Hækkun stýrivaxta krafa IMF

Mikil pressa hefur verið á Seðlabankann að lækka stýrivexti. Fjölmargir málsmetandi menn hafa gagnrýnt Seðlabankann harkalega og fullyrt að „of“ háir stýrivextir væru gangslausir. Bent var á að bankarnir hefðu ekki þurft á innlendu lánsfjármagni að halda heldur átt auðvelt með að fá lán erlendis. Þar af leiðandi dyggðu hinir háu stýrvexti ekki og þar af leiðandi væri neyslan taumlaus.

Eftir að bankarnir féllu urðu menn jafnvel enn háværari og loks lét Seðlabankinn undan. Það sem er nú skýtilegast var að ekki virðst allir hafa verið sammála. aðrir, ekki síður málsmetandi menn, fullyrtu að í þessu kreppuástandi væri mikið óráð að lækka vextina þar sem miklu máli skipti að auka sparnað. Nú væru allir bankarni háðir stýrivöxtunum og lægri vextir myndu einfaldleg stuðla að aukinni verðbólgu. Hugsanlega hefur spádómurinn ræst, nú virðist verðbólgan vera 15,9% miðað við heilt ár.

Síðan heyrist það í fulltrúum IMF um daginn að nauðsynlegt sé að viðhalda háum stýrivöxtum svo verðbólgan færi nú ekki úr böndunum. Þar af leiðandi má leiða líkum að því að hækkun stýrivaxtanna sé eitt af þeim skilyrðum sem IMF hefur sett og Seðlabankinn telji það skynsanlegt að ganga frá þeim strax, þ.e. áður en stjórn IMF tekur ákvörðun um stóra lánið.


mbl.is Harkalega skipt um gír
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband