Kemur Sjálfstæðisflokknum ekki við

Ég get ekki séð að það komi okkur Sjálfstæðismönnum nokkuð við þótt Samfylkingin hafi eða hafi ekki umboð til að sækja um ESB aðild. Sjálfstæðisflokkurinn er á kafi í athugun á hagkvæmni ESB aðildar og það gerir hann á eigin forsendum.

Niðurstaða verður kynnt á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í lok janúar og sá fundur tekur ákvörðun um framhaldið. Samfylkingarfólk mun ekki sækja þann fund og mun engin áhrif hafa á umfjöllunina.

Taki landsfundur ákvörðun um að láta reyna á aðildarumsókn þá má allt eins búast við því að flokkurinn vilji fá þjóðaratkvæðagreiðslu áður en farið er í aðildarviðræður. Sé þjóðin sammála því að sækja um aðild þá held ég að það sé breið samstaða innan flokksins að niðurstöður aðildarviðræða verði kyrfilega kynntar fyrir landsmönnum og aftur mun þjóðin kjósa og þá um hvort hún vilji ganga í ESB á fengnum forsendum.

Lykilatriðið er að enginn velkist í vafa um vilja þjóðarinnar, hvorki fyrir né eftir aðildarviðræður.


mbl.is Segir forystu ekki hafa umboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband