Frá Geysi sést ekki yfir Langjökul

Frá Geysi sést ekki yfir Langjökul. Skiptir engu þá formaður þess fasteignafélags með hinu útlenska nafni „Arwen“ segi það, um þetta verður ekki deilt. Hins vegar má vera að hægt sé að sjá til Langjökuls frá Geysi.

Á þessu tvennu er mikill munur og þarf varla að fara nánar í skilgreiningar. Eða hvað? Frá Reykjavík er til dæmis ekkert útsýni yfir Esju, en þaðan sésta ágætlega til hennar.

Það er málfarslega rangt, gengur gegn málvenju og er síðast en ekki síst kolrangt í frétt mbl.is að frá Geysi sé útsýni yfir Langjökul. Fyrrnefndi staðurinn er miklu lægri í landi en jökullinn.

 

 


mbl.is Ferðaþjónustuþorp við Geysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Alveg rétt Sigurður og því síður að það sjáist yfir jökulinn í allar áttir, "...og með út­sýni yfir Lang­jök­ul í all­ar átt­ir,“ eins og fram kemur í fréttinni.

Tómas Ibsen Halldórsson, 15.3.2017 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband