Ríkisstjórnin notar tímann til að aga þingmenn sína

Það er ekki eins mikill bógur í ríkisstjórninni og ég hélt. Hún er að gugna. Röksemdir Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins virðast hafa náð eyrum nokkurra stjórnarþingmanna og því er það mat Jóhönnu og Steingríms að Icesave samningurinn njóti ekki öruggs meirihluta.

Auðvitað semur ríkisstjórnin við stjórnarandstöðuna um að fresta hefðbundnu. Þar með gefst  tækifæri til að herða þumalskrúfurnar á þingmönnum ríkisstjórnarflokkanna.

Um leið og Jóhanna og Steingrímur taka á agavandamálum innan þingflokka sinna koma á skrýtnari fletir upp á borðið.

Undarlegast er að Íslendingum er gert að greiða lögfræðiskostnað Breta vegna Iceave. Það er svipað eins og við hefðum þurft að greiða fyrir rekstur herskipanna sem send voru á Íslandsmið í þorskastríðunum.

Toppar þetta ekki allt?

Staðreyndin er hins vegar þessi: Því lakar sem þjóðinni gengur að koma lífi í efnahaginn því ver eru ríkið í stakk búið til að efna skuldbindingar sínar um bankaábyrgð.

Gallinn er sá að hér er ekki um að ræða hugsanlega hringrás heldur spítal sem liggur niður á við með vaxandi hraða, knúinn af Icesave. 


mbl.is Hlé gert á störfum þingsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Engar þumalskrúfur, "svipuhögg eða hringl í handjárnum", Sigurður. Þetta er kalt pólitískt mat og ósk um breiða samstöðu. Hvar hafið þið Birgir Ármanns alið manninn?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 21:20

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sæll, gamli vinur. Ég er bara hér fyrir norðan og horfi með skelfingu á Icesave og stjórnmálinn. Get ómögulega talað fyrir hönd Birgis.

Allt virðist allt á góðri leið til andskotans og um leið eigum við íslendingar að greiða rekstrarkostnað útlendinga. Þeir virðast hafa tryggt sér væna slummu úr ríkissjóði.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 23.7.2009 kl. 21:46

3 Smámynd: Jón Sveinsson

Það er ekki von að þau viti hvað eigi að gjöra í dag  þegar þau muna ekki hvað þau gerðu í gær.ICESAVE, Er altaf nír firir þeim á hverjum degi, tími jóhönnu kom og hún bilaðist og steingrímur ummsnérist er hann fékk völd .

svona er það nú Sigurður, með firir fram þökk Jón Sveinsson

Jón Sveinsson, 23.7.2009 kl. 21:59

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sæll Jón. Þau eru ekki gæfuleg en vil verðum bara að vona. Það var hrikalegt að bankarnir skyldu hrynja en ég samþykki ekki að þjóðfélagið fari sömu leið.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 23.7.2009 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband