Nú vantar pólitíska forystu á þingi

Þeir eru margir komnir á þing og jafnvel í stjórnarráðið þessir hugumprýddu riddarar búsáhaldabyltingarinnar. Um leið orðnir kerfiskallar og kellingar.

Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, hefur ekkert pólitískt bakland. Hann vinnur bara vinnuna sína. Hefði hann ekki afnot af þessu fína hægindi væri hann að skrifa greinar og flytja ræður um ómögulega ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna.

Allur vindur er úr ríkisstjórninni eftir ESB umræðuna og Icesave. Hana skortir pólitíska forystu. Hún hefur hvorki vilja né getu til að taka á vanda skuldara. Vandi þeirra lá ljós fyrir strax eftir hrun og hann hefur ekki horfið þrátt fyrir aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar. 

Vandinn er ekki aðeins þeirra skuldara sem þegar eru komnir í þrot heldur líka hins stóra fjölda sem enn hefur vinnu og reynir og reynir að standa í skilum. Með áframhaldandi stefnu verður vandi skuldaranna sá klafi sem gerir út af við ríkisstjórnina.


mbl.is Greiðsluviljinn að hverfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætti Forsetaembættið að bera ábyrgð á þjóðarskútunni í framtíðinni eða ekki?

Viljum við að forsetaembættið verði einhverskonar punt/hefðar-embætti sem kostar 200milljónir ári eða myndum við vilja að þar væri maður sem hefði vald og vit til að stýra þjóðarskútunni undir fullum seglum og myndi standa í brúnni og standa eða falla með sínum árangri/ákvörðunum?

Hugmynd að nýrri stjórn-skipan:

Ef ég fengi að ráða þá myndi ég sameina biskupsembættið og forsetaembættið.Þjóðin væri þá væntanlega "leidd" eftir guðlegri forsjá; biskupinn væri væntanlega búinn að ganga í gegnum stranga siðferðilega síu=væri laus við stjörnustæla og íburð og bæri væntanlega alltaf hag lítilmagnans fyrir brjósti.Þetta embætti yrði valdalaust en biskupinn gæti á sínum kirkjulega vettvangi veitt sitjandi stjórnvöldum siðferðilegt aðhald; sem hann gerir ágætlega á fullum launum hvort eð er.

Síðan væri það SPURNINGIN um að taka upp franska eða ameríska kerfið.

Að forsætisráðherrann yrði kosinn beinni kosningu og hann myndi síðan velja einhverskonar fagfólk í öll embætti ríkisstjórnarinnar og búa á Bessastöðum.

(Yrði aðal-maðurinn).

Þarna væri þjóðin að kjósa sér skipstjóra á skútuna sem þyrfti að standa í brúnni og standa eða falla með öllum sínum ákvörðunum/hann myndi helga sig starfinu.

=Allar ábyrgðarlínur yrðu skýrari í öllum málum.

Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband