Vinstri grænir hræðast landfund Sjálfstæðisflokksins

Þetta er alveg hárrétt hjá Ástu Möller. Vinstri grænir eru alls ekki neinir vitleysingar. Þeir vita að þeim stafar einna helst ógn af því að Sjálfstæðismenn nái vopnum sínum og geti byrjað að berja á þeim fyrir kosningar.

Þegar hefur komið fram að ástæðan fyrir tillögu VG um kosningar fyrir páska er fyrst og fremst að koma í veg fyrir að Sjálfstæðisflokknum nýtist landsfundurinn. Þeir vilja ekki heldur að í ljós komi að sú stefna sem síðasta ríkisstjórn markaði mun skila árangri. Það vinnur svo gegn Vinstri grænum að minnihlutastjórnin er verður að mestu leyti starfsstjórn og án þingsins mun hún engu koma í verk.

Svo kemur væntanlega í ljós að „mótmælendaframboðin“ munu án efa kroppa fylgið af vinstri flokkunum.

VG má hins vegar leggja til kosningar í febrúar ef þeir vilja. Sjálfstæðisflokkurinn er sveigjanlegur flokkur og getur haldið landsfundinn hvenær sem er.


mbl.is Ásta: VG hræðist að grasrótin leiti annað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Vandinn við val á kosningardagsetningu er einfaldlega það að nauðsynlegt er að endurnýja umboð  Alþingis í kjölfar hrunsins en samtímis má ekki ganga á möguleika nýrra framboða að bjóða fram enda er búsáhaldabyltingin þeirra. Það þarf að finna einhvern ballans á milli þessarra krafna fólks og er það eitt af verkefnum þessara viðræðna að finna þann ballans.

Held annars að þetta sé nú smámál miðað við spurninguna um hversu hart eigi að ganga fram í uppgjörinu við útrásarvíkingana. Ég held að það sé spurningin sem flokkarnir eru að bítast mest um, enda stærsta raunpólitíska deiluefni samtímans. 

Héðinn Björnsson, 28.1.2009 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband