Huglægir mælikvarðar

Munum að maðurinn taldist ekki hafa brotið gegn náttúruverndarlögum heldur fékk hann dóm fyrir að aka á óskráðu vélhjóli.

Setjum nú sem svo að maður aki yfir á rauðu ljósi og lögreglan standi hann að verki, eins og hún gerir oft. Getur hann þá borið því við að hann hafi engum spjöllum valdið og sloppið þannig við sekt?

Nei, alveg örugglega ekki.

Hvernig stendur á því að samkvæmt umferðalögum er engin miskunn gefin en samkvæmt náttúruverndarlögum fer refsingin eftir einhverjum huglægum mælikvörðum. Og hvenær brýtur maður lög og hvenær brýtur maður ekki lög? svo snúið sé út úr orðum Jóns Hreggviðssonar.


mbl.is Gangnaforingi á mótorhjóli braut ekki gegn náttúruverndarlögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aron Reynisson

Í REGLUGERÐ um takmarkanir á umferð í náttúru Íslands segir. 

5. gr.

Akstur utan vega vegna tiltekinna starfa.

Við akstur vegna starfa við landbúnað er heimilt að aka utan vega á ræktuðu landi.

Einnig er heimilt að aka utan vega á landi, utan miðhálendisins, sem sérstaklega er nýtt sem landbúnaðarland ef ekki hljótast af því náttúruspjöll.

Aron Reynisson, 8.10.2007 kl. 15:38

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mér sýnist þessi úrskurður bera vott um þá dómgreind sem vænst er af handhöfum dómsvalds. Ólíklegt má telja að bændur vinni spjöll á landi við skyldustörf umfram það sem ekki verður forðað. En auðvitað mun þetta hrinda af stað umræðunni gömlu um Jón og séra Jón.

Árni Gunnarsson, 8.10.2007 kl. 16:53

3 Smámynd: Aron Reynisson

Reglugerðin segir allt sem segja þarf um þetta mál. Bændum er leyfilegt að aka utanvega á beitarlendum í almenningi svo lengi sem ekki hljótast spjöll af.  Bæði ökumaður og lögregla voru sammála um að ekki hefðu hlotist landspjöll af akstrinum.  Það er því ekki um neitt brot að ræða og því fullkomlega óþarft að vera með dylgjur um annað.  Það voru engir afslættir í þessum dómi.

Aron Reynisson, 8.10.2007 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband