Þessu fylgir viðvarandi atvinnuleysi

Þegar bílasala fellur niður um 76% og íbúðasala um 60% þá hlýtur flestum að vera ljóst að kreppan er skollin á. Samdráttur á þessum mörkuðum þýðir einfaldlega atvinnuleysi.

Viðbúið er að þessir markaðir nái sér ekki í bráð þar sem fjöldinn allur er með lán í bílum og íbúðum í erlendri mynt. Þar af leiðandi koma slíkir bílar ekki á markaðinn nema svo ólíklega vilji til að eigendur þeirra eða aðrir séu tilbúnir að greiða upp mismun á höfuðstólsskuld og markaðsverði.

Afleiðingin verða nokkurs konar átthagafjötrar og bílaflotinn eldist úr hófi fram. Hvort tveggja jafn slæmt. 


mbl.is Samdrátturinn 75,68%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er hið þekkta samspil. Viðskiptahalli - þensla, eða atvinnuleysi. Mér finnst það merkilega lítið atvinnuleysi miðað við spár. Getur verið að svört starfssemi áður fyrr hafi áhrif? Í augnablikinu erum við að endurnýja bílaflota okkar svipað og Danir. Svo mikli var þenslan.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 11:44

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Lítið atvinnuleysi? Engin huggun þó svo að atvinnuleysi teljist lítið. Í raun er falið atvinnuleysi miklu meira. Meðan bankarnir eru „dauðir“ og stór hluti tekna þeirra sem hafa atvinnu fer í þessar hrikalegu afborganir þá vantar sparnað og ekki síður eyðslu, þ.e. eðlilegt peningastreymi í þjóðfélaginu.

Grundvallaratriðið er að lækka stýrivexti, fá bankana til að sinna atvinnulífinu og byggja upp fyrirtæki sem sinna verðmætasköpun.

Og síðast en ekki síst gera samning milli skuldara og lánadrottna um að lagfæra höfuðstól myntkörfulánanna.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 17.8.2009 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband