Bull og þvæla í þessum Steingrími

Getur það verið að nafn nafn Steingríms J Sigfússonar muni standa fyrir mestu mistökum Íslandssögunnar, Icesave samningnum?

Hann getur allt eins haldið því fram að íslenskir bændur séu mesta skaðræði í íslensku þjóðfélagi vegna þess að þeir framleiða og selja vörur sem valdið geta hjartasjúkdómum.

Svona talsmáti er engum til gangs og allra síst íslenskum stjórnmálum.

Vissulega voru bankarnir seldir á sínum tíma. Ekki með nokkrum sanni er hægt að gagnrýna þann gjörning. Menn geta þó haft mismunandi skoðanir á því hvort bankarnir eigi að vera í einkaeigu eða opinberri, það er allt annað mál.

Salan á bönkunum sem slík hafði ekkert að gera með fall þeirra. Ekki frekar en að það sé sök Toyota að ökumaðurinn ók fullur og olli stórslysi.

Milljarðarnir ellefu sem fengust fyrir Landsbankan gamla á sínum tíma voru góð búbót. Ríkisendurskoðun kvittaði rækilega upp á viðskiptin og hafði nákvæmlega ekkert út á þau að setja.

Auðvitað hafa óvandaðir menn spunnið upp samsæriskenningar en enginn fótur er fyrir þeim. Staðreynd málsins er einfaldlega sú að eigendur bankanna klúðruðu málunum og við þurfum að borga.

Ef þessi Steingrímur vill halda áfram svona leik þá er alls ekki víst að neinn nenni að leika með honum. 


mbl.is Dýrustu milljarðar Íslandssögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband