Stefnuföst og gagnrýnin

Eftir því sem þessi kona, Eva Joly, kynnist ríkisstjórninni betur virðist hún verða æ gagnrýnni á störf hennar. Og ég sem hélt að það væri lítill fengur að henni. Mín mistök.

Ég hélt líka að ekkert væri spunnið í Norðmanninn í Seðlabankanum. Mín mistök. Hann virtist hafa haldið sömu stefnu og mótuð var í tíð fyrri Seðlabankastjóra. Hafði greinilega fátt út á hana að setja.

Ég spáði því í vetur að Már Guðmundsson yrði ráðinn Seðlabankastjóri á pólitískum forsendum. Að minnsta kosti er hann orðinn Seðlabankastjóri. Nú er það spurningin hvort hann haldi áfram þeirri stefnu sem forverar hans í starfi mótuðu. Held frekar að hann reyni að hliðra til fræðunum og koma pólitík í stefnu Seðlabankans. Sjáum til hvort þessi spá rætist.

Best er þó að fá fólk í stjórnsýsluna sem er eins og Eva Joly, stefnuföst og gagnrýnin. 


mbl.is Telur nýjan starfshóp pólitískt útspil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband