Knúðu peningarnir Ómar til uppgjafar?

Ómar Ragnarsson gafst upp. Hann var einsmálefnisflokkur og slíkir eiga sér ekki lífsvon. Hins vegar var málefnið mjög sérstakt, en jafnframt gott og göfugt. Hann barðist fyrir réttindum náttúru Íslands gegn eyðingaröflunum í þjóðfélagin.

Ég var að mestu hlyntur Ómari og umhverfisstefnu hans. Ég var aldrei sáttur allt annað sem hann hélt fram enda er Ómar afspyrnu slakur pólitískur leiðtogi og stefnusmiður. En þegar kemur að náttúru landsins standa fáir honum á sporði, þar geysar sannur eldmóður og stefnufesta.

Auðvitað gat Ómar ekki haldið út stjórnmálaflokki í einum smábíl jafnvel þó hann héldi því fram að hann væri að reka smáflokk. Líklegast er það staðreynd að hann hafi fengið inni í Samfylkingunni vegna þess að hún heitir því að greiða niður skuldir Íslandshreyfingarinnar frá síðustu kosningum. Sorgleg örlög hugsjónamanns að gerast húskarl annarra. Sjálfur á Ómar nóg með að fjármagna áhugaverðar heimildamyndir um náttúru Íslands.

Samtök og hreyfing. Þetta er eins og í gamla daga þegar menn notuðu orðið alþýða í alls kyns samsetningum. Íslandsheyfing í Samfylkingu verður aldrei annað en Samfylking og væntanlega aðeins einn hluti af ósamstæðum flokki vinstri manna og hægri krata og miðjumoðið með.

Ómar á hins vegar enn eftir að heilla landsmenn og fullvissa þá um að náttúran er dýrmætasta auðlindin en hvort hann dragi um leið menn að Samfylkingunni er annað mál. Hann fær þó seint dregið mig þangað.


mbl.is Íslandshreyfingin hluti Samfylkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Ég tek undirþetta.  ég kaus Ómar síðast, en Samfylkingin heillar mig ekki.  Það er hins vegar fátt um fína drætti fyrir púka eins og mig.

Púkinn, 27.3.2009 kl. 21:37

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Umhverfismál er ekki eitt og einfalt mál. Umhverfismál er fjölbreyttur málaflokkur er varðar framtíð Íslands og möguleika. Stundum er rætt um eins máls flokk eins og Frjálslinda flokkinn. Fiskveiðimál hverskonar er t.d. bara eitt af umhverfismálunum.

Það er alveg sama hvar Ómar Ragnarsson er, hann vinnur sitt verk af elju og hann verður ekki kveðinn niður. Því er mikilvægt að hann fái stærra skip til að sigla umhverfismálunum í góðum byr. Þar hittir hann fyrir fjölda umhverfisverndarsinna. 

En það eru því miður ekki allir Samfylkingarmenn neinir sérstakir umhverfisverndarsinnar. 

Kristbjörn Árnason, 27.3.2009 kl. 22:19

3 Smámynd: Guðmundur Björn

Hvað er umhverfisverndarsinni?  Er það að prumpa glimmeri í kór við miðbæjarrotturnar?

Guðmundur Björn, 28.3.2009 kl. 01:16

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég spyr þess sama og Guðmundur Björn. Ég er kallaður "virkjana og stóriðjufíkill" vegna þess að ég styð álver á Bakka og var með Kárahnjúkavirkjun. Samt nýt ég þess að vera úti í náttúrunni og það eru þó nokkrir staðir sem ég vil ekki raska. En ég fæ ekki hland fyrir hjartað þó ég sjái mannvirki í náttúrunni einhversstaðar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.3.2009 kl. 02:13

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Guðmundur vinur minn og Gunnar Th. Lítið á mannvirki OR á Kolviðarhóli. Ég fæ hreinlega „hland fyrir hjartað“ þegar ég lít þangað. Þetta eru einfaldlega hryðjuverk í náttúru Íslands. Mikils um vert að fella mannvirki inn í landslagið eins og kostur er. Síðan er það hitt að reyna að leyfa náttúrunni að njóta sín. Við þurfum ekki að vað um allt á skítugum skónum.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 28.3.2009 kl. 17:40

6 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sæll Sigurður,

ég ætla ekki að reyna að útskýra þett fyrir þessum vinum þínum enda held ég að þeir muni ekki skilja þær útskýringar úr því að þeir þurfa að spyrja.

Kristbjörn Árnason, 28.3.2009 kl. 20:50

7 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sæll aftur Kristbjörn. Skil þig mætavel. Hins vegar er nauðsynlegt að menn reyni að skilja sjónarmið annarra og þannig hafa útskýringar oftast gagnleg áhrif svo maður tali nú ekki um málefnalegar rökfærslur.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 28.3.2009 kl. 22:36

8 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Ekki veit hverskonar átyppi þetta eru sem skrifa með þessum hætti á bloggið þitt, en mér finnst þeir gera sig all nokkuð heimakomna. Svona guttar voru kallaðir sveitavargar forðum á Húsavík.

Enginn sómakær Húsvíkingur lagði sig niður við að taka upp einhverjar samræður við slíka hlíðinga.

En það get ég sagt þér Sigurður  að ég er enginn sérstakur umhverfis-verndarsinni og veit ekkert út á hvað það gengur.

En af því að þegar ég var ungur og gékk í keng, kynnstist ég góðum stelpum á Húsavík. Þeirra vegna er ég algjörlega á móti álversbyggingu á Bakka við Húsavík. 

Það er einvörðungu vegna silfursins þeirra. Þær áttu fallega  silfurpeninga sem allir voru búntaðir í 30 peninga pakka og síðan einnig gnægð af öðru silfri. Ég vil ekki að brennisteinsvetnið falli á þetta fallega silfur.

Allt til að þóknast einhverjum sveitavörgum

Kristbjörn Árnason, 28.3.2009 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband