Ef forsætisráðherra ætlar að reka Davíð þarf grjótheld rök

Nú er ástæða fyrir forsætisráðherra minnihlutastjórnarinnar að vanda sig. Hún þarf að hafa skoðun á því hvers vegna Davíð Oddsson er ekki hæfur sem Seðlabankastjóri.

Henni dugar ekki að tala eins og götustelpa með mótmælaspjald, pott og prik. Hún verður að hafa rök fyrir brotvikningu hans.

Þau rök verða líka að duga sögulega séð. Þegar málin verða gerð upp verður að vera algjörlega ljóst hvað Davíð gerði rangt og hvað hann hefði átt að gera út frá þeim forsendum sem ljósir voru á þeim tíma. Það dugar ekki að fullyrða að í ljósi staðreynda dagsins í dag hefði Davíð eða Seðlabankinn átt að gera hitt eða þetta.

Vilji svo til, út frá staðreyndum mála, að Seðlabankinn hafi eiginlega gert flest það sem hann hefði átt að gera þá mun sagan dæma Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra minnihlutastjórnar mjög harkalega. Og raunar alla ríkisstjórnina sem minnihluta Alþingis, Samfylkinguna og Vinstri græna.

Nú þarf rök, grjótheld rök. Ekki að „einhverjum“ þurfi bara þurfi að fórna.


mbl.is Einn Seðlabankastjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Takk fyrir þetta, gamli. Þú átt við svona svipað eins og þegar Húsnæðismálastofnun var lög niður til að losna við þann ágætismann Sigurð E. Guðmundsson sem var framkvæmdastjóri, og Íbúðalánasjóður stofnaður. Þar með þurfti ekki að reka neinn. Gamla stonfunin var bara umbúðirnar eina.

Hvað sem menn vilja gera þarf rök, grjótheld rök.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 1.2.2009 kl. 19:22

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Breytingar á Seðlabankanum hafði Geir Haarde boðið Ingibjörgu upp á í desemberbyrjun og átti að samþykkja frumvarp um það í febrúar. Það hafa verið erlendir sérfræðingar ásamt innlendum að tak út starfsemi Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins til að gera ríkisstjórninni tillögur um hvernig best væri að haga þessum málaflokkum til framtíðar. Þessu boði Geirs fylgdu breytingar á yfirstjórn bankans. Þessu var slegið á frest að ósk Ingibjargar vegna veikinda hennar.

Rannsókn er enn í fullum gangi við að velta við öllum steinum, meðal annars eru erlendir réttarendurskoðendur (forensic accountants) sem eru að yfirfara með Fjármálaeftirlitinu gögn úr bönkunum. Sömuleiðis er nýlega stofnuð rannsóknarnefnd Alþingis að safna gögnum og að undirbúa yfirheyrslur . þeirri nefnd st´jórnar Hæstaréttardómari. Þangað berast gögn í stríðum straumi frá mörgum "litlum símamönnum" sem betur fer.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 1.2.2009 kl. 19:25

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Hvað varðar Seðlabankann þarf ekki „litla símamanninn“.

Allt liggur ljóst fyrir. Hins vear þarf að greina stöðu mála á hverju tíma og skoða gerðir Seðlabankan í ljósi þess sem vitað var.

Kannski liggur Seðlabankinn í því - margir vona það án þess að vita hvers vegna. Og kannski kemur í ljós að Seðlabankinn hefur bara staðaið sig.

Hvort heldur er þarf grjóheld rök fyrir breytingum í Seðlabankanum, annars standa þeir afar illa sem ákvarðanir tóku.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 1.2.2009 kl. 19:30

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ég er sammála þér. Það þarf pottþétt rök fyrir því að reka þriggja manna bankastjórn Seðlabankans. Ég held að vandfundin séu fagleg rök fyrir því að reka hana. Formaður bankastjórnar varaði við stöðu bankanna haustið 2007, en viðskiptaráðherra brást ekki við því.

Frekast er að sjá að ákvörðun um að reka stjórn Seðlabankans "af því bara" stjórnast sennilega af hatri á Davíð Oddsyni. Verst að báðir hagfræðimenntuðu bankastjórarnir verða fyrir þeirri skothríð sósíalistanna.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 1.2.2009 kl. 19:41

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sleggjudómar duga ekki. Ef Davíð er vanhæfur, þá þarf að rökstyðja það með einhverju haldbetra en „afþvíbara“.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 1.2.2009 kl. 20:33

6 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Kommon, Öndin trítilóða. Þú hlýtur að geta gert betur en þetta.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 1.2.2009 kl. 21:50

7 Smámynd: Egill M. Friðriksson

Sigurður: Ég get nefnt nokkrar ástæður. Ef að Davíð varaði við bönkunum í samtölum við stjórnarflokkana, hvers vegna komu slíkar aðvaranir ekki fram í Peningamálum SÍ? Davíð fullyrti líka að SÍ hefði ekki getað gert neitt til að stöðva bankana. Það er rangt - stjórn SÍ hefði getað aukið bindiskyldu bankanna - þvert á móti var hún lækkuð. Í þeim löndum þar sem fjármálageirinn er stór er bindiskylda jafnan hærri heldur hún var hér á landi.

"Bindiskyldu- og lausafjárhlutföllin hafa mjög mikil áhrif á peningamagn í umferð og getur Seðlabankinn reynt að stjórna peningamagni í umferð með því að breyta þeim. Það er þó sjaldan gert og oftast reyna seðlabankar að nota önnur stjórntæki frá degi til dags, sérstaklega vaxtaákvarðanir."

Tekið af Vísindavefnum.

Annars er ég ekki einu sinni að koma með þessi rök, þau koma beint frá hagfræðingum sem hafa gagnrýnt Seðlabankann. Einnig er hægt að lesa pistla Þorvalds Gylfasonar frá 2005/2006 fram að hruninu og þegar farið er yfir þá sést hversu ótrúlega sannspár hann reyndist vera.

Egill M. Friðriksson, 1.2.2009 kl. 23:26

8 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Egill. Tilgangurinn með bindiskyldunni var að takmarka útþenslu banka, draga úr útlánum. Gallinn við þetta er hins vegar sá að bankarnir gátu fengið nær ótakmarkað lánsfé erlendis frá og takmarkanir bindiskyldunnar voru litlar sem engar.

Jafnvel Þorvaldur Gylfason veit þetta, Egill. Krafa allra á þessum uppgangstímum var að geta fengið nóg af lánum, almenningur krafðist þess, og því fór sem fór.

Er lág bindiskylda virkilega stóra ávirðingin á Davíð? Á að reka hann fyrir bindiskylduna? þvílík della.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 2.2.2009 kl. 00:01

9 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Baldvin, í hverju felast þá landráðin? Reyndu nú að vera málefnalegur og skoða í kollinum á þér hvort þú hafir haldbær rök eða þú sért bara fórnarlamb áróðurs.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 2.2.2009 kl. 00:16

10 Smámynd: Kristján Logason

Til grundvallar þessu myndi ég nefna þau atriði sem Ólafur Ísleifsson hefur nefnt:

1. Krónan HRUNDI
2. Gengið HRUNDI
3. Fjármálatöðuleikinn HRUNDI
4. Bankarnir HRUNDU
5. Greiðslumiðlunin við útlönd HRUNDI
6. Lánstraustið HRUNDI
7. Seðlabankinn varð tæknilega gjaldþrota

Að auki má nefna þessi atriði þar sem stjórn Seðlabankans brást:

Seðlabankinn gat ekki uppfyllt skyldu sína um að vera banki til þrautarvara.

Seðlabankinn kom í veg fyrir að bankar flyttu starfsemi sína á önnur gengissvæði.

Seðlabankanum tókst ekki nema einusinni að halda verðbólgu innan marka (2,5%) en hún stefnir nú i 20%.

Seðlabankinn lækkaði bindiskyldu á banka.

Seðlabankinn brást eftirlitshlutverki sínu og sinnti ekki skyldum um samvinnu og samskipti við Fjármálaeftirlit og bankamálaráðherra auk skorts á eðlilegum samskiptum við ínnlendar fjármálastofnanir.

Kristján Logason, 2.2.2009 kl. 03:50

11 Smámynd: Kristján Logason

Það er án þess að fara í öll verk davíðs fyrir starf sitt í seðlabankanum.

Hann er megin hönnuð þess hruns sem nú hefur verið yfir okkur leitt. Því þarf hann að fara svo hægt sé að hreinsa til.

Þannig er það bara. Skítt finnst sumum en sannleikanum er hver sárastur 

Kristján Logason, 2.2.2009 kl. 03:53

12 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Kristján Logason, þú færð alla vega prik fyrir að reyna. Flest af því sem þú nefnir hefurðu tekið upp frá einhverjum bullukollum sem vita ekkert hvað þeir eru að tala um. Trúi því ekki að greindur maður eins og þú skulir ekki beita eigin hyggjuviti. Það ætti ekki að vera svo erfitt.

1. Rétt, krónan féll. Dollarinn var í rúmum 60 kr en er núna í um 113 krónum. Miklar umræður voru í fyrra um að krónan væri of hátt skráð. ENGIN RÖK, hjá þér.

2. Sama og nr. 1. ENGIN RÖK.

3. Alheimskreppa ríkir, fjármálastöðugleikinn er alls staðar lítill sem enginn. RÖKLEYSA

4. Bankarnir hrundu vegna þess að þeir gátu ekki fjármagnað sig. ENGIN RÖK.

5. Greiðslumiðlun við útlönd hrundi aldrei. Hún er í ágætu lagi. ENGIN RÖK.

6. Lánstraust ríkissjóðs fer eftir ýmsu, m.a. skuldastöðu, efnahag og fleiru. ENGIN RÖK.

7. Banki til þrautavara og fleira hefur valdið lækkun eigin fjár hjá Seðlabanka. Hann getur aldrei orðið gjaldþrota, hvorki tæknilega né öðru vísi. MISSKILNINGUR HJÁ ÞÉR.

Það er rangt hjá þér að Seðlabankinn hafi ekki verið til þrautavara.

Bankarnir áttu rétt á að flytja út starfsemi sína. Það hefur aldrei verið gagnrýnt heldur frekar hvernig þeir störfuðu erlendis.

Verðbólgan núna er afleiðing efnahagskreppunnar, ekki Seðlabankans.

Að hvaða leiti brást Seðlabankinn eftirlitshlutverki sínu?

Kristján, þú hlýtur að geta gert betur en þetta. Veistu hreinlega ekkert út á hvað gagnrýnin á Seðlabankann gengur eða ertu fórnarlamb áróðurs gegn bankanum? Ekkert af þessu sem þú nefnir er annað en yfirborðslegur hræringur. Værir þú ráðherra og rækir seðlabankastjóranna út frá þessum forsendum myndirðu skapa ríkinu gríðarlega bótaskyldu. Það er þess vegna sem ég segi, það þarf grjótheld rök fyrir brotvikningu bankastjóranna og þú hefur þau ekki. Sorrí.

Hins vegar er ég ekki að segja að Seðlabankinn hafi ekki gert mistök. Það hefur hann svo sannarlega gert, aðeins til að nefna eitt þá mistókst honum að efla gjaldeyrisforðann sem var þó verkefni hans allt árið 2008. Gengdarlaus áróður áróður gegn bankanum og sérstaklega hysteríukenndur áróður gegn Davíð Oddssyni er út í hött vegna þess að fæstir geta fullyrt að betur hefði verið hægt að gera nema að eftir hrun þykjast allir vera sérfræðingar og öllum þykir augljóst að hitt eða þetta hefði átt að gera.

Lifðu heill og sæll. Krisján Logason. Vona að Davíð haldi ekki fyrir þér vöku.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 2.2.2009 kl. 08:41

13 Smámynd: Kristján Logason

Það þarf nú neira en Davíð til að halda fyrir mér vöku. Hins vega þá hrekur þú ekki þessar fullyriðngar með rökum sem ég tael slæmt. Þar með tel ég þær standa þar til að ég sé rök fyrir öðru.

Öll rök í þjóðfélaginu og efnahaginum hnigu að því að hér kæmi kreppa. Strax eftir  mai 2006. Ráðstafanir sem voru teknar í kjölfarið gerðu illt verra. Þar er um að kenna öllum þeim aðilum sem sáu um efnahagsstjórn.

Það var lýð fyrir löngu ljóst að á bak við bóluna var ekkert en þeir sem leifðu sér að gagnrýna ástandið voru samstundis hakkaðir niður sem öfundsjúkir ruggludallar. Það að ekki skildi gengið til verka að laga ástandið er á ábyrgð Seðlabanka og fjármálaeftirlits. Rikisstjórnar einnig Ef þeir hefðu fyrr slegið þá varnagla sem þurfti og ekki leift bönkunum að þenjast svona út þá hefði höggið af heimskreppunni orðið minna og við komist í gegnum það án þeirrar vitleysu sem við nú förum i.

Alheims sérfræðingar eru á því að seðlabanki hafi gert allt vitlaust á dögunum fyrir og eftir hrun. Líkt og í knattspyrnu, þegar lið tapar leikjum endalaust er á endanum skipt um þjálfara.

Þannig er staðan nú. Liðstjórar hafa verið reknir og nú er komið að þjálfaranum. 

Málið snýst ekki um áróður gegn Daví sem persónu heldur að störfum hans og innleiðingu þeirrar efnahagsstefnu sem hér hefur kollvarpað öllu.

Hann er holdgerfingur þessarar stefnu og þarf því að víkja úr stjórnsýsluni svo hægt sé að hreinsa til og taka upp mildari og betri stefnu.

Við þurfum traust á seðlabankanum og meða það er skoðun erlendra sem aðila vilja veita okkur lán að svo sé eki þá verðum við að breyta til. Samskiptaleysi milli æðstu ráðamanna á krísu tímum má alls ekki vera til staðar. Menn verða að setja málefnið björgum þjóðinni ofar eigin egói 

Þess fyrir utan óttast ég að ýmsar bommertur eigi eftir að koma í ljós þegar menn komast í þau g-gn sem í bankanum eru 

Kristján Logason, 2.2.2009 kl. 11:55

14 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Fín skrif hjá þér Kristján.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 2.2.2009 kl. 11:57

15 Smámynd: Offari

Er ekki nóg að hafa þetta í sáttmála ríkisstjórnarinar?

Offari, 2.2.2009 kl. 14:13

16 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Jú, jú, eða krota það í fjörusand.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 2.2.2009 kl. 14:17

17 identicon

Þegar þjóðir heims eru farnar að hlæja að okkur fyrir að vera með sömu menn í seðlabankanum ,,en þá ,,sem eiga stóran hlut í þessari bankakreppu  þá er okkur ekki treystandi fyrir peninga málastefnu..

Res (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 16:55

18 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Fjölgar nú grjótheldu rökunum.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 2.2.2009 kl. 16:58

19 Smámynd: Aliber

Það er erfitt að færa grjóthörð rök fyrir brottvikningu seðlabankastjóra þegar árangur hans er metinn fyrst og fremst af huglægum ástæðum.

Í seðlabönkum starfar fjöldi sérfræðinga sem móta og beita hans helstu vopnum, þ.e. stýrivöxtum, bindisskyldu og þessum tæknilegu tækjum.

Annað stórt vopn sem seðlabankar búa yfir er síðan trúverðugleiki. Það er nauðsynlegt, til að seðlabankar virki, að markaðir og neytendur trúi aðgerðum hans.

Seðlabankar beita þessu vopni í gegnum seðlabankastjóra.

Sama hversu klár maður Davíð er og þó hann hafi ekkert með tæknilegar útfærslur á aðgerðum seðlabankans að gera, þá stendur eftir að markaðurinn trúir honum ekki og þar með er eitt af þessum stærstu vopnum seðlabankans orðið bitlaust.

m.b.k.

Sá gamli

Aliber, 2.2.2009 kl. 21:26

20 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Bestu þakkir fyrir þetta, Ólafur gamli. Gott að fá einhvern hingað inn sem getur rætt málin án þess að missa sig ... Get svo sem alveg samþykkt það sem þú segir miðað við gefnar forsendur þínar. Hins vegar er erfitt að reka einhvern á huglægum forsendum, a.m.k. koma kjarasamningar í veg fyrir slíkt, nú og líka ráðningasamningar embættismanna. Bið bara spenntur eftir morgundeginum en þá upplýsir minnihlutaforsætisráðherrann um aðferðina.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 2.2.2009 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband