að hnýta í Geir. Gera verður ráð fyrir að hann viti merkingu orðsins svanasöngur.

Kveðjan frá mbl.is er ekki betri. Þar hnýtir blaðamaðurinn saman frétt af síðasta vinnudegi Geirs og hjálparhundi þingmanns. Til verður sú ósmekklega fyrirsögn „Geir kveður og X heilsar“.

Gat blaðamaðurinn ekki staðist freistinguna og eyðileggja tvær ágætar fréttir eða var hann kannski að spara pláss ...?

Hlutverk blaðamanna er að upplýsa. Stjórnmálaskoðanir þeirra eiga ekki að blandast inn í fréttaflutninginn. Sami hundur er hins vegar í blaðamanni mbl.is og blaðamanni visir.is.

Geir H. Haarde er vandaður maður og heiðarlegur. Enginn, ekki nokkur maður, hvorki í hópi samherja eða andstæðinga á þingi hefur nokkurn tímann dregið það í efa. Hann hefur unnið lengi fyrir þjóðina og menn mega svo sem hafa sínar skoðanir á árangrinum. Það ber hins vegar vott um „skítlegt innræti“, svo gripið sé til kunnuglegs orðalags, þegar blaðamenn haga sér með þeim hætti sem að ofan greinir. Maðurinn á betra skilið af hálfu þessara fjölmiðla. 


mbl.is Geir kveður og X heilsar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvöfaldur Suðurlandsvegur eða tvöfalt löggjafarþing?

Einn milljarður fer í breikkun Suðurlandsvegar í ár, segir í mbl.is. Hvernig væri nú að hætta við þetta stjórnlagaþing og leggja fram 2,1 milljarð í veginn til viðbótar?

Hvort viljum við, hin blanka þjóð, leggja fé í að halda úti tvöföldu löggjafarþingi eða leggja fé í vegaframkvæmdir sem geta hreinlega bjargað mannslífum?

Suðurlandsvegur er afar mikilvæg framkvæmd. Hins vegar vekur það furðu mína að enginn stjórnmálamaður skuli finna þá róttæku þörf hjá sér að krefjast þess að hringvegurinn verði tvöfaldaður.

Á ferðum mínum um landið hef ég oft undrast þá staðreynd að vegirnir virðast mjókka eftir því sem lengra dregur frá Reykjavík. Þetta er víst staðreynd sem ég fékk staðfesta með því að mæla breiddina hér og þar.

Einhverju sinni hringdi ég í Vegagerðina og spurði hver ástæðan væri. Sá sem svaraði mér fullyrti að þetta væri vegna þess að umferðin minnkaði eftir því sem fjær drægi Reykjavík.

Þesis ágæti maður gat þó ekki með vissu svarað þeirri spurningu hvort bílarnir mjókkuðu eftir því sem þeir fjarlægðust höfuðborgina. 


mbl.is Breikkun kostar 15,9 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fullt af leiðum fram hjá þessu

Samkomulag stjórnmálaflokkanna um að helminga auglýsingakostnað fyrir kosningarnar í voru ber að taka með miklum fyrirvara. Í sannleika sagt ætti að banna svona samkomulag rétt eins og samráð fyrirtækja um verðlag eða annað sem er samkeppnishamlandi.

Lítum nánar á málið. Flokkunum er það í sjálfsvald sett að taka þátt í svona bandalagi og ekki er að efa annað en að þeir standi við það. Hins vegar eru aðrar og leiðinlegri fylgikvillar svona samkomulags.

 

  • Stjórnmálaflokkarnir geta leiðst út í pólitísk yfirboð í því augnamiði að fá meiri fjölmiðlaumfjöllun. 
  • Stjórnnarflokkar geta hugsanlegð misnotað fjölmiðla ríkisins og fengið meiri umfjöllun en aðrir
  • Tengsl við einstaka fjölmiðla má hugsanlega nota til að fá meiri umfjöllun en öðrum flokkum stendur til boða.
  • Svo kann einhver stjórnmálaflokkur að vera harðari og fær meiri aflsátt á auglýsingunum en aðrir flokkar.

 

Persónulega held ég að sá flokkur komi heiðarlegast fram sem auglýsir, greiðir fyrir auglýsingar sínar og ... málið er dautt. 


mbl.is Flokkarnir semja um að helminga auglýsingakostnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattahækkanir leysa ekki allan vanda

Við þurfum að skjóta skjalborg um heimilin í landinu, hefur Steingrímur fjármálaráðherra iðulega sagt. Hann á bara við sum heimili, hin ætlar hann að skattleggja. En hefur hann kannað hvernig tekjuskiptingin er hjá þeim þúsundum heimila sem berjast við lækkandi markaðsverð á íbúðum sínum og hækkandi lánshlutfall?

Nei, svo virðist ekki vera. Hins vegar á nú að brúka allt sem er í vopnabúri gamaldags sósíalistaflokks og þar eru efst á blaði skattahækkanir. Og Indriði Þorláksson leggstu nú ekki gegn frekari skattahækkunum.

Er ekki eitthvað undarlegt við skattahækkanir á þeim tíma sem þjóðin er í sárum vegna bankahruns og kreppu? 

Nýlega var heimilað að nýta að fullu virðisaukaskatt vegna viðgerða á íbúðarhúsnæði. Með því átti að auka við störf iðnaðarmanna. Tekjuskattshækkun vegur örugglega þungt gegn þessum hugmyndum.

Hefði eitthvert vit verið í Steingrími og Indriða hefðu þeir átt að miða skattana við milljón krónur og hærra. Þá hefðu þeir náð til þeirra sem raunverulega ættu að vera aflögufærir, þ.e. ráðherrar, ráðuneytisstjórar, forstjórar ofl. 

Og skjaldborgin ... Hún er bara talsmáti.


mbl.is 3% skattur á 500 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott fólk, fínn listi

Mér líst vel á Ásbjörn Óttarsson. Hann er hress maður og mér líst barra ágætlega á skoðanir hans. Hins vegar kaus ég hann í annað sætið en Einar Kr. Guðfinnsson í það fyrsta. Birnu kaus ég svo í þriðja sætið og Eyrúnu í það fjórða. Niðurstaðan varð þó sú að Birna varð í fjórða en Eyrún þriðja.

Hvernig kaus ég? Jú, ég kaus sex manns, þá sem ég taldi geta myndað sigurstranglegan lista fyrir Sjálfstæðisflokkinn í norðvesturkjördæmi. Ég pældi ekkert í búsetu fólks, einblíndi á fólkið. Því miður kjósa margir á annan hátt, einblína á búsetu frambjóðenda. Akurnesingar kjós Akurnesinga, Snæfellingar Snæfellinga, Vestfirðingar Vestfirðinga og jafnvel Húnvetningar Húnvetninginn. Ég er lítið hrifinn af átthagabundnu vali.

Lýðræðið tekur á sig margar myndir og við því er ekkert að gera. Þau sem náðu sex efstu sætunum er flott fólk, einbeitt og það sem skiptir máli, sigurviljinn er skín af því.


mbl.is „Ákveðin krafa um endurnýjum “
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AFSAKIÐ HLÉ (meðan VG er í ríkisstjórn)

Ern okkuð að marka hann Hörð Torfason? Um það veit ég ekki. Hins vegar er komin ný ríkisstjórn, nýr forsætisráðherra, nýr fjármálaráðherra, nýr Seðlabankastjóri, splúnkunýtt mynteitthvaðráð ... og niðurstaðan ... eins prósent lækkun stýrivaxta.

Er nú öllu náð, er markmiðið komið. Ný ríkisstjórn! Er það nóg fyrir Hörð? Nýr forsætisráðherra! Er það nóg fyrir Hörð? Nýr fjármálaráðherra! Er það nóg fyrir Hörð? Eins prósent lækkun stýrivaxta! Er það nóg fyrir Hörð? Nýr maður í Seðlabankanum? Er það nóg fyrir Hörð? VG í ríkisstjórnina! Er það nóg fyrir Hörð?

Hvað vantar? Engin peningastefna, sama stefna og áður! Er það nóg fyrir Hörð? Sama efnahagstefna og áður! Er það nóg fyrir Hörð? Engin stefna í skuldamálum fjölskyldnanna í landinu! Er það í lagið fyrir Hörð? Engin stefna í aðstoð við fyrirtækin í landinu! Er Herði bara sama? 17.000 atvinnulausir og þeim fjölgar! Er Hörður bara sáttur við það?

Mér er svo sem andskotans sama um þennan Hörð en hitt er vandamál að allir halda að það nægi að skipta um nafn og númer og þá verði sjórinn sjálfkrafa lygn.

En trúið mér. Það er ekkert að gerast nema það eitt að núverandi minnihlutaríkisstjórn heldur uppi stefnu fyrrverandi ríkisstjórnar. Við erum enn í ólgusjó, en Hörður veit ekki af því né heldur restin af VG.


mbl.is Hlé á fundum Radda fólksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikritið um Jóhönnu og formannsstólinn

Dagur styður Jóhönnu til að verða formaður Samfylkingarinnar. Alltaf er Mogginn fyrstur með fréttirnar. Velti því fyrir mér hvort Össur sé enn að skrifa tilkynningu um stuðning sinn við konuna. Hann á líklega víst pláss í blaðinu fyrir hana. Skyldi Kristján Möller koma með stuðningsyfirlýsingu?

Leikritið í kringum hana Jóhönnu og fomannsembættið verður stöðugt fjölskrúðugra. En hvenær kemur kæri minn þessi blysför sem einhver lofaði?


mbl.is Dagur styður Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólýðræðisleg og heimskuleg hugmynd

Þgar menn ná ekki árangri er þá réttlætanlegt að breyta forsendunum til þess að markmiðið náist. Nei, þetta er sú allra vitlausasta pólitík sem hugsast getur og gengur þvert á lýðræðislegar hefðir og markmið.

Málið er fyrst og fremst þetta: Flokkur er í kjöri á eigin forsendum. Atkvæði sem honum er greitt á aðeins að nýtast honum. Kosningabandalag er engin trygging fyrir því að það haldi eftir kosningar. Ótal dæmi sanna slíkt.

Það er einungis fyrirsláttur að halda því fram að þannig kosningafyrirkomulag sé lýðræðislegt. Þvert á móti er um að ræða aðferð sem er mjög fjandsamleg lýðræðinu, byggir á hentistefnu.

Ekkert bannar hins vegar kosningabandalög. Samfylkingin og VG ætla ð fara í bandalg fyrir næstu kosningar. Verði þeim að góðu.

Vilji flokkar samnýta atkvæði þá sameinast þeir einfaldlega um framboð. Einn listi, eitt framboð. Aðeins slíkt ber vott um að einhver alvara sé að baki kosningabandalagi. Tveir flokkar geta borið fram einn lista, til þess þurfa þeir alls ekki að sameinast.

Vilji svo til að flokkar treysti sér ekki til þess að bjóða fram sameiginlegan lista þá þýðir það bara eitt, kosningabandalagið er bara fyrirsláttur.

Við þurfum ekki að breyta kosningalögum til að tvier eða fleiri flokkar geti nýtt öll greidd atkvæði.

Svo er það hitt. Hvern er verið að plata með svona hugmyndum? Auðvitað kjósendur af þeirri einföldu ástæðu að ekki eru allir kjóssendur flokks sammála kosningabandalaginu. Dettur til dæmis einhverjum í hug að allir Samfylkingarmenn séu sammála kosningabandalagi með VG?


mbl.is Björgvin G.: Styður frumvarp um kosningabandalög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Niðurlæging minnihlutaríkisstjórnar

Hefði Davíð Oddsson verið bankastjóri Seðlabankans gæti ég trúað að búsáhaldaberjararnir myndu nú fylkja sér utan við bankann og krefjast afsagnar hans.

Þessi stýrivaxtalækkun er langt frá því sem minnihlutaríkisstjórnin var búin að gera kröfu um. Bæði Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur Sigfússon hafa á undanförnum vikum ótal sinnum gefið í skyn að kominn væri tími á verulega vaxtalækkun.

Í ljósi þess er vaxtalækkunin brandari og um leið niðurlæging fyrir minnihlutaríkisstjórnina. Ekkert virðist ganga undan þessari ríkisstjórn. Eins prósent stýrivaxtalækkun bendir til þess að efnahagsstefna minnihlutaríkisstjórnarinnar sé engin. Á sjö vikum hefur ekkert gerst. Alls ekkert ...

Minnihlutaríkisstjórnin er gagnslaus til annars en að þykjast. Enda hefur hún notað tímann til alls konar pjattmála í stað þess að sinna atvinnu- og efnahagsmálum.

Ætlar enginn að berja í potta?


mbl.is Stýrivextir lækkaðir í 17%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eykst núna trúin á opinberan rekstur?

Fyrst stjórn HB Granda var svo dómgreindarlaus að samþykkja tillögur um hundruð milljón króna arðgreiðslur þá vekur það furðu að enginn skyldi hafa bent henni á þversögnina sem núna blasir við öllum. Vitandi vits eða óafvitandi hefur fyrirtækið skemmt það ágæta orðspor sem það hefur áunnið sér undanfarin ár.

Hins vegar rifjast nú upp alls kyns mál sem fyrirtækið hefur verið svo „óheppið að lenda í“. Sameiningin fyrirtækja á Akranesi og Reykjavík, niðurlagning vinnslustöðva, uppsagnir og fleira og fleira. Maður hefði nú haldið að stjórnendurnir kynnu núna dálítið á almennatengslin og reyndu að forðast pyttina

Svo er það hitt og það er miklu alvarlegra. Allt bendir hreinlega til þess að menn séu orðnir svo gírugir í kapítalið og greddan það mikil að dómgreindin víkur til hliðar. Þetta leiðir einfaldlega til þess að almenningur missir trúna á einkaframtakið og trúir því að opinber rekstur sér farsælastur. Þegar dæmin blasa við er erfitt að rökræða þvert á þau.


mbl.is „Hreinlega siðlaust“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband