Þetta er leikrit, hún þarf ekkert að íhuga!

Enn heldur leikritið áfram. Trúir því nokkur maður að konan sem um árið hrópaði: „Minn tími mun koma“ sé í einhverjum vafa um að taka að sér formannsstarfið? Þvílíkt bull.

Þessi atburðarás er hönnuð af almannatengslamanni Samfylkingarinnar og áróðursnefnd flokksins. Tilgangurinn liggur í augum uppi. Hann er einfaldlega sá að breiða yfir þau vandræði sem flokkurinn er í vegna skyndilegrar afsagnar Ingibjargar Sólrúnar. Í annan stað var það tilgangurinn að breiða líka yfir endemisfundinn sem Ingibjörg, Jóhanna og Össur héldu til að lýsa yfir sjálftöku sinni á fyrstu þremur sætunum í prófkjörinu.

Flokkurinn hefur verið við það að liðast í sundur undanfarin misseri, fyrst og fremst vegna vinstri slagsíðunnar á honum, þess hluta sem aldrei gat sætt sig við stjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokksins og ærðist hreinlega við bankahrunið. Flokksbrotið sem sá alltaf eftir því að vera ekki með Alþýðubandalaginu og vill nú bandalag við Vinstri græna.

Jóhanna Sigurðardóttir vill vera formaður flokksins. Henni var hins vegar ráðlagt að halda sér til hlés þangað til eftir prófkjör flokksins um næstu helgi. Og það gerir hún. Það eru varla nema sljóir blaðamenn sem halda að konan liggi daglangt undir feldi og pæli í málunum: „Á ég að verða formaður eða á ég ekki.“


mbl.is Jóhanna íhugar áskoranir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Löve.

Þetta hefur þú náttúrulega séð hjá áróðursmaskínu íhaldsins? Svona vinna þeir. Skjálfið áfram af hræðslu. Verður gaman þegar megnið af flokknum verður lokað inni eftir fjárglæframenskuna.

Davíð Löve., 10.3.2009 kl. 14:45

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sæll Davíð og bestu þakkir fyrir innlitið. Það er svona með marga að einn talar í suður þá þarf sá næsti að tala í vestur. Hvað er það sem ég á að hafa séð hjá „áróðursmaskínu íhaldsins“. Verð ég lokaður inni? Hvað dómsdags bull er í þér maður? Er enginn ærlegur þráður til í þér, kanntu enga mannasiði?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 10.3.2009 kl. 14:51

3 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Ég spyr þig nú bara Sigurður, er Jóhanna búin að segja þér að hún vilji vera formaður? Og ert þú kanski í innsta hring Sf, þar sem þú segir að henni hafi verið ráðlagt að halda sig til hlés, þar til eftir prófkjör? Ef svo er ekki, þá segi ég bara hverslags helvítis bull er þetta í þér maður.

Hjörtur Herbertsson, 10.3.2009 kl. 15:19

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Er hennar tími ekki kominn? Þarf eitthvað að velta því fyrir sér?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 10.3.2009 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband