Gjörsamlega vanhæf minnihlutaríkisstjórn

Hvað er í raun og veru að gerast hér á landi meðan svona er rætt um þjóðina í virðulegum útlendum ritum? Jú, allur kraftur minnihlutaríkisstjórnarinnar hefur hingað til farið í að skipta um Seðlabankastjóra með valdi. Til viðbótar er meirihluti þingsins að leggja fram frumvarp um breytingar á kosningalögum og einhver gáfumenni eru að föndra við það að leggja fram frumvarp til laga um jafna kynjaskiptinu í stjórnum fjármálafyrirtækja.

Menn kunna greinilega að forgangsraða á hinu háa Alþingi.

Nei, ekki er lögð megináhersla á efnahagsmál og hvernig koma á þjóðinni út úr þeim hremmingum sem hún er búin að vera föst í undanfarna fimm mánuði.

Og þetta styður Framsóknarflokkurinn, þar sem sagt er að ferskir vindar blási og ungt fólk sé við stjórnvölinn. Hvað er þetta fólk eiginlega að hugsa?

Hversu lengi eigum við að bíða? Auðvitað höfum við nægan tíma. Hvað er maður að kvarta? Þetta er bara smotterí, þessar skítugu ofurskuldir sem eru að sliga annan hvern mann og ekki kvarta þessi 16.000 sem eru á atvinnuleysisskrá og ótaldir eru þeir sem fá ekki atvinnuleysisbætur.

Þetta fólk og við hin horfum við upp á vanhæfa ríkisstjórn, gjörsamlega vanhæfa. Helvítis fokking pakk.


mbl.is Wall Street á túndrunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Halldór Björnsson

Ertu semsagt aðdáandi pakksins sem kom okkur í þessar aðstæður?

Björn Halldór Björnsson, 3.3.2009 kl. 10:24

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Bull er þetta í þér maður. Kommentaraðu á bloggið.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 3.3.2009 kl. 10:26

3 Smámynd: Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson

Vandin er sá að í staðinn fyrir að þessir flokkar standi nú allir saman að því að finna lausn á máli sem er stærri en nokkur flokkur þá er alveg sama bullið í gangi og hefur alltaf verið með þessa flokka. Sjálfstæðismenn sitja móðgaðir út í horni og finnst að það hafi verið tekin af þeim sá sjálfsagði réttur að vera ráðandi FLOKKURINN á Íslandi (eiga forsætisráðherrasætið) finnst þeim.

Framsókn er við alveg sama heygarðshornið og áður, fastir í baktjaldamakki og mest uppteknir við það að koma sér í þá stöðu að vera flokkurinn sem allir þurfa að leita til til að hafa meirihluta og þá fyrst geta þeir potað fram sínum málum og sett sitt fólk í alls kyns stöður sem það á ekki skilið (sem reyndar sjálfstæðisflokkurinn gerir líka óspart).

Og svo eru það flokkarnir tveir til vinstri sem eru að reyna að breyta einhverju eru ekki alveg vissir hvar þeir eiga að stíga niður, geta ekki komið neinu í gegn nema með samþykki framsóknar sem svo sannarlega spilar bara með ef það hentar þeim.

Og svo er það frjálslyndir, smáflokkur sem virðist sundurtættur af óeiningu klíkuskap og einhverju harki sem engin skilur (sennilega ekki þeir sjálfir) og svo ætlast einhver til þess að þetta fólk vinni okkur út úr þessu ósköpum.

Hvernig getur maður annað en látið sig hlakka til

Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 3.3.2009 kl. 10:43

4 Smámynd: Baldvin Mar Smárason

@Björn

Þau geta allavega lært af mistökunum....

Þeir vitleysingar sem sitja nú við stjórn hafa ekki ennþá brennt sig á eldinum og standa ní í miðju bálinu og vita ekkert hvað er í gangi.

Baldvin Mar Smárason, 3.3.2009 kl. 10:47

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Eðvard, það hlakkar sko ekkert í mér. Þetta ástand er hrikalegt. Við erum með ríkisstjórn sem er gjörsamlega vanhæf. Hún er í tómu rugli, öll verkefni hennar miðast ekki að því að taka á vandanum í efnahags- og atvinnumálum. Maður er frekar gráti nær. Svona gengur þetta ekki lengur.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 3.3.2009 kl. 10:48

6 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sæll Baldvin. Minnihlutaríkisstjórnin getur ekki lært af neinum mistökum. Hún gerir ekki neitt, hvorki rangt né rétt. Það er dauðasyndin.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 3.3.2009 kl. 10:50

7 identicon

Bíddu, hvaða grein varst þú að lesa Sigurður? Það var verið að segja í greininni sem þú hengdir kommentið við, að Íslendingar hafi ætlað sér að verða fjármálaveldi og runnið á rassgatið með allt saman. Sjálfstæðisflokkurinn fór þar fremstur enda hlegið að þessum flokk út um allan hinn Vestræna heim, og formenn bæði núverandi og fyrrverandi settir á lista í virtum tímarirum á meðal mestu skussa efnahagshrunsins í heiminum. En hvað ætlar þú að leggja til málanna? Jú þú ætlar að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Ótrúlegt hvað fólk getur verið blint og ekki tilbúið til að hegna skussunum.

Og varðandi það sem þú segir um þessa minnihlutastjórn sem nú fer með takmörkuð völd, er bara tómt þvaður. Það eru 20 mál sem þessi stjórn var sett saman til að afgreiða. 10 frumvörp eru nú þegar í meðförum þingsins til samþykkis og eftir er að leggja fram 10 frumvörp. En málið er að það hefur hvorki rekið né gengið að koma þessu í gegn um þingið, hvorki pakka til heimilanna né annað vegna þess að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur gera lítið annað en að tefja málin. Ástæðan fyrir því er einföld, þessir flokkar eru hræddir um að missa heiðurinn af verkinu til stjórnarflokkanna rétt fyrir kosningar, enda geta þeir ekki beðið eftir að rjúfa þing. Þetta er ógeðslegt. Á meðan þjóðinni blæðir þá hugsa Framsókn og Sjálfstæðisflokkur ekki um neitt nema eigið skinn. 

Valsól (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 12:56

8 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ríkisstjórnin hefur ekkert gert nema reka Davíð Oddson. Það stendur eitt uppúr. Hún hefur aldrei haldið því fram að Sjálfstæðisflokkurinn standi í vegi fyrir henni. Framsóknarflokkurinn er hluti af ríkisstjórninni, annars væri hún ekki til, sé hann vandamál þá er það heimilisvandamál. Auk þess ætti hvorki þér né öðrum að koma það á óvart að Alþingi er löggjafarvaldið, ekki ríkisstjórnin.

Og hvað hefur þú lagt til málanna, kæra Valasól? Ekkert. Þú ert nákvæmlega með þá ríkisstjórn sem þú vildir, vanhæfa ríkisstjórn. Allir vissu að hún yrði það, en þú heldur annað. Í ríkisstjórninni eru menn ekki sammála um frumvörpin, ekki sammála um forgangsröðunina, ekki sammála um atvinnumálin, ekki sammála um efnahagsmálin. Og svo kennir þú Sjálfstæðisflokknum um. Er það ekki ánsi langt seilst.?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 3.3.2009 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband