Bakherbergin og lýðræðisástin

Taka menn eftir því að ríkisstjórnin leikur einleik í Icesave málinu. Allan tímann frá því lögin um ríkisábyrgð var samþykkt á Alþingi hefur stjórnarandstöðunni verið haldið vísvitandi utan við málið. Hún hefur ekkert fengið að vita, ekki frekar en við almenningur.

Gamli frasi vinstri manna um „reykfyllt bakherbergi“ á svo sannarlega við hérna. Þetta sýnir í hnotskurn að lýðræðisást vinstri manna er svo sem ekkert meiri en annarra. Ég held þó að aðrar stjórnir hefðu haft víðtækt samráð við stjórnarandstöðuna. Eða undir hvaða kringumstæðum er nauðsynlegt að hafa stjórnarandstöðuna með í ráðum. Er hún „andstaða“ þegar um er að ræða framtíðarhagsmuni þjóðarinnar?


mbl.is Ekki auknar byrðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband