Góð tillaga Evrópunefndar, tvennar kosningar

Án efa flutti Ragnhildur Helgadóttir áhrifaríkustu ræðuna á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í morgun. Hin aldni stjórnmálaskörungur fullyrti að það hafi hingað til verið aðall flokksins að þora og hafa forystu um samstarf við aðrar þjóðir og samtök þeirra.

Og það var rétt sem Ragnhildur sagði að Íslendingar hefðu ekkert að óttast þó þeir samþykktu aðildarviðræður við Evrópusambandið. Undir það get ég fyllilega tekið. Það eru hins vegar niðurstöðurnar sem mestu máli skipta.

Á landsfundinum er greinilega yfirgnæfandi meirihluti manna á móti aðild að Evrópusambandinu. Hins vegar er áreiðanlega meirihluti fyrir því að leggja tillögu um aðildarviðræður undir þjóðaratkvæðagreiðslu. Sjálfstæðismenn eru ekki hræddir við vilja þjóðarinnar og þetta er lýðræðisleg leið og ber með sér sættir milli þeirra sem vilja inngöngu og þeirra sem hafna henni. Og hún verður áreiðanlega samþykkt þó með minniháttar breytingum.

Fjölmargir í þjóðfélaginu hafa undrast hugmyndir um tvennar kosningar um ESB. Björn Bjarnason, yfirlýstur andstæðingur aðildar, fullyrti engu að síður að slík tillaga væri af hinu góða. Í fyrsta lagi væri það lagt undir þjóðina hvort sækja ætti um aðilda og fara í aðildarviðræður. Verði það samþykkt er ljóst að bera þarf niðurstöður aðildarviðræðnanna undir dóm þjóðarinnar.

Aðild að Evrópusambandinu er ekkert smá mál. Þess vegna er ástæða til þess að viðhafa beint lýðræði, hafa þjóðina með í ráðum frá upphafi til enda. Fæstir geta verið á móti slíku og allra síst þeir sem hlynntir eru aðild.

Við Sjálfstæðismenn berum vonandi gæfu til þess að samþykkja tillögu Evrópunefndar flokksins. Hún getur opnað nýjar víddir í samstarfi okkar við aðrar þjóðir.


mbl.is Afstaða mótast af hræðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Já þetta er langbesta leiðin til þess að flokkurinn klofni ekki.  Hann getur illa tekið á þessum ágreiningi.

kv.

ES

Eyjólfur Sturlaugsson, 27.3.2009 kl. 13:59

2 identicon

Ég er hlyntur aðild og ég er algjörlega á móti því að kjósa um að kjósa. Þetta er svo branalegt að það nær engu tali. Kjósa svo um einhverjar grílusögur um ESB, einhverjar lygasögur sem hræða fólk frá því að taka sjálfstæða ákvörðun. Með þessu móti er ekki verið að bjóða fólki að farið sé í samningaviðræður og fólkið fái svo að ákveða sig út frá því. Þú segir að meirihluti sé á móti ESB, við hvað eruð þið þá hrædd? út af hverju eru þið hrædd við viðræður? Er það kannski út af því að þá kemur sannleikurinn í ljós og þá myndi meirihluti þjóðarinnar snúast og kjósa með ESB?

Það er bara alltaf sama skítalyktin af þessum blessaða Sjálfstæðisflokki, hugsar fyrst um rassgatið á sj´fum sér, ekki ólíkt stefnunni sem þessi flokkur rekur. Ég um mig frá mér til mín hugmyndafræðin og skítt með alla hina. Þessi flokkur er búinn að skaða þessa þjóð meira en landráðamenn geta gert. Það er með hreinum ólíkindum að nokkur einasti íslendingur skuli kjósa flokinn sem rústaði landinu. Ég fullyrði það að hvergi í heiminum myndi það ske að þriðjungur þjóðar myndi kjósa flokk sem hefði eyðilagt efnahagskerfi þjóðarinnar. Hérna eru menn í liði og taka þessu svona eins og að fótboltalið hafi fallið í aðra deild og nú á bara að berjast aftur upp í fyrstu deild með öllum ráðum. Stundum heldur maður að það sé eitthvað annað en heili í höfðinu á fólki sem ætlar að kjósa skemmdarvarginn, hvernig er það elskar þú Sigurður, Sjálfstæðisflokkinn meira en landið þitt og þjóð?

Valsól (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 14:20

3 identicon

Eigum við ekki bara að halda tíu kosningar um það að fara í aðildarviðræður, þá er alveg örugt að lýðræðið sem Sjálfstæðisflokknum er svo annt um, nái fram að ganga. Talandi um lýðræði og Sjálfstæðisflokkin, þennan flokk sem hefur verið á móti því að stjórnarskránni sé breytt og lýðræðið bætt til handa fólkinu í landinu.

Einar Hannesson, ert þú líka á móti því að stjórnarskránni sé breytt? Þá ættir þú ekki að vera tala um eitthvert lýðræði, því þá ert þú eins og Sjálfstæðisflokkurinn, á móti lýðræðisumbótum.

Valsól (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 14:24

4 Smámynd: Eysteinn Þór Kristinsson

Til hvers í ósköpunum að kjósa um að kjósa!!  Nóg að kjósa einu sinni og þá um fyrirliggjandi samning. Kosning um kosningu er næstum því kosning um ekkert.

Eysteinn Þór Kristinsson, 27.3.2009 kl. 15:45

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Bestu þakkir fyrir innlitið, Valasól. Alltaf leiðinleg komment sem koma frá þér. Sættu þig við að fólk hefur mismunandi skoðanir og fyrir alla muni ekki gera fólki upp skoðanir. Þú nærð alla vega engum árangri með fúkyrðum og dónaskap.

Eysteinn. Könnum hvort þjóðin vilji skoða inngöngu í ESB. Ef hún vill það ekki, þá er það mál úr sögunni. Vilji svo til að hún samþykki það þá einhendum við okkur í viðræður með þeim fyrirvörum sem við viljum setja. Berum síðan niðurstöðurnar undir þjóðina. Ef þetta er ekki beint og milliliðalaust lýðræði þá er það ekki til.

Einar, þakka þér fyrir gott innlegg.

ES, gott að við erum sammála.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 27.3.2009 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband