Þaulsetnir atvinnumenn í verkalýðsrekstri

Þegar er komin fram krafa um að ASÍ leggi sitt lóð í efnahagasvanda þjóðarinnar með samtökin setji á stefnuskrá sína að vísitöluverðtrygging lána verði aflögð. Nýkjörinn forseti ASÍ hefur neitað að verða við þeirri kröfu. Svona stuttu eftir þing samtakanna er komin gjá á milli samtakanna og almennra launþega.

Á sama tíma og ASÍ krefst afsagna ráðherra er auðveldlega hægt að benda á máttleysi þessarar verkalýðsforystu sem hefur verið hin sama í áratug með örlitlum breytingum á embættum. Ekkert nýtt blóð fær að komast inn í þessa nomenklaturu atvinnumanna í verkalýðsrekstri.

Er ekki kominn tími á breytingar meðal hinna þaulsetnu á þeim bæ?


mbl.is Ríkisstjórnin stokki upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Það er allavega kominn tími á að færa launin þeirra nær launum aumingjanna sem borga þeim laun. Þetta fílabeinsturnahyski er með margföld laun skjólstæðinga sinna en verja öllum sínum vinnutíma í það að finna smugur með stjórnarsætum og alls konar bitlingum til að bæta eigin kjör en hundsa vinnuna sína sem upphaflega hafði það markmið að gæta hagsmuna félagsmanna í verkalýðsfélögunum. Verkalýðsforystan er ónýt og sýnist öll vera hálaunuð sníkjudýr á vinnandi láglaunafólki.

corvus corax, 27.11.2008 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband