Þegar kjósendur voru afvegaleiddir

Ég hef nú sannreynt að fyrir kosningarnar vorið 2009 hafi verið ákveðið í þröngum hópi forystu VG og Samfylkingarinnar, næðu flokkarnir þingmeirihluta, að sækja um aðild að ESB og samþykkja Icesave, skilgetið afkvæmi ESB–umsóknarinnar.

Sannleikanum var haldið frá mér og ótal fleirum í aðdraganda kosninganna. Ég var afvegaleiddur og afvegaleiddi kjósendur í Suðurkjördæmi. Ég harma það og biðst afsökunar.

Þetta sagði Atli Gíslason, þáverandi þingmaður, í viðtali við DV fyrir rétt tæpum sex árum, sjá hér.

Atli sá hvað gerðist, uppgötvaði baktjaldamakkið hjá Vinstri grænum og Samfylkingunni. Hann áttaði sig á því að tilgangurinn varað afvegaleiða kjósendur.

Vinstri grænir eru með nokkurn veginn sömu leiðsögumennina á þingi. Katrín Jakobsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Svandís Svavarsdóttir og fleiri sáu um reyna að leiða þjóðina inn í ESB.

Þjóðin refsaði Samfylkingunni fyrir gerðir hennar á ríkisstjórnarárunum 2009 til 2013 og felldu helstu forystumenn hennar af þingi. Þeir eru þó enn í bakherbergjum og stunda sitt baktjaldamakk.

Atli Gíslason hætti í Vinstri grænum, hann baðst afsökunar á gerðum sínum í VG. Ekki einn einasti þingmaður Samfylkingarinnar hefur beðist afsökunar og eru þó nægar ástæður til.


mbl.is Vill styrkja félagslegu stoðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband