Ég kaus Sjálfstæðisflokkinn í morgun

Í fyrsta sinn á lýðveldistímanum eiga kjósendur þess kost að kjósa flokka sem bjóða upp á stefnu sem byggist á lækkun launa, aukinni skattlagningu tekna og jafnvel eigna.

Viljum við þetta? 

Þeir sem fyrir þessu standa segja að leiðin til hagsældar sé fólgin í því algjörum samdrætti.

Þessu er ég algjörlega ósammála, svona tala ekki nema þeir sem eru ráðþrota.

Hvernig getur staðið á því að eftir nærri þriggja mánaða valdatíma Samfylkingar og Vinstri grænna hefur ástandið einungis farið versnandi.

  • 18.000 þúsund manns eru án atvinnu
  • Gengi krónunnar hefur lækkað um 18% frá því 1. febrúar
  • Ríkisbankarnir geta ekki sinnt lánaþörf fyrirtækja
  • Stýrivextir eru 15,5%
  • Verðbólga er 11%
  • Fasteignamarkaðurinn hruninn
  • Uppbyggingu í atvinnulífi er hagnað
  • Klofningur er í ríkisstjórninni vegna olíuvinnslu á Drekasvæðinu
  • Hluti ríkisstjórnarinnar vill ríkisvæða Icelandair
Á sama tíma eru viðbrögð forystumanna þessara flokka á þessa leið:
  1. Sjálfstæðisflokknum er kennt um allt sem miður hefur farið
  2. Sjálfstæðisflokkurinn á alla sök
  3. Allt Sjáfstæðisflokknum að kenna
  4. Hvergi í heiminum virðist vera banka- eða efnahagskreppa
  5. Paradís á jörð er í Evrópusambandinu
  6. Atvinnuleysið leysist smám saman
  7. Óþarfi er að vinna olíu á Drekasvæðinu, nóg er af henni á bensínstöðvum
  8. Hruni á fasteignamarkaðnum á að mæta með eignasköttum
  9. Lækkun á stýrivöxtum á að mæta með tekjusköttum
  10. Lánaþörf fyrirtækja á að leysa á næstu árum ...!!!
  11. Gengislækkun krónunnar er óleysanlegt vandamál
Hvers konar bull er þetta í vinstri mönnum?
 
Nú er það spurningin hvort landsmenn vilji kalla yfir sig stjórn með ráðþrota fólki? Eða vilja landsmenn leggja upp með þeim flokki sem lagt hefur skýrastar línur í uppbyggingu atvinnulífs eftir banka- og efnahagshrun, flokki sem hefur endurnýjað sig frá grunni.
 
Fyrir mitt leiti er valið auðvelt.
 
Í dag hef ég þegar kosið Sjálfstæðisflokkinn.

 


mbl.is Kjörsókn með ágætum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband