Málefnalegur næringarskortur verður banamein Samfylkingarinnar

„Pant ég ...“ hrópa krakkarnir þegar eitthvað skemmtilegt er að gerast. Helga Vala Helgadóttir, langarsvomikiðaðveraþingmaður Samfylkingarinnar, er ekki einu sinni komin á þing þegar hún reynir að eigna sér mál rétt eins og hinir sem þó eru þingmenn. „Pant ég,“ hrópar góða liðið af því að allir aðrir eru vondir.

Alkunna er að þingmenn reyna að vekja athygli á sér með því að hertaka mál, grípa dægurflugur eða fréttir og krefjast fundar í nefnd eða eitthvað annað. Alltaf er um að ræða meint reginhneyksli, óréttlæti eða mannvonsku. Þegar nánar er skoðað er þetta fólk aðeins að vekja athygli á sér, reyna að selja sig sem góða fólkið. Ástæðan er sú að vandaðir þingmenn vekja yfirleitt ekki athygli og það sættir góðaliðið sig ekki við.

Þannig er Helga Vala Helgadóttir, „wannabe“, þingmannsefni Samfylkingarinnar. Hún veður áfram eins og aðrir vitandi það að eina lífsbjörg flokks í andaslitrunum er að þykjast. Panta öll mál og krefjast nefndarfunda eða rannsóknar.

Hver í ósköpunum getur með fullvissu haldið því fram að rannsóknarnefnd á vegum Alþingis sé rétt leið til að kanna mál. Landsdómshneykslið fyrir nokkrum árum sýndi og sannaði að rannsóknarnefnd þings verður aldrei annað en veiðiferð, reynt að hanka pólitíska andstæðinga en bjarga samherjum sínum. Þetta gerði Samfylkingin og blikkaði ekki augu þegar hún greiddi atkvæði með því að fría þingmenn sína frá Landsdómi en hengja aðra.

Að öllum líkindum deyr Samfylkingin í næstu kosningum og dánarmeinið verður málefnalegur næringarskortur. Sorglegt.


mbl.is Oddviti kallar eftir rannsóknarnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Viti maður vegna innherjaupplýsinga, að verðbréf eru að fara að hrapa í verði, er óheiðarlegt, Sigurður, að selja þau einhverjum græskulausum á fullu verði. Það er ekki gert í heiðarlegum viðskiptum. Hvort í ljós kemur, að Bjarni hafi þarna farið óheiðarlega að, í sjálfs sín þágu og sinna nánustu (föður og bróður), er ekki mitt hlutverk að dæma um, en vissulega hef ég mínar stóru efasemdir um framferði hans í þessu máli.

Hvorugur okkar er þó hlutlaus í málinu.

Jón Valur Jensson, 6.10.2017 kl. 12:20

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Bjarni tók ekki fé sitt úr bankanum heldur skipti um sjóði innan hans. Hann flúði ekki með allt sitt úr bankanum eins og látið er í skína í fréttaflutningi Ríkisútvarpsins. Sá sem hefði fengið innherjaupplýsingar hefði ábyggilega farið með allt sitt enda fór bankinn um síðir á hausinn. Bjarni, eins og allir aðrir, vissi ekki annað en að ríkið tæki hann yfir.

Greinilegt er að Þórðargleði Ríkisúrvarpsins vegna þessa fréttaflutnings Stundarinnar hefur nokkur áhrif á fólk sem skilur ekkert í þessu og tekur allt trúanlegt. Þar með er tilganginum ábyggilega náð, læða inn efasemdum sem eiga að skaða trúverðugleika stjórnmálamanns.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 6.10.2017 kl. 13:09

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér svörin og umræðuna, Sigurður.

Jón Valur Jensson, 6.10.2017 kl. 13:16

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Kurteisleg umræða er alltaf til góðs, Jón Valur.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 6.10.2017 kl. 13:17

5 identicon

Sæll Sigurður

Tilfærslur Bjarna veit ég ekkert um en áhugavert verður að sjá hvort og hvernig hann nær að smokra sér út úr þessum aðstæðum.

Samfylkingin komin með þessa fínu uppstillingu á vel klæddu og virðulegu fólki. Það þýðir lítið því málefnin eru ekki til staðar eftir að Sólrún keypti hægri stefnuna af Jón Ásgeir á sínum tíma. Populistmi tekur á sig ýmsar myndir.

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 6.10.2017 kl. 14:02

6 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sigþór, ég held að svokölluð hægri stefna Ingibjargar Sólrúnar hafi tapast þegar Samfylkingin og VG fóru í eina sæng saman 2009 til 2013. Afleiðinguna mátti sjá í næstu kosningum þar á eftir er flokkurinn fékk einn kjördæmakjörinn þingmann.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 6.10.2017 kl. 14:06

7 identicon

Það er líklega alveg rétt Sigurður, en þessi draugur fortíðar virðist samt hanga í samræðum fólks á milli amk. Það er nóg að þau stigu þetta skref þ.e. að dæla við stefnu óvinarins, slíkt er seint fyrirgefið af vinsti mönnum.

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 6.10.2017 kl. 14:15

8 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Og hvernig veist þú það Sigurður að Bjarni hafi ekki tekið fé sitt úr bankanum, heldur skipt um sjóð innan hans?

Hjörtur Herbertsson, 6.10.2017 kl. 15:14

9 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sæll Hjörtur. Það vill nú svo heppilega til að ég fylgist með fréttum íslenskra fjölmiðla og þetta hefur komið þar skýrt fram í dag.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 6.10.2017 kl. 15:23

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hún mætti þá hafa þetta með í rannsókninni.

http://www.pressan.is/Vidskipti/Lesavidskiptafrettir/ossur-seldi-i-spron-og-hagnadist-um-30-milljonir-bjo-ekki-yfir-neinum-innherjaupplysingum

Jón Steinar Ragnarsson, 6.10.2017 kl. 15:33

11 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Sæll síðuhöfundur.

Ég var rétt að kíkja yfir fréttir dagsins, amstrið leyfði ekki annað fyrr. Það sem fer verulega í taugarnar á mér er að það skuli koma einhver kannski verðandi þingmaður og ekki geta "drullað því út úr sér" hver ætlunin er hjá viðkomandi, að gera á morgun. Haldreipið sem er jafn fúið og aldargamall hampkaðall úr íslensku mygluhúsi, er dreginn fram og ætt í kosningabaráttu.

Hvar eru málefnin hjá þessu "liði" því þetta getur varla verið neitt annað en "eitthvað lið". Stjórnmál á Íslandi eru léleg og verða lélegri með hverjum kostningunum sem haldnar eru.

Sindri Karl Sigurðsson, 6.10.2017 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband