Blaðamannaiðnaðurinn misskilur Turist Industry

Rétt orðanotkun er grundvöllur sameiginlegs skilnings. Eitthvað þætti lesendum óþægilegt ef talað væri og skrifað um menntamálaiðnaðinn eða skólaiðnaðinn. Engum dettur í hug að sú menntun sem fæst í skólum landsins eigi eitthvað skylt við iðnað.

Sama á við um orðskrípið „ferðamannaiðnað“. Þjónusta við ferðamenn er ekki iðnaður og þess vegna er alltaf fjallað um ferðaþjónustu. Iðnaður er allt annar handleggur. Á enskri tungu er iðulega talað um „The turist industry“ enda er orðið „industry“ ekki einskorðað við framleiðslu úr einhvers konar hráefnum heldur getur átt við ýmis konar starf eða tímafreka starfsemi.

Þannig er útilokað er að nota þýða orðið „Industry“ með „iðnaður“ nema því aðeins að gæta að samhenginu. Þar af leiðandi er fer best á því að nota þetta prýðilega orð „ferðaþjónusta“ og ástæða til að hvetja „blaðamannaiðnaðinn“ til að tileinka sér það.


mbl.is Danskur ferðamannaiðnaður að dragast aftur úr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þetta er alveg rétt hjá þér. Prófaðu að "gúgla" orðið "ferðamannaiðnaður". Það er ótrúlega algengt að fólk noti þessa merkingarleysu. Samt eru meira en 20 ár síðan farið var að ræða orðanotkunina.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 10.9.2007 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband