Hallæri Pírata með mannval

Það sem við getum gert sem erum á móti sýnilegum vopnaburði lögreglunnar, er að hringja á lögregluna og tilkynna grunsamlega vopnaða menn alltaf þegar við sjáum byssur, sama hver ber þær.

Ef nógu margir hringja stöðugt í neyðarlínuna vegna ógnandi manna með skotvopn þá geta þeir þetta ekki.

Það er ekki verjandi fyrir ríkislögreglustjóra að halda þessu til streitu með fleiri hundruð tilkynningar um hættulega einstaklinga í hvert skipti sem löggan festir á sig vopnin.

Þetta segir Andri Þór Sturluson, varaþingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi, á Facebook-síðu sinni. Með smávægilegum breytingum á orðalagi hefði hann komist í flokk með hryðjuverkamönnum af tagi múslima, Baader-Meinhof ... liðs sem telur lögregluna til óvina, „hún gangi erinda valdsins“ svo gripið sé til kunnuglegs frasa vinstri róttæklinga.

Píratar hafa þurft að glíma við margvísleg hallæri í stuttri tilvist sinni. Lengst af hafa þeir þjáðst af skorti á atkvæðum. Þegar skoðanakannanir virtust gefa þeim nær ótakmarkaðan fjölda þingmanna blasti við þeim sá vandi að finna fólk. 

Þann vanda tókst þeim greinilega ekki að leysa heldur virðast þeir hafa notast við uppsóp af vinstri róttæklingum, anarkistum og „wannabe-um“ (þeir sem langar í upphefðina, upphefðarinnar vegna). Og nú eru tíu manns komnir á þing undir sjóræningjafánanum og stunda þar furðulegar æfingar í ræðustóli Alþingis, hávaða og læti. Hins vegar láta þér sér vel líka launahækkunina sem þeir mótmæltu af miklu offorsi síðasta haust en hafa nú gleymt í velsæld sinni. Margir sem kusu Pírata og svo sem fleiri velta nú fyrir sér hvaða kostum þingmennirnir séu búnir ... og ekki síður varaþingmennirnir.

Hugmyndin um að teppa neyðarlínuna mun ábyggilega vekja athygli á málstaðnum, sérstaklega ef afleiðingarnar verða hræðilegar fyrir þá sem þurfa á bráðaaðstoð að halda.

Til viðbótar má hugsa sér að Príatar hvetji næst til þess að skorið verði á dekk sjúkra- og lögreglubíla. Grjóti verði kastað í lögreglumenn við störf sín. Svo má alltaf taka upp gamlar og notadrjúgar aðferðir eins og að grýta þinghúsið eða stjórnarráðið og valda öðrum skemmdum á sameiginlegum eignum landsmanna. Á þingi geta Píratar mótmælt með því að leggjast á móti hækkunum fjárveitinga til heilbrigðismála.

Andri Þór Sturluson, varaþingmaður Pírata, mun ekki verða flokki sínum til fylgisaukningar, þvert á móti. Seint mun hann flokkast sem happafengur.

Nú hefst fyrir alvöru stóra hallæri Pírata, hallæri vegna fylgistaps.

 


mbl.is Varaþingmaður vill teppa neyðarlínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband