Eðlilega stendur Sjálfstæðisflokkurinn höllum fæti

Þjóðin gengur í gegnum verstu efnahagsþrengingar sögunnar. Margir draga einhliða ályktanir af staðreyndum. Nefna m.a. þetta: Sjáflstæðisflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn síðustu sautján árin. Bankakerfið var einkavætt á þessum tíma með tilstyrk Alþýðuflokks/Samfylkingar og Framsóknarflokks. Með tilstyrk Alþýðuflokks/Samfylkingar gerði landið aðila að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Sjálfstæðislokkurinn hefur verið í forystu þeirra sem vilja efla frjálsræði í atvinnulífinu. Eðlileg vilja menn tenga hrakfarirnar í efnahagslífinu áðurnefndum staðreyndum.

Það þarf þó mikið ímyndunarafl til svo kenna mætti Sjálfstæðisflokknum um hin alþjóðlegu bankakreppu sem skall á þjóðinni og olli þannig þeim hamförum sem hrjá okkur núna.

Vissulega hefði verið hægt að standa betur að málum og þess vegna er fólk óánægt og kallar nú Sjálfstæðisflokkinn til ábyrgðar. Flokkurinn er hins vegar nægilega stór til að axla sína ábyrgð. Hún verður hins vegar að vera réttmæt.

Menn eiga þó eftir að sjá að ríkisstjórnin undir forystu Geris H. Haarde hefur tekið rétt á málunum. Það skilst líklegast ekki fyrr en síðar. Þá verður væntanlega komin niðurstaða í málaferlunum við Breta. Þá verður efnahagur landsins búinn að ná sér og þá verður ekki síst ljóst hverjir gerðu mistök og hver þau voru. Þá verður kominn tími á kosningar og þá munu skoðanakannanir eðlilega sýna allt aðra niðurstöðu einfaldlega vegna þess að fólk er ekki fífl, fólk hugsar og tekur afstöðu með rökum.

Þá munu þau 34% sem ekki tóku þátt í könnuninni leggja Sjálfstæðisflokknum lið vegna þess allir munu sjá að Sjáflstæðisflokknum verður ekki ekki kennt um hina alþjóðlegu kreppu né heldur verk þeirra sem áttu og stýrðu íslensku bönkunum.


mbl.is Fylgi VG meira en Sjálfstæðisflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég er líka sjálfstæðismaður en það dugar ekki að stinga höfðinu í sandinn!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 30.10.2008 kl. 20:21

2 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Ástandið hér er verra en annars staðar og það er fyrst og fremst vegna vinnubragða Sjálfstæðisflokksins, sem hefur haft tögl og hagldir í fjármálastjórninni í hartnær tvo áratugi. Þar hafa aðrir ekki fengið að skipta sér mikið af í skjóli yfirburða Sjálfstæðismanna.

Páll Geir Bjarnason, 30.10.2008 kl. 20:31

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Fylgi Sjálfstæðisflokksins tengdist hinni óbilandi "global" hugmyndafræði. Þegar sú hugmyndafræði hrundi fylgdi efnahagskerfi íslensku þjóðarinnar og fylgi Flokksins í kjölfarið. En með því að takast á við þessi sáru vonbrigði með "staðföstu hugarfari" eins og þið gerið Guðbjörn og Sigurður- og sem ætti að vera öllum góðum flokksmönnum til fyrirmyndar- verða vonbrigðin léttbærari. Nú eigið þið að vera góðir og taka utanum hvorn annan, eins og formaður ykkar segir. Greenspan mun vera langt kominn með að ná sér. Þið eigið minn hlýhug vísan.

Bestu kveðjur!

Árni Gunnarsson, 30.10.2008 kl. 23:27

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Það dugar lítt að vera með einhvern æsing og á móti þýðir ekkert að stinga höfðinu í sandinn. Sjálfstæðisflokkurinn ber ábyrgð, hann er nægilega stór til þess að axla sínar byrðar. Ég geri fastlega ráð fyrir að flokkurinn fari í mikla naflaskoðun næstu tvö árin.

Yfirburðir Sjálfstæðisflokksins í stjórn landsins byggjast auðvitað á kjósendum sem hafa ekki talið það eftir sér að kjósa hann. Aðrir flokkar eiga þó sína „sök“ ef út í þá sálma er farið. Munum að „yfirburðir“ hans hafa þó aldrei verið slíkir að hann hafi haft hreinan meirihluta á Alþingi. Við stuðningsmenn flokksins höfum líka áhyggjur af ástandinu en við föllum ekki í sömu gröf og írska kvennalandsliðið sem eyddi mestri sinni orku í að kvarta undan leikvellinu. Íslenska landsliðið sigraði vegna þess að það tók á aðstæðum og vann sig út úr þeim. Þannig mun þessi þjóð vinna sig út úr efnahagsvandanum.

Fatta ekki alveg hvað þú átt við, Árni, með „global hugmyndafræði“ nema það sé andstæðan við einangrunarhyggju. Ég get þá lofað þér að hið síðarnefnda mun aldrei verða stefna Sjálfstæðisflokksins

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 31.10.2008 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband