Við meðaljónarnir erum tvístígandi ...

Ekki við öðru að búast en að þessir tveir formenn nefndarinnar vinni skipulega að málinu. Þeir eru ekki þekktir fyrir annað. Ég er einn þeirra Sjálfstæðismanna sem veit ekki í hvora löppina á að stíga í Evrópumálinu.

Fyrir það fyrsta er ljóst að bæði kostir og gallar fylgja inngöngu í ESB. Gallarnir eru auðvitað þeir að við fáum litlu um ráðið undir hvaða lög og reglur við erum sett. Það getur valdið gríðalegum vandamálum, t.d. svipuðum og aðrar Evrópuþjóðir hafa staðið frammi fyrir, s.s. atvinnuleysi. Svo er ekki ljóst hvað bíður sjávarútvegsins,v erður hann til dæmis settur undir sameiginlega stjórn eða fær hann að vera innanríkismál okkar?

Í annan stað hafa margir Sjálfstæðismenn sem ég tek mark á hvatt til þess að við göngum inn í Evrópusambandið og tökum upp Evruna. Menn eins og Þór Sigfússon og Vilhjálmur Egilsson. Aðrir hafa lagst þversum gegn inngöngu og fært fyrir því góð rök.

Þetta er nú ástæðan fyrir því að við meðaljónarnir erum tvístígandi. Hitt vitum við mætavel að inngangan mun ekki leysa þau vandamál sem við stöndum frammi fyrir í dag.

Ég ætla að halda áfram að fylgjast með og sanka að mér upplýsingum og einn góðan veðurdag kemur kannski að því að ég geti gert upp hug minn.


mbl.is Fundaferð um Evrópumál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband