Heilbrigðir læknast ekki

Ég er hærddur um að það sé verið að draga okkur inn í of mikla „lækningavæðingu.“ Læknar geta gert margt gott fyrir fólk sem er veikt o slasað. En þeir geta gert ill verra þegar þeir meðhöndla fólk sem ekki er veikt.

Þetta segir Gilbert Welch, prófessor við Dartmouth-stofnunina í Bandaríkjunum, í viðtali við Morgunblað dagsins.

Það er nokkuð til í þessu hjá manninum, að minnsta kosti frá sjónarhóli leikmannsins. Fjölmiðlar eru óskaplega uppteknir af því að kenna okkur almenningi hvað sé rétt. Við eigum að borða rauðrófuduft til þess að koma í veg fyrir krabbamein. Við eigum að smyrja líkamann einhverri froðu sem á að lækna öll innanmein og jafnvel bólgur í liðum.

Svo eigum við að éta vítamín sem kennd eru við allt stafrófið. Þetta minnir mann á brandarann um manninn sem fór til læknis því hann kenndi sér meins, auðvitað þurfa læknar að lifa og komi enginn til þeirra fá þeir engin laun, sagði náunginn. Hann sagðist hafa lýst verknum og læknirinn skrifaði upp á einhver lyf. Auðvitað fór ég í apótekið, því lyfsalinn þarf að lifa, og ég keypti þetta lyf. Svo fór ég heim og henti lyfjunum af því að ég vil líka lifa.

Auðvitað er lífið allt öðru vísi en hér er lýst. Staðreyndin er einfaldlega sú að flestir eru heilbrigðir og þurfa ekki neinna lyfja við. Engu að síður er þeim haldið að fólki. Lækningaiðnaðurinn er rosalega stór. Jafnvel ég fæ það á tilfinninguna að ég sé eitthvað lasinn og þurfi rauðrófuduft til að lifa af.

Svo eigum við að drekka tvö rauðvínsglös á dag því rauðvínið lengir lífið og eyðir krabbameinsfrumum.

Sá sem best lýsir þessari óáran í vestrænum þjóðfélögum er læknirinn Björn Geir Leifsson, en hann heldur úti Vitleysisvaktinni á Facebook.

Niðurstaðan er einfaldlega sú að heilbirgður maður þarf ekki lækninga við. Raunar er það svo að heilbrigðir læknast ekki ... eðlilega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Jónsson

Þekkt er hugtakið sjúkdómavæðing, en samkvæmt því er talið nauðsynlegt í varúðarskyni að leita að sjúkdómum áður en "tilvonandi sjúklingur" verður veikur.  Jafnvel sumum læknum ofbýður þetta, og ráðleggja fólki að vera sinn eiginn læknir, nema um bráðatilvik sé að ræða.  Þá er lyfjaátið gegndarlaust hjá mörgum með mjög skaðlegum afleiðingum. Sækja sjúklingar fast í þetta sjálfir, margir hverjir.

Erfðaeiginleikar og líferni ráða mestu um heilsufarið.  Hinu fyrra fáum við ekki breytt, en hinu síðara ráðum við.  Taka má undir sjónarmið um, að meiru skipta lífsgæði en lífslengd, þótt bezt sé, þegar þetta tvennt fer saman.  

Bjarni Jónsson, 16.6.2017 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband