Hryðjuverkamenn á „krossurum“ í Innstadal

DSCN2184bSvokallaðir „krossarar“ eru vaxandi vandamál í náttúru landsins. Hér er um að ræða torfæruhjól, mest notuð af ungu mönnum sem þekkja lítið til landsins öðru vísi en af slíkum farartækjum og þeir telja sér allt leyfilegt.

Ef til vill er þeim allt leyfilegt.

Fyrir nokkrum árum var þessum köppum úthlutað æfingasvæði við Vífilsfell og þar hafa flestir haldið sig. Hins vegar hafa margir ekið þar upp og niður fell í nágrenninu, um Ólafsskarð og vestur undir Bláfjöllum er mótorhjólaslóði. Ég hef séð mótorhjólamenn fara frá æfingasvæðinu við Vífilsfell og aka upp undir Hengil og þar eru nú hjólaslóðir sem áður voru engar. Auk þess hafa menn reynt sig við móbergsklettaklifur á mótorhjólum og spólað þar talsvert mikið í Engidal og á leiðinni inn í Marardal.

Síðasta afrek „krossarana“ er svo Innstidalur og þar má sjá að komnar eru hjólabrautir í kringum dalinn. Ég tók meðfylgjandi mynd fyrir mánuði ofan af Skarðsmýrarfjalli og á henni má greinilega sjá einn kappann í krossferð sinni.

Jú þeim er víst allt leyfilegt. Ástæðan fyrir því að þessir menn eru ekki stöðvaðir er einfaldlega sú staða að þegar einu sinni er kominn vegarslóði þá er þeim sem á eftir koma heimilt að aka hann. Lögregluna skortir heimildir til aðgerða, sbr. yfirlýsingar frá sýslumanninum á Selfossi sem hefur árangurslítið reynt að koma lögum yfir þessa hryðjuverkamenn.

Auðvitað þarf að loka nýjum og gömlum vegaslóðum og hafa eftirlit með því að lokunin haldi. Þar að auki þarf að messa hressilega yfir mótorhjólafólki og gera þeim skiljanlegt hvað er í húfi.


mbl.is Apakettir á vélhjólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FLÓTTAMAÐURINN

Ég ætla að benda þér á nokkrar rangfærslur hjá þér:

1. Það er fólk á öllum aldri sem notar "krossara"

2. Hjólamenn fengu úthlutað Bolöldusvæðinu fyrir 2 árum og þeir slóðar sem þú nefnir þar í kring, Ólafsskarðið og fleiri voru allir komnir á undan því.

3. Í Innstadal liggur vegslóði eftir öllum dalnum og á ferð minni þar fyrr í sumar gat ég ekki séð neinar hjólabrautir.

4. Motocrosshjól= torfærumótorhjól án ljósabúnaðar og skráð sem slíkt með rauðum númeraplötum

   Endurohjól= líta svipað út og krosshjólin nema með ljósabúnaði og skráð með hvítum númerum og þar af leiðandi 100% á vegakerfi landsins. 

FLÓTTAMAÐURINN, 25.9.2007 kl. 13:32

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Bestu þakkir fyrir athugasemdirnar. Hins vegar hef ég aðeins hitt ungt fólk á þessum hljólum, í Engidal vestur undir Hengli, í Innstadal, við Bolöldu, ofan við Undirhlíðar og víðar. Vegslóðinn í Innstadal var síðast þegar ég vissi lokaður. Geri engan greinarmun á hjólatýpum en þakka engu að síður fyrir þennan greinarmun á hjólagerðum.

Niðurstaðan er sú að á öllum aldri eru til hryðjuverkamenn á vélhjólum sem víla ekki fyrir sér að aka þar sem þeim sýnist í náttúru landsins. Eflaust er lítill minnihluti sekur um athæfið en þangað til málin skýrast liggja allir undir sök. Því miður.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 25.9.2007 kl. 13:43

3 Smámynd: FLÓTTAMAÐURINN

Þegar ég fór um Innstadal núna í sumar var ekkert sem benti til þess að vegslóðinn væri lokaður. Hver er búinn að loka honum og hvar er hægt að nálgast upplýsingar um það?

Þú átt eflaust eftir að hneykslast á því sem ég segi núna en ég ætla að beyta sömu rökum og þú gerir: Núna liggur þú undir þeirri sök að stunda ofsaakstur, að vera nauðgari og dópsali.

Stendurðu ennþá á bak við þessa setningu hjá þér:

Eflaust er lítill minnihluti sekur um athæfið en þangað til málin skýrast liggja allir undir sök.

FLÓTTAMAÐURINN, 25.9.2007 kl. 14:07

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þetta er nákvæmlega ástæðan fyrir því að svo margir bloggarar loka fyrir athugasemdakerfið, þeir hafa hreinlega gefist upp á að halda uppi vitrænni umræðu.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 25.9.2007 kl. 14:35

5 Smámynd: FLÓTTAMAÐURINN

Þú gerir þér grein fyrir því að það sem ég gerði var að beita sömu fordómunum á þig og þú beittir á mig.

Og miða við viðbrögð af fyrstu færslunni minni þá sérðu alveg að ég er fullfær um að halda uppi vitrænum samræðum. Málið er bara að ég þoli ekki svona hópstimplanir og fordóma.

Annars eru við örugglega að mörgu leiti sammála því mér svíður jafn mikið og þér þegar ég sé skemmdir á náttúrunni.

FLÓTTAMAÐURINN, 25.9.2007 kl. 16:31

6 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Umhverfi Innstadals er þannig að hann var lengi lokaður, bílar komust ekki þangað. Gömlu skátaskálarnir voru reistir þar af mikill fyrirhöfn og mig minnir að stór hluti byggingarefnis hafi verið borið þangað.

Gömul þjóðleið liggur úr Hellisskarði og í Grafning og nefndist Leiðin milli hrauns og hlíðar. smám saman var farið að aka eftir og með gömlu götunni og allt að hálsinum við Innstadal. Skátar byggðu tvo eða þrjá skála á þessum slóðum.

Eftir því sem ökumönnum óx ásmeginn var farið að aka þangað hæðina við Innstadal og síðan ofan í dalinn. Til að koma í veg fyrir það voru stórir steinar settir á slóðina og tálmuðu þeir um stund ökuferðum í Innstadal. Ekki veit ég hverjir stóðu að því.

Í óleyfi var farið með hús að hverasvæðinu innst í Innstadal í lok níunda áratugs síðustu aldar. Það varð til þess að æ fleiri fóru að aka inn í dalinn og sú leið sem flutningabíllinn hafði farið með húsið varð nú nokkuð vinsæl og hefur síðan grafist mjög mikið niður. Þetta má líka sá á hæðinni sem áður var nefnd og er fyrir utan Innstadal. Þar eru nú nokkrar vegaslóðir þvers og kruss um hana.

Ekið hefur verið um allan Innstadal og allt að Sleggjubeinaskarði enda er aðkoman mjög auðveld og raunar hægt að fara þangað á flestum gerðum bíla.

Þess má geta að Orkuveitan ætlar að stunda tilraunaboranir í Innstadal og hefur beðið þar til bær yfirvöld um leyfi til þess.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 26.9.2007 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband