Mótmæli hverfa í skugga mótmæla

Engum málstað er greiði gerður með svona skrílslátum. Líklegast þykist þessi lýður vera að mótmæla bankahruninu og efnahagsástandinu.

Niðurstaðan er þó afar einföld: Fólki var meinað um þann lýðræðislega rétt að tjá sig, fólk varð fyrir líkamlegum skaða, tæki og tól voru skemmd eða eyðilögð og síðast en ekki síst áhorfendur fengu ekki notið þess réttar að hlusta á rökræður stjórnmálamanna.

Sú staðreynd verður ekki hrakin að efni mótmælanna hafa horfið í skugga mótmæla. Efnisleg niðurstaða er verri en engin.

Fjölmargar aðrar aðferðir hefðu verið árangursríkari. Til dæmis hróp, köll, notkun bílflauta o.s.frv. Þess í stað ætluðu mótmælendur að reyna að gera sjálfa sig að einhvers konar pístlarvottum. Sanniði til. Nú upphefst kórinn um ofbeldi lögreglu, ólöglega gasnotkun og að þetta hafi bara verið lýðræðislegur tjáningarmáti ...


mbl.is Fólk slasað eftir mótmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Ég er á sama máli að ofbeldi er ekki árangursríkt (í þessu tilfelli), en hvað vitum við um það sem þarna gerðist? Við höfum bara heyrt söguna frá fréttamönnum sem fá ekki háa einkunn þegar kemur að umfjöllun mótmæla á Íslandi.

Þegar þó nokkur prósent Íslendinga safnast saman viku eftir viku til að MÆLA á móti þeim sem skuldsettu þjóðina, þá er áhugi mbl ekki mikill.

Þegar nokkrir ungir Íslendingar safnast saman og fimm þeirra SKEMMA sjónvarpskapla, hvað ætli að sé HELST Í FRÉTTUM? (sjá mynd)

Jón Þór Ólafsson, 31.12.2008 kl. 17:55

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ég er ekki sammála þér um fréttamat. Ég er ekki heldur sammála þér um að segja þurfi frá hverjum einasta mótmælafundi - jafnvel þó ég hafi verið á honum. Hins vegar sýnist mér Mogginn hafa sinnt þessu mótmælum meir en efni standa til.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 31.12.2008 kl. 18:30

3 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Þegar fólk fór að fjölmenna á laugardags fundi Radda Fólksins og mæla á móti ráðamönnum reyndi Mogginn og aðrir fjölmiðlar að fjalla sem minnst um málefni fundarins og sem mest um hasar fárra aðila á fundunum.

Þetta viðgegst þar til mótmælendur voru orðnir það margir að fjölmiðlafólk  var skammað (m.a. í Silfri Egils) fyrir að reyna að mála ólátamynd af mótmælunum.

Það er mat margra á fréttaflutningi af mótmælum síðustu mánaða. En það þurfa ekki allir að vera sammála.

Jón Þór Ólafsson, 31.12.2008 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband