Margir góðir Sjálfstæðismenn hlyntir inngöngu í ESB

Þorsteinn Pálsson skuldar engum skýringar á viðhorfi sínu til Evrópusambandsins né heldur þarf hann að tíunda þær ástæður sem hann hefur fyrir því að gerast einn af samningamönnum Íslands vegna hugsanlegrar inngöngu í sambandið. Skiptir þar engu þó hann hafi verið formaður Sjálfstæðisflokksins.

Deilt er um inngöngu þjóðarinnar Í ESB. Fjöldi málsmetandi Sjálfstæðismanna er hlyntur inngöngunni og meðal þeirra má nefna Vilhjálm Egilsson, fyrrum samþingmann Sturlu Böðvarssonar sem nú er farinn að krefjast skýringa á gjörðum Þorsteins. 

Það er ágætt að menn hafi rök fyrir afstöðu þeirra. Hins vegar er engin ástæða fyrir Sturlu að gera lítið úr því fólki sem vill inngöngu í ESB. Ákveðið hefur verið að sækja um aðild og þess vegna er brýnt að við samningaborðið sé úrval góðra manna. Nær hefði verið fyrir Sturlu að gagnrýna fyrirhugað inngöngu heldur en að gera að því skóna að í samninganefndinni séu taglhnýtingar utanríkisráðherra og hans liðs sem ætlar að láta Icesave yfir þjóðinga ganga án athugasemda. Það er bara allt annað mál.

Ekki var ég alla tíða alls kostar hress með störf Sturlu sem ráðherra eða þingmanns. Ég er þó ekki meiri eða minni Sjálfstæðismaður fyrir því enda hafa menn leyfi til að mynda sér skoðanir jafnvel þó að þær fari í sumu eitthvað þversum á við stefnu flokksins eða þess sem ráðherrar eru að bardúsa.

Hvað halda menn annars að stjórnmálaflokkur sé? Safn skoðanalausra einstaklinga? Það er aldeilis ekki það sem ég hef reynt í Sjálfstæðisflokknum, hver svo sem reynsla Sturlu er.

Grundvallaratriðið er þó þetta. Fjöldi fólks er síður en svo sátt við framgöngu stjórnmálamanna fyrir hrunið og ekki síður eftir það. Þetta fólk óskar eftir því að styðjast við stórt ríkjasamband þó ekki væri til annars en að koma í veg fyrir aðra eins kollsteypu og þjóðin er nú að ganga í gegn. Stjórnmálamennirnir brugðust þjóðinni og það er ástæðan fyrir hruninu. Stjórnmálamennirnir brugðust okkur og þess vegna liggur Ícesave á þjóðinni eins og mara. Stjórnmálamennirnir brugðust okkur og þess vegna er verið að skattleggja þjóðina nær því út yfir gröf og dauða.

Úr því sem komið er vil ég gjarnan sjá hvaða samning hægt er að ná við ESB. Þess vegna skiptir mestu máli hverjir eru í samninganefndinni. 


mbl.is Þorsteinn skuldar skýringar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þó ég sé ekki inanbúðarmaður í flokknum var þetta nákvæmlega það sem ég hugsaði fyrst. Hvers vegna í ósköpunum þarf hann gera Sturlu sérstaklega grein fyrir sínum skoðunum í þessu máli ?

Finnur Bárðarson, 13.11.2009 kl. 14:14

2 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Hverskonar lýðræði vill Sturla að ríki innan Sjálfstæðisflokksins? Mér ofbýður málflutningur Sturlu, þó ég sé svo langt frá því að vera Sjálfstæðismaður þá ætla ég ekki forystu flokksins að taka upp Honneger stjórnarhætti, það skal vera vera ein stefna, ein hugsun, út af henni má enginn stíga.

Sturla var áður ekki í háu áliti hjá mér en nú hrundi hann lengst niður í kjallara.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 13.11.2009 kl. 14:22

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Góður pistill hjá þér Sigurður.

Ég er hjartanlega sammála þér og eins þeim Finni og Sigurði.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 13.11.2009 kl. 15:21

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Mér þykja undarleg þau viðbrögð sem hér koma fram. Að sjálfsögðu er Þorsteini frjálst að hafa þær skoðanir sem hann vill, en ef hann berst opinberlega gegn stefnu sem Flokkurinn hefur mótað og staðfest á mörgum landsfundum, er þá ekki eðlilegt að fyrrverandi formaður flokksins geri hreint fyrir sínum dyrum ? Það getur hann líklega bara gert með því að ganga í Samfylkinguna. Sturla gerir góða grein fyrir viðhorfi sínu og margra annara Sjálfstæðismanna, þegar hann segir:

 

Það er nær óskiljanlegt að fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokkins skuli láta véla sig til þeirra verka að ganga erinda þeirra Össurar og Jóhönnu Sigurðardóttur í fullkominni andstöðu við þá stefnu sem Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur mótað. Sú afstaða er byggð á samþykkt Landsfundar Sjálfstæðisflokksins.

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 13.11.2009 kl. 16:02

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Bestu þakkir fyrir góðar undirtektir. Hins vegar er ég í þetta sinn ekki sammála Lofti. Ég get ekki séð að Þorsteinn Pálsson gangi gegn stefnu flokksins. Hann hefur að vísu þá skoðun að þjóðin ætti að ganga í ESB og vill sjálfur sjá til þess að ef til þess komi þá sé það gert á þeim nótum að þjóðin hafi hag af því.

Við höfum nú séð hvernig stjórnmálamenn hafa samið af sér í Icesave málinu.

Er ekki ástæða til þess við veljum betur í Esb samninganefndinni en í Icesave?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 13.11.2009 kl. 18:28

6 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Sigurður, ekki er Þorsteinn í umboði Sjálfstæðisflokks í samninganefndinni. Hann er þarna á forsendum Össurar og engra annara, að því er ég best veit.

Mér hefði fundist eðlilegt að mynduð hefði verið baknefnd, þar sem stjórnmálaflokkar og hagsmunasamtök fólks hefðu átt fulltrúa. Þessi baknefnd hefði síðan skipað samninganefndina og fylgst með störfum hennar.

Ekki er eðlilegt að einn stjórnmálaflokkur sé að véla með hagsmunamál þjóðarinnar, eins og Samfylkingin gerir. Þorsteinn bætir ekki samninganefndina, vegna þess að hann hefur ekkert bakland. Þeir einu sem hann mun hafa samráð við eru Össur og félagar.

Loftur Altice Þorsteinsson, 13.11.2009 kl. 20:53

7 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Margt til í þessu, kæri Loftur. Hins vegar held ég að Þorsteinn sé þanna á eigin forsendum, ekki utanríkisráðherra né neins annars. Bakland Þorsteins er ekkert annað en annarra samninganefndarmanna, framkvæmdavaldið og meirihluti Alþingis.

Auðvitað á að vera baknefnd, ég tek fyllilega undir það með þér. Vandinn er hins vegar sá að þeir einu sem sýna aðildarumræðunum áhuga er Samfylkingin. Svo virðist sem aðrir flokkar vilji ekkert með þessar aðildarviðræður gera. Það er miður fyrst þingið samykkti á annað borð að senda inn umsókn. Svo lítur sannarlega út fyrir að aðeins einn flokkur sé að véla með þetta stóra hagsmunamál þjóðarinnar.

Hvort sem þingið og þjóðin samþykkja aðildina þarf að vanda allar umræðurnar. Annað sæmir ekki vorri þjóð.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 13.11.2009 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband