Kæri Guð ...

Hæ, kæri Guð,

Bestu þakkir fyrir síðast. 

Ég í Jerúsalem. Gaman að koma hingað og skoða göturnar og húsin frá tíma Jésús. Verð að segja að þetta er allt frekar illa farið, viðhaldið vanrækt, skiluru. 

Nota þetta tækifæri til að prufa „tækni“ sem Gyðingarnir þykjast hafa notað árum saman til að hafa samband við þig. Er bara alls ekki viss um að þetta berist til þín svo ég leyfi mér að vera doldið kammó.

Mér finnst raunar afar hallærislegt ef hægt sé að meila til þín frá einhverjum ljótum vegg sem hefur ekkert af því sem þú hefur vanist heima í Vatíkaninu. Hann er svo gasalega ósmekklegur. Ekkert gull, enginn útskorinn viður eða ómetanleg listaverk í nánd. Það er nú eitthvað annað heima í Péturskirkjunni enda fer ábyggilega betur um þig þar auk þess sem messurnar eru langar og latínuskotnar.

En af því að það er svo erfitt að átta sig á því hvort þessi ljóti Grátmúr geri eitthvurt gagn væri gott að fá eitthvað tákn frá þér um að þessi skilaboð hafi náð til þín. Nefni bara sem dæmi hvort þú gætir komið því til leiðar Gyðingar og Palestínuarabar semja um frið ... Það væri sko einnar messu virði hið minnsta ef við hér á jörð myndum losna við þessi andsk... læti fyrir botni Miðjarðarhafs (afsakaðu orðalagið). Það er eiginlega ekkert annað í fréttum en skot, sprengingar, stríð og annar ófriðum milli þessara nágranna og þannig hefur það verið í langan tíma.

Ef þetta er til of mikils mælst þyrfti eitthvert tákn um að þú hlustaðir í grjótið. Komdu mér bara á óvaart, öll tilbreyting er skemmtileg. Hins vegar vara ég þig við að gera eitthvað af eftirtöldu:

 

  • Brenna einhvern runna, skógareldar eru vandamál í heiminum í dag
  • Senda neina vitringa, slíkir munu án efa missa marks 
  • Búa til myrkur um miðjan daga nema það sé úr takti við gang himinntungla, vísindin láta ekki plata sig.
  • Meiða neinn eða drepa, það missir marks, fólk er vant slíku úr sjónvarpi og bíói og margir hafa mikla reynslu á þessu svið
  • Ekki láta fólk elska hvert annað, það endar bara með óheftu kynlífi og við erum í nógum vandræðum með hvatir presta, munka og nunna, trúðu mér
  • Ekki afnema stríð og glæpi, það myndi setja atvinnulíf fjölda fólks í vanda og hann er nógurJæja 
Fleiru kem ég nú ekki fyrir á þetta supersize postcard og þurfti samt að skrifa þetta á tölvu og prenta út á kortið (raunar hef ég aðstoðarmann til að gera þetta, kann ekkert á tölvur frekar en Grátmúr).

 

Bið bara að heilda öllum sem ég þekki í ríki þínu.

Þinn Benni páfi, umboðsmaður og sérlegur talsmaður. 


mbl.is Páfi við Grátmúrinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guð elskar þá sem gráta við grátmúrspósthúsið hans ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband