Ríkisstjórnin stendur af sér afsögn Ögmundar

Það fór sem marga grunaði að óeining væri í ríkisstjórninni um Icesave. Ég helt því fram í gær að vilji Samfylkingarinnar hnigi að því að gefa eftir fyrir kröfum Hollendinga og Breta varðandi þrjú meginatriði í fyrirvörum Alþingis frá því í sumar. Sú stefna er nú allrar ríkisstjórnarinnar

Nú hefur Ögmundur Jónasson sagt af sér vegna þess að hann er ekki sáttur við eftirgjöfina. Ríkisstjórnin mun hins vegar lifa þetta af enda er enn meirihluti fyrir Icesave.

Gert hefur verið nafnakall og í ljós komið að meirihluti er fyrir breytingum á Icesave samkvæmt kröfum Hollendinga og Breta. VG væri á leið út úr ríkisstjórninni væri þessi meirihluti ekki til staðar. Svo einfalt er það.

Hér eftir verður keyrt á aga. Meira að segja Jóni Bjarnasyni, sjlandbúnaðar- og sjávarútvegsmálaráðherra hefur verið gert skiljanlegt að annað hvort hafi hann sömu skoðanir og ríkisstjórnin eða hann fari sömu leið og Ögmundur. Jón lofaði því, rétt eins og aðrir þingmenn VG nema Lilija Mósesdóttir, Ögmundur og Atli. 


mbl.is Ögmundur segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband