Enginn réttur brotinn

Sé ekki hvernig iTunes geti verið ólöglegt nema fyrir þá sök að notendur þess greiða ekki virðisaukaskatt af viðskiptunum. Rétthafar fá alltaf sinn hlut hvar sem kaupandinn er búsettur.

iTunes hefur einfaldlega samið við alla rétthafa tónlistar, bíómynda, sjónvarpsþátta, hljóðbóka og annars efnis sem selt er í gegnum þessa þjónustu.

Ég keypti fyrr á þessu ári inneign hjá ituneshop.net og er afar ánægður með þetta fyrirtæki. Það er stórkostlega einfalt í notkun fyrir almenning.

iTunes kemur Stef ekki nokkurn skapaðan hlut við því sá réttur sem samtökin eru að gæta er ekki brotinn á neinum.

Auðvitað verður iTunes að koma til Íslands enda sjálfsagt að notendur búsettir á Íslandi greið virðisaukaskatt af viðskiptunum.

Hitt er tóm vitleysa að reyna að hindra Íslendinga að njóta þjónustunnar. Það er útilokað nema því aðeins að loka fyrir netsamband við umheiminn. Þá er orku manna betur í það verkefni varið að stofnsetja iTunes hér á landi.


mbl.is Íslendingar nota iTunes-verslunina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þuríður Jónsdóttir

Hallo,

thetta er otruleg frett, hvada rettur aetti ad vera brotinn. Eini rétturinn sem er brotinn er ad ekki se til islensk itunes verslun. Eg by i thyskalandi og nota mikid thyska itunes og ekki er eg ad brjota lög... vaeri nu gaman ef itunes vaeri til lika fyrir island og islenska tonlist.

bestu kvedjur fra thyskalandi i fotboltastemmningu ;o)

 A.

Þuríður Jónsdóttir, 20.6.2008 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband