Lýđur, ekki tjá ţig í fjölmiđlum, ţađ borgar sig ekki!

Lýđur Guđmundsson kom nokkuđ vel út úr Kastljósviđtalinu. Hann er skýr, skilmerkilegur og ákveđinn. Ţví miđur virđist hann ekki hafa góđa ráđgjafa og ţađ segi ég vegna ţess ađ ţegar upp er stađiđ nćgja ţessi hćfileikar ekki til ađ breyta áliti almennings á honum, Existu, Kaupţingi og ástćđum fyrir efnahagshruninu. Allt er fyrirfram tapađ, sannleikurinn skiptir minnst máli.

Ţetta verđur aldrei nógu mikiđ brýnt fyrir svokölluđum „útrásarvíkingum“, „auđmönnum“, bankastjórum, bankaráđsmönnum eđa fyrrum stjórnmálamönnum. Ţeir eiga ekki ađ fara í viđtöl eđa tjá sig á einn eđa annan hátt á ţessu stigi málsins. 

Allt er eftir og ţá er betra ađ hafa ţagađ. Enn er sérstakur saksóknari ađ störfum, rannsóknir embćttis hans eiga eftir ađ breyta miklu. Ţann 1. nóvember verđur upplýst um niđurstöđur rannsóknanefndar um ástćđur efnahagshrunsins. Enn eiga skilanefndir bankanna eftir ađ ganga frá sínum málum. Fjármálaeftirlitiđ á eftir ađ senda fjölda mála til rannsóknar. Og svo framvegis

Síđast en ekki síst ţá eiga tugţúsundir Íslendinga í miklum vandrćđum vegna hrunsins. Atvinnuleysi herjar á ţjóđina, skuldir heimilanna hafa hrađvaxiđ, laun eru kerfisbundiđ lćkkuđ, húsnćđismarkađurinn er hruninn, bílamarkađurinn er ekki til, fjöldi fólks á eftir ađ hrekjast úr landi. Viđ hlustum ekki, viđ leitum ađ blórabögglum og viđ sjáum ţá í mönnum eins og Lýđ, ţó hann hafi fullkomlega rétt fyrir sér.

Vćri ég blađafulltrúi eđa almannatengill Lýđs Guđmundssonar eđa annarra manna af hans „tagi“ ţá myndi ég ráđleggja ţeim ađ tjá sig ekki í fjölmiđlum. Af hverju? Vegna ţess ađ ţađ skiptir engu máli hvađ ţeir segja núna, allt annađ verđur uppi á teningnum eftir 1. nóvember, eftir áramót eđa 1. september á nćsta ári. Ţá fyrst byrja menn ađ ganga í gegnum hreinsunareld rökrćđna og réttlćtingar og víst er ađ margir munu sitja eftir í ţeim eldi.


mbl.is Vissi ekki um lán til Al-Thani
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđrún Ţóra Hjaltadóttir

Ţađ er mikiđ rétt, stundum er best ađ ţegja og ţađ hefđi passađ honum vegna ţess sem undan er gengiđ. Ég held ađ ţjóđin trúi engum lengur.

Guđrún Ţóra Hjaltadóttir, 26.8.2009 kl. 22:20

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband