Hver er munurinn á „settum“ Norðmanni og „skipuðum“?

20. gr. Forseti lýðveldisins veitir þau embætti, er lög mæla.
Engan má skipa embættismann, nema hann hafi íslenskan ríkisborgararétt. Embættismaður hver skal vinna eið eða drengskaparheit að stjórnarskránni.

Er það stjórnarskrárbrot ef útlendur ríkisborgari gegnir íslensku embætti? Vafinn leikur á því að í tilvitnaðri grein stjórnarskráinnar er notað sögnin „að skipa“. Norðmaðurinn er hins vegar „settur“ Seðlabankastjóri, þ.e. gegnir stöðunni aðeins um stundarsakir.

Þó svo að minnihlutaríkisstjórnin hafi gerst sek um afglöp varðandi hin nýju Seðlabankalög hlýtur hún að hafa látið kanna þetta til hlítar hvort lög heimili að maður sem ekki er íslenskur ríkisborgari gegni embætti hér á landi til skamms tíma. En það er nú samt aldrei að vita, slíkur er flautaþyrilshátturinn og lætin við að bola Davíð Oddsyni úr embætti.

Annars er ástæða til að óska minnihlutaríkisstjórninni til hamingju með Seðlabankalögin.

Eftir mánuð í embætti eru það einu lögin sem henni hefur tekist að koma í gegnum þingið.

Svo eru menn að tala um nýtt afl í stjórnun landsins. Í boði stendur jafnvel meirihluti á þingi fyrir þessi óhemju afköst, dugnað og atorku við efnahagsstjórnin, að minnsta kosti sé miðað við síðustu skoðanakönnun.

Já, Davíð var rekinn og nú hlýtur allt að ganga okkur í haginn. eða hvað? 


mbl.is Nýr seðlabankastjóri settur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til þess er maðurinn settur, að gjörningurinn sé löglegur. Ég var eitt sinn settur í embætti, v.þ.a. ég hafði ekki íslenskt ríkisfang en fengið embætti sem skipað var í. Skipunin kom svo þegar ríkisfangið var í höfn. Lögbrot?

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 10:21

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Það hefur áreiðanlega bjargað þér að þú er makkamaður. Skiptir áreiðanlega öllu ;-)

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 27.2.2009 kl. 10:22

3 Smámynd: Guðmundur Björn

Segið mér eitt.  Ber þessi aðalhagfræðingur enga ábyrgð?  Hvað var hann að gera allan þennan tíma?

Guðmundur Björn, 27.2.2009 kl. 10:39

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Nei, en hann ber ábyrgð gagnvart sínum næsta yfirmanni og naut trausts hans.

Davíð var látinn fara vegna þess að það vantaði böggul til blóra og hann var nærtækastur. Hinir bankastjórarnir flutu með vegna „jafnréttissjóðarmiða“.

Dettur hins vegar nokkrum manni í hug annað en óbreytt ástand og óbreytt stefna í Seðlabankanum? Hver ætti hún annars að vera?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 27.2.2009 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband