Léttir að Óskar og félagar kaupi Moggann

Ekki er laust við að nokkur léttir fylgi því að hafa lesið þessa frétt. Morgunblaðið er þjóðareign og stór hluti af tilverunni fyrir flesta. úr því sem komið var held ég að betri eigendur hafi ekki verið fáanlegir en Óskar Magnússon og félagar.

Óskar Magnússon er reyndur maður í viðskiptalífinu. Hann hefur stjórnað stórum fyrirtækjum, er sjálfstæður og frumlegur, hefur aldrei verið taglhnýtingur eins eða neins. Ekki nema gott eitt má segja um þá sem eru með honum, Gísla Baldur Garðarsson, sem er afar fær lögmaður, Gunnar B. Dungal, sem átti og rak Pennan þar til fyrir nokkrum árum, Guðbjörg, Matthíasdóttir í Vestmannaeyjum, Pétur H. Pálsson í Vísi í Grindavík, Þorstein Má Baldvinsson margreyndan útgerðarmann og Þorgeir Baldursson í Odda.

Reina má með því að fleiri komi inn í þennan hóp þegar frá líður og Árvakur og Morgunblaðið nái aftur fjárhagslegum styrk.


mbl.is Þórsmörk kaupir Árvakur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni B. Steinarsson Norðfjörð

Nú! Ég var að fá athugsemd við mína færslu, þar sem var rakið að Jón Ásgeir hafi alltaf keypt nokkru síðar fyrirtæki sem Óskar hafi verið nýbúinn að  eignast.

Árni B. Steinarsson Norðfjörð, 25.2.2009 kl. 19:16

2 Smámynd: kristinnh

Held að þú ættir að lesa athugasemdina á blogginu þínu aðeins betur Árni.

kristinnh, 25.2.2009 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband