Já, marautt í Húnavatnssýslum

a_onytt.jpg

Vilji svo til að nokkur snjókorn falli á Akureyri eru fyrirsagnir í fjölmiðlum og upphrópanir í sjónvörpum og hljóðvörpum iðulega á þá leið að nú snjói á Norðurlandi.

Ánægjulegt er að Mogginn skuli ekki falla í þá gryfju.

Norðurland er auðvitað langtum víðfeðmara en Akureyri og veðurlag mismunandi eftir stöðum. Þegar þetta er ritað er snjólaust í Húnavatnssýslum, að minnsta kosti á láglendi. Veður undanfarna daga hefur verið svo afskaplega gott að áhugasamir golfarar hafa meira að segja getað tekið hringi á golfvöllum á Skagaströnd og Blönduósi.

Meðfylgjandi mynd er tekin við höfnina á Skagaströnd fyrsta dag nóvembermánaðar. Lognið var algjört, eins og svo oft áður. Gamli strompurinn á síldarbræðslunni speglar sig í sjónum svona yfir sig ánægður enda orðinn um sextíu ára gamall.


mbl.is Vetrarfærð austan Skagafjarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband