Tollstjórinn sér ekki fólkiđ á bak viđ kennitölurnar

Tollstjórinn í Reykjavík er eitt ógeđfelldasta embćtti ríkisins. Vinnureglurnar virđast vera ţćr ađ valda almenningi sem mestu vandamálum. Einfalt verklag virđist ekki fyrirfinnast ţarna innan dyra. „Viđskiptavinirnir“ virđast álitnir glćpamenn.

Hvers vegna ađ gera hlutina einfalda ţegar hćgt er ađ gera ţá flókna og valda almenningi vandamálum og leiđindum? Ţannig hlýtur Snorri Olsen tollstjóri ađ leggja línurnar.

Greiđsluađlögun er ađferđ til ađ brjóta skuldara niđur og geirnegla hagsmuni ríkissjóđs. Hún er ađferđ sem mafían gćti veriđ fullsćmd af. 

  • Dćmi: Mađur skuldar skatta vegna áćtlunar eđa endurálagningar. Í átta mánuđi hefur hann greitt af láninu, sömu fjárhćđina og sér fram á ađ klára skuldina innan árs.
Skyndilega er skuldin sett í fjárnám. Ekkert tillit er tekiđ til forsögu málsins. Hinn illrćmda lögfrćđideild embćttisins hefur enn og aftur í heiđri stefnuyfirlýsingu Snorra Ólsen, tollstjóra. 
  • Skuldarinn fćr tvo kosti: Annađ hvort greiđir hann skuldina eđa mćtir í fjárnámiđ!

 Er ţetta nú sú ađgerđ sem ríkisstjórnin á viđ ţegar hún gaf í vor út ţá yfirlýsingu ađ innheimtumenn ríkissjóđs ćttu ađ starfa eftir? 

  • Annađ dćmi: Mađur skuldar skatta vegna áćtlunar eđa endurálagningar. Hann greiđir ekkert af láninu og skiptir sér ekkert af ţví.

Af alkunnri vinnugleđi rekur lögfrćđideild tollstjórans augun í máliđ og gerir ráđstafanir.

  • Skuldarinn fćr tvo kosti: Annađ hvort greiđir hann skuldina eđa mćtir í fjárnámiđ!

Af ţessum tveimur dćmum er ljóst ađ skuldarar eru allir skíthćlar og ţá ber ađ međhöndla sem slíka. Ţannig vinnur Snorri Olsen og undirsátar hans hjá hinu undarlega embćtti Tollstjórans. Ţeir sjá ekki fólkiđ á bak viđ kennitölurnar en skýlir sér t.d. á bak viđ orđ eins og „greiđsluáćtlun“ sem er afar ţungbćr og íţyngjandi gjörningur fyrir ţá sem ekki eiga annars úrkosta. 

Ég gćti komiđ međ fjölda dćma um međhöndlun Tollstjórans á skuldurum, fyrirtćkjum sem og einstaklingum. Flestir ţekkja ţessi dćmi. 

Eitt annađ. Hefur fólk séđ bréf frá embćttinu? Ţar er kerfiskallinn Parkinson sko aldeilis í essinu sínu. Í flestum tilvikum eru ţetta illskiljanlegar yfirlýsingar á tölvumáli og uppsett á ţann hátt sem hentar tölvuforriti fyrirtćkisins. Ekki er gerđ tilraun til ađ hanna útlitiđ bréfa á ţann hátt ađ tilkynningarnar séu upplýsandi og hvetjandi. Og ekki dettur Snorra Parkinson ađ fara ađ dćmi kollega síns Ríkisskattstjórans. Laga til og hreinsa og gera embćttiđ neytendavćnt.

Ég er ađ hugsa um ađ stofna stjórnmálaflokk, komast á Alţingi, verđa fjármálaráđherra og reka Snorra og breyta embćtti Tollstjórans, helst leggja ţađ niđur.

Skilurđu ţađ sem hér er sagt, Snorri Olsen? Nei, auđvitađ er ţetta allt öđru vísi frá ţínum sjónarhóli. Tómur misskilningur af minni hálfu og hvernig má ţađ vera ađ almenningur hafi rétt fyrir sér? 

 


mbl.is 350 í greiđsluáćtlun á síđasta ári
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjólfur Árnason

Ekki gleima ţví ađ ţegar ţú ert veruleg illa staddur og getur engan veginn greitt nema smáaura inná skuldina í hverjum mánuđi (samkv. greiđsluáćtlun) ţá er sú greiđsla ekki nema brot af ţeim dráttarvöxtum sem leggjast viđ skuldina í hverjum mánuđi. sem sagt ţú ert dćmdur til ađ geta aldrei borgađ.

Brynjólfur Árnason, 25.7.2009 kl. 14:01

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband